Guttinn sem sló kempunum ref fyrir rass Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2015 06:00 Aron yfirvegaður og brosmildur á Nesinu. fréttablaðið/andri „Mér líður alveg frábærlega. Ég átti ekki von á þessu. Kom hingað bara með það markmið að hafa gaman af þessu,“ segir hinn 18 ára gamli Aron Snær Júlíusson sem gerði sér lítið fyrir og vann Einvígið á Nesinu sem var haldið í 19. skipti í gær. Þetta var frumraun Arons á mótinu. Tíu kylfingar hefja leik og einn dettur út á hverri holu. Aron stóðst pressuna á lokaholunni er hann var gegn atvinnumanninum Birgi Leifi Hafþórssyni. Þurfti bráðabana til þess að skera úr um sigurvegara. „Ég var að spila völlinn líka í fyrsta skipti. Auðvitað er geggjað að vinna og skemmtilegt að hafa unnið Bigga í endann. Þetta kom ánægjulega á óvart allt saman,“ segir strákurinn auðmjúkur. Birgir Leifur gerði mjög vel að næla í bráðabana á lokaholunni eftir að hafa slegið út af í upphafshögginu. Þriðja höggið af teig var gull. Beint á pinna og svo eitt pútt. „Ég tók áhættu á síðustu og það gekk ekki. Það var frábært að redda sér samt og seinna upphafshöggið er líklega með þeim betri sem ég hef tekið hér,“ segir Birgir en hann hrósaði stráknum efnilega. „Ég þekki þennan strák og hann er harður keppnismaður.“ Golf Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Mér líður alveg frábærlega. Ég átti ekki von á þessu. Kom hingað bara með það markmið að hafa gaman af þessu,“ segir hinn 18 ára gamli Aron Snær Júlíusson sem gerði sér lítið fyrir og vann Einvígið á Nesinu sem var haldið í 19. skipti í gær. Þetta var frumraun Arons á mótinu. Tíu kylfingar hefja leik og einn dettur út á hverri holu. Aron stóðst pressuna á lokaholunni er hann var gegn atvinnumanninum Birgi Leifi Hafþórssyni. Þurfti bráðabana til þess að skera úr um sigurvegara. „Ég var að spila völlinn líka í fyrsta skipti. Auðvitað er geggjað að vinna og skemmtilegt að hafa unnið Bigga í endann. Þetta kom ánægjulega á óvart allt saman,“ segir strákurinn auðmjúkur. Birgir Leifur gerði mjög vel að næla í bráðabana á lokaholunni eftir að hafa slegið út af í upphafshögginu. Þriðja höggið af teig var gull. Beint á pinna og svo eitt pútt. „Ég tók áhættu á síðustu og það gekk ekki. Það var frábært að redda sér samt og seinna upphafshöggið er líklega með þeim betri sem ég hef tekið hér,“ segir Birgir en hann hrósaði stráknum efnilega. „Ég þekki þennan strák og hann er harður keppnismaður.“
Golf Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira