Sætti gagnrýni af því að hún er kona Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. október 2015 07:00 Gro Harlem Brundtland í Hörpu á fimmtudaginn var, þar sem hún tók þátt í málþingi í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna. vísir/anton Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, segir mikilvægt að halda kvennabaráttunni vakandi þótt mikill árangur hafi náðst í okkar heimshluta, ekki síst á Norðurlöndunum. „Hættan er sú að ungar konur, og karlar reyndar líka, slaki á þegar jafnrétti er orðið að veruleika og átti sig ekki á nauðsyn þess að standa áfram í baráttunni. Þetta getur leitt til þess að það komi bakslag. Þannig að það þarf að halda yngri kynslóðum vakandi fyrir því um hvað þetta snýst og að ekkert sé sjálfgefið.“ Gro Harlem kom hingað nú í vikunni til að taka þátt í málþingi í Hörpu, sem haldið var í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu hér kosningarétt. Og í dag eru liðin fjörutíu ár frá því efnt var til kvennafrídagsins hér á landi. Þróunin hefur orðið hröð á síðustu áratugum, en jafnvel á Norðurlöndunum er ýmislegt ógert. Einkafyrirtækin eru næst„Hvað Noreg varðar þá erum við enn að takast á við það að of fáar konur eru í forystuhlutverki í fyrirtækjum í einkageiranum,“ segir Gro Harlem. „Á þessu sviði hafa breytingarnar gerst undarlega hægt, þótt annars hafi náðst tímamótaárangur um allt land í pólitíkinni,“ segir hún. „Fyrir um það bil tíu árum voru síðan sett lög sem skylda fyrirtæki, sem skráð eru opinberlega, til þess að vera með að minnsta kosti 40 prósent af hvoru kyni í stjórnum. Þetta var alveg nýtt og margir börðust gegn þessu en samt var þetta gert og er komið til framkvæmda. En ég reikna með að tíu ár muni líða til viðbótar þangað til þessar breytingar verða að fullu komnar fram. Þetta gengur allt saman frekar hægt fyrir sig.” Sá árangur sem náðst hefur er þó enn sem komið er mestur á Vesturlöndum. Víða annars staðar búa konur enn við grófa mismunun og ofbeldi af ýmsu tagi. Gro Harlem sér þó enga ástæðu til að örvænta. „Ég held að það sé komin hreyfing á þessi mál um heim allan. Í flestum Afríkuríkjum er full þátttaka kvenna orðin að veruleika, að minnsta kosti í kosningum, og í sumum Afríkuríkjum er hlutfall kvenna í stjórnmálum almennt orðið mjög hátt, til dæmis í Rúanda, þannig að það hafa orðið miklar framfarir.“ Alþjóðasáttmálar skipta máli„Auðvitað er mörgu enn ábótavant, þannig að baráttan heldur áfram,“ segir Gro Harlem, en bendir á að Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1948 og fleiri alþjóðalög hafi reynst mikilvæg. Þá hafi markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verið samþykkt í New York fyrir fáeinum vikum. „Þar er að finna skýrar kröfur um jafnrétti kynjanna, valdeflingu kvenna, menntun stúlkna og fleira slíkt. Þannig að þau 190 lönd, sem nú eru í Sameinuðu þjóðunum, hafa haldið áfram að vinna að þessum málum og komið sér saman um þennan texta, þannig að alþjóðareglurnar eru nú mjög skýrar.“ Þarna er að finna ákvæði um valdeflingu kvenna innan fjölskyldunnar og í efnahagslífinu, til viðbótar við pólitíska þátttöku. „Þetta þýðir að konur eigi rétt á að segja sitt til dæmis um það hve mörg börn eigi að eignast. Þarna eru ákvæði um að útrýma öllu ofbeldi og mismunun gegn konum, koma í veg fyrir hjónabönd barna og auðvitað að útrýma kynfæralemstrun kvenna. Þetta eru skref sem hægt er að leggja áherslu á, þannig að árið 2030 eiga öll þessi dæmi um ofbeldi, mismunun gegn konum og mannréttindabrot að vera úr sögunni. Og það er mögulegt,“ segir Gro Harlem, bjartsýn á framtíðina. Kynferðið notað gegn henniHún varð forsætisráðherra Noregs í febrúar árið 1981 og segist hafa mætt ýmiss konar erfiðleikum vegna kynferðis síns, en hvað skyldi hafa verið erfiðast? „Ég býst við að það erfiðasta hafi verið að Íhaldsflokkurinn, sem var stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hafi óspart notað það gegn mér að ég var kona. Það voru haldnar kosningar í september þetta ár, þegar ég var búin að vera átta mánuði í embætti, og þeir notfærðu sér í kosningabaráttunni þessa staðreynd að forsætisráðherrann og leiðtogi Verkamannaflokksins var kona. En ég man eftir að hafa hugsað með mér að ég skyldi bara láta þetta yfir mig ganga, því þetta væri sögulegt skref og að kannski yrðum við komin yfir þetta þegar næst kæmi að því að kona yrði forsætisráðherra í Noregi. Og það reyndist líka rétt því núna er kona forsætisráðherra og hún hefur ekki þurft að ganga í gegnum þetta.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, segir mikilvægt að halda kvennabaráttunni vakandi þótt mikill árangur hafi náðst í okkar heimshluta, ekki síst á Norðurlöndunum. „Hættan er sú að ungar konur, og karlar reyndar líka, slaki á þegar jafnrétti er orðið að veruleika og átti sig ekki á nauðsyn þess að standa áfram í baráttunni. Þetta getur leitt til þess að það komi bakslag. Þannig að það þarf að halda yngri kynslóðum vakandi fyrir því um hvað þetta snýst og að ekkert sé sjálfgefið.“ Gro Harlem kom hingað nú í vikunni til að taka þátt í málþingi í Hörpu, sem haldið var í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því konur fengu hér kosningarétt. Og í dag eru liðin fjörutíu ár frá því efnt var til kvennafrídagsins hér á landi. Þróunin hefur orðið hröð á síðustu áratugum, en jafnvel á Norðurlöndunum er ýmislegt ógert. Einkafyrirtækin eru næst„Hvað Noreg varðar þá erum við enn að takast á við það að of fáar konur eru í forystuhlutverki í fyrirtækjum í einkageiranum,“ segir Gro Harlem. „Á þessu sviði hafa breytingarnar gerst undarlega hægt, þótt annars hafi náðst tímamótaárangur um allt land í pólitíkinni,“ segir hún. „Fyrir um það bil tíu árum voru síðan sett lög sem skylda fyrirtæki, sem skráð eru opinberlega, til þess að vera með að minnsta kosti 40 prósent af hvoru kyni í stjórnum. Þetta var alveg nýtt og margir börðust gegn þessu en samt var þetta gert og er komið til framkvæmda. En ég reikna með að tíu ár muni líða til viðbótar þangað til þessar breytingar verða að fullu komnar fram. Þetta gengur allt saman frekar hægt fyrir sig.” Sá árangur sem náðst hefur er þó enn sem komið er mestur á Vesturlöndum. Víða annars staðar búa konur enn við grófa mismunun og ofbeldi af ýmsu tagi. Gro Harlem sér þó enga ástæðu til að örvænta. „Ég held að það sé komin hreyfing á þessi mál um heim allan. Í flestum Afríkuríkjum er full þátttaka kvenna orðin að veruleika, að minnsta kosti í kosningum, og í sumum Afríkuríkjum er hlutfall kvenna í stjórnmálum almennt orðið mjög hátt, til dæmis í Rúanda, þannig að það hafa orðið miklar framfarir.“ Alþjóðasáttmálar skipta máli„Auðvitað er mörgu enn ábótavant, þannig að baráttan heldur áfram,“ segir Gro Harlem, en bendir á að Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1948 og fleiri alþjóðalög hafi reynst mikilvæg. Þá hafi markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verið samþykkt í New York fyrir fáeinum vikum. „Þar er að finna skýrar kröfur um jafnrétti kynjanna, valdeflingu kvenna, menntun stúlkna og fleira slíkt. Þannig að þau 190 lönd, sem nú eru í Sameinuðu þjóðunum, hafa haldið áfram að vinna að þessum málum og komið sér saman um þennan texta, þannig að alþjóðareglurnar eru nú mjög skýrar.“ Þarna er að finna ákvæði um valdeflingu kvenna innan fjölskyldunnar og í efnahagslífinu, til viðbótar við pólitíska þátttöku. „Þetta þýðir að konur eigi rétt á að segja sitt til dæmis um það hve mörg börn eigi að eignast. Þarna eru ákvæði um að útrýma öllu ofbeldi og mismunun gegn konum, koma í veg fyrir hjónabönd barna og auðvitað að útrýma kynfæralemstrun kvenna. Þetta eru skref sem hægt er að leggja áherslu á, þannig að árið 2030 eiga öll þessi dæmi um ofbeldi, mismunun gegn konum og mannréttindabrot að vera úr sögunni. Og það er mögulegt,“ segir Gro Harlem, bjartsýn á framtíðina. Kynferðið notað gegn henniHún varð forsætisráðherra Noregs í febrúar árið 1981 og segist hafa mætt ýmiss konar erfiðleikum vegna kynferðis síns, en hvað skyldi hafa verið erfiðast? „Ég býst við að það erfiðasta hafi verið að Íhaldsflokkurinn, sem var stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hafi óspart notað það gegn mér að ég var kona. Það voru haldnar kosningar í september þetta ár, þegar ég var búin að vera átta mánuði í embætti, og þeir notfærðu sér í kosningabaráttunni þessa staðreynd að forsætisráðherrann og leiðtogi Verkamannaflokksins var kona. En ég man eftir að hafa hugsað með mér að ég skyldi bara láta þetta yfir mig ganga, því þetta væri sögulegt skref og að kannski yrðum við komin yfir þetta þegar næst kæmi að því að kona yrði forsætisráðherra í Noregi. Og það reyndist líka rétt því núna er kona forsætisráðherra og hún hefur ekki þurft að ganga í gegnum þetta.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira