Þúsund og fimm íbúar Ásthildur Sturludóttir skrifar 9. janúar 2015 07:00 Við síðustu mánaðamót voru íbúar Vesturbyggðar 1005. Fyrir ári síðan voru íbúar Vesturbyggðar 949. Þetta er mikil fjölgun fyrir lítið samfélag. Þúsundasti íbúinn fluttist til Vesturbyggðar með fjölskyldu sinni í byrjun desember og er það 10 ára gömul stúlka, Adelia Felizardo Valsdóttir sem býr á Patreksfirði og stundar nám í Patreksskóla. Samfélagið gleðst einlæglega yfir að vera búið að ná þessum íbúafjölda sem kann í sumra augum ekki vera mikill en í sveitarfélagi sem upplifði áralanga hnignun og fólksflótta er þetta stór áfangi. Það er ekki að ástæðulausu að íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum hefur fjölgað svo mjög hin síðustu ár. Fiskeldi, ferðaþjónustu og kalkþörunganámi hefur vaxið fiskur um hrygg, samhliða útgerðinni sem er enn stærsti atvinnuvegur sunnanverðra Vestfjarða. Mikil fjölgun íbúa síðustu ár verður þó beint rakin til uppbyggingar í fiskeldi en foreldrar þúsundasta íbúans í Vesturbyggð starfa einmitt hjá fiskeldisfyrirtækinu Fjarðalax. Allnokkrar fjölskyldur hafa flust til Vesturbyggðar vegna uppbyggingarinnar í fiskeldinu og er gleðilegt að sjá þá þróun sem orðið hefur síðustu ár. Fyrirtækin hafa lagt áherslu á að fá starfsfólk sitt til þess að flytjast vestur með fjölskyldur sínar. Sveitarfélagið bindur að sjálfsögðu vonir við að þessi þróun haldi áfram og að íbúum fjölgi og nái fyrri íbúatölu en árið 1994 bjuggu hátt í 1500 manns í Vesturbyggð. Hér eru glæsileg fyrirtæki, ný og gömul, sem þekkja skyldur sínar gagnvart samfélaginu og tækifærin til vaxtar eru næg. Sveitarfélagið leggur sig sömuleiðis fram við að styðja við atvinnulífið á svæðinu. Lögð er áhersla á að nýta þjónustu heimafólks og versla við fyrirtæki í heimabyggð. Sveitarfélagið leggur sig einnig fram við að styðja við ný fyrirtæki sem vilja byggja sig upp á svæðinu. Hlutverk sveitarfélaga er þannig að skapa hagfellt umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa í og standa vörð um hagsmuni íbúa og fyrirtækjanna. Byggja upp hafnaraðstöðu, bjóða hagstæða gjaldskrá, hafa lóðir fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðir í boði. Það er von okkar sveitarstjórnarmanna að fjölgun íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum haldi áfram og fiskeldið leikur lykilhlutverk í þeirri fjölgun. Við viljum að til okkar flytjist íbúar sem sjá framtíð sína hér og eru tilbúnir að taka þátt í því öfluga mannlífi og atvinnulífi sem hér er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við síðustu mánaðamót voru íbúar Vesturbyggðar 1005. Fyrir ári síðan voru íbúar Vesturbyggðar 949. Þetta er mikil fjölgun fyrir lítið samfélag. Þúsundasti íbúinn fluttist til Vesturbyggðar með fjölskyldu sinni í byrjun desember og er það 10 ára gömul stúlka, Adelia Felizardo Valsdóttir sem býr á Patreksfirði og stundar nám í Patreksskóla. Samfélagið gleðst einlæglega yfir að vera búið að ná þessum íbúafjölda sem kann í sumra augum ekki vera mikill en í sveitarfélagi sem upplifði áralanga hnignun og fólksflótta er þetta stór áfangi. Það er ekki að ástæðulausu að íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum hefur fjölgað svo mjög hin síðustu ár. Fiskeldi, ferðaþjónustu og kalkþörunganámi hefur vaxið fiskur um hrygg, samhliða útgerðinni sem er enn stærsti atvinnuvegur sunnanverðra Vestfjarða. Mikil fjölgun íbúa síðustu ár verður þó beint rakin til uppbyggingar í fiskeldi en foreldrar þúsundasta íbúans í Vesturbyggð starfa einmitt hjá fiskeldisfyrirtækinu Fjarðalax. Allnokkrar fjölskyldur hafa flust til Vesturbyggðar vegna uppbyggingarinnar í fiskeldinu og er gleðilegt að sjá þá þróun sem orðið hefur síðustu ár. Fyrirtækin hafa lagt áherslu á að fá starfsfólk sitt til þess að flytjast vestur með fjölskyldur sínar. Sveitarfélagið bindur að sjálfsögðu vonir við að þessi þróun haldi áfram og að íbúum fjölgi og nái fyrri íbúatölu en árið 1994 bjuggu hátt í 1500 manns í Vesturbyggð. Hér eru glæsileg fyrirtæki, ný og gömul, sem þekkja skyldur sínar gagnvart samfélaginu og tækifærin til vaxtar eru næg. Sveitarfélagið leggur sig sömuleiðis fram við að styðja við atvinnulífið á svæðinu. Lögð er áhersla á að nýta þjónustu heimafólks og versla við fyrirtæki í heimabyggð. Sveitarfélagið leggur sig einnig fram við að styðja við ný fyrirtæki sem vilja byggja sig upp á svæðinu. Hlutverk sveitarfélaga er þannig að skapa hagfellt umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa í og standa vörð um hagsmuni íbúa og fyrirtækjanna. Byggja upp hafnaraðstöðu, bjóða hagstæða gjaldskrá, hafa lóðir fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðir í boði. Það er von okkar sveitarstjórnarmanna að fjölgun íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum haldi áfram og fiskeldið leikur lykilhlutverk í þeirri fjölgun. Við viljum að til okkar flytjist íbúar sem sjá framtíð sína hér og eru tilbúnir að taka þátt í því öfluga mannlífi og atvinnulífi sem hér er.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun