Aron: Hefði viljað sjá betri frammistöðu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2015 21:52 Aron Kristjánsson var ekki parhrifinn af öllu í leik Íslands í kvöld. vísir/ernir „Það voru góðir kaflar í leiknum en líka mjög slakir kaflar, sérstaklega fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Fréttablaðið eftir 30-24 tap gegn Svíum í vináttuleik í Kristianstad í kvöld. „Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru sérstaklega slæmar þar sem við gerðum marga tæknifeila og vorum seinir til baka í vörnina. Við náðum aðeins að stoppa þetta af undir lokin og spila þokkalega, en þetta var kaflaskipt,“ segir Aron. Ísland var án Aron Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnór Atlasonar og Alexanders Peterssonar í leiknum, en Aron notaði leikinn til að gefa þeim sem stóðu á barmi þess að komast til Katar lokatækifæri til þessa. „Við ákváðum að hvíla vissa menn í þessum leik, en nú fáum við tvo leiki þar sem við getum stillt upp okkar sterkasta,“ segir Aron, en HM-hópurinn verður valinn seinna í kvöld og verður spilað á honum í hinum leikjunum á þessu æfingamóti gegn Dönum og Slóvenum. „Þetta eru í heildina fimm leikir og þarna fengu nokkrir leikmenn fína reynslu - leikmenn sem hafa verið í minni hlutverkum. Það er gott upp á framhaldið. Núna fáum við tvo leiki með okkar besta lið sem er meira en nóg, en við verðum líka að passa að keyra ekki liðið út. Meiningin mað þessum leik var að gefa öðrum spilurum frekari reynslu.“ Aron viðurkennir fúslega að þeir sem ekki eru fastamenn í liðinu hefðu mátt standa sig betur, en á löngum köflum var ekki sjón að sjá strákana í leiknum, hvort sem heldur í vörn eða sókn. „Maður hefði viljað sjá betri frammistöðu hjá nokkrum, en nú verður maður bara að meta stöðuna úr því sem komið er. Þetta miðast ekki bara við leikinn í kvöld heldur allan undirbúninginn og hvað okkur skortir taktískt,“ segir Aron, en Ísland mætir Svíþjóð svo aftur í riðlakeppni HM eftir viku. „Þessu leikur hafði auðvitað enga þýðingu nema bara að geta lært nokkra hluti sem þeir eru að gera og reyna að undirbúa okkur fyrir Katar. Þegar við mætum þangað verðum við klárir með okkar besta lið og mætum þeim að fullu,“ segir Aron Kristjánsson. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Þetta mót mikilvægt til að gera okkur klára fyrir stóra slaginn Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn viku fyrir HM í Katar enda lítur út fyrir að hann komist til Katar með sitt sterkasta lið. Hópurinn verður líklega skorinn niður eftir leik kvöldsins gegn Svíum. 9. janúar 2015 06:00 Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
„Það voru góðir kaflar í leiknum en líka mjög slakir kaflar, sérstaklega fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Fréttablaðið eftir 30-24 tap gegn Svíum í vináttuleik í Kristianstad í kvöld. „Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru sérstaklega slæmar þar sem við gerðum marga tæknifeila og vorum seinir til baka í vörnina. Við náðum aðeins að stoppa þetta af undir lokin og spila þokkalega, en þetta var kaflaskipt,“ segir Aron. Ísland var án Aron Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnór Atlasonar og Alexanders Peterssonar í leiknum, en Aron notaði leikinn til að gefa þeim sem stóðu á barmi þess að komast til Katar lokatækifæri til þessa. „Við ákváðum að hvíla vissa menn í þessum leik, en nú fáum við tvo leiki þar sem við getum stillt upp okkar sterkasta,“ segir Aron, en HM-hópurinn verður valinn seinna í kvöld og verður spilað á honum í hinum leikjunum á þessu æfingamóti gegn Dönum og Slóvenum. „Þetta eru í heildina fimm leikir og þarna fengu nokkrir leikmenn fína reynslu - leikmenn sem hafa verið í minni hlutverkum. Það er gott upp á framhaldið. Núna fáum við tvo leiki með okkar besta lið sem er meira en nóg, en við verðum líka að passa að keyra ekki liðið út. Meiningin mað þessum leik var að gefa öðrum spilurum frekari reynslu.“ Aron viðurkennir fúslega að þeir sem ekki eru fastamenn í liðinu hefðu mátt standa sig betur, en á löngum köflum var ekki sjón að sjá strákana í leiknum, hvort sem heldur í vörn eða sókn. „Maður hefði viljað sjá betri frammistöðu hjá nokkrum, en nú verður maður bara að meta stöðuna úr því sem komið er. Þetta miðast ekki bara við leikinn í kvöld heldur allan undirbúninginn og hvað okkur skortir taktískt,“ segir Aron, en Ísland mætir Svíþjóð svo aftur í riðlakeppni HM eftir viku. „Þessu leikur hafði auðvitað enga þýðingu nema bara að geta lært nokkra hluti sem þeir eru að gera og reyna að undirbúa okkur fyrir Katar. Þegar við mætum þangað verðum við klárir með okkar besta lið og mætum þeim að fullu,“ segir Aron Kristjánsson.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Þetta mót mikilvægt til að gera okkur klára fyrir stóra slaginn Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn viku fyrir HM í Katar enda lítur út fyrir að hann komist til Katar með sitt sterkasta lið. Hópurinn verður líklega skorinn niður eftir leik kvöldsins gegn Svíum. 9. janúar 2015 06:00 Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Þetta mót mikilvægt til að gera okkur klára fyrir stóra slaginn Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn viku fyrir HM í Katar enda lítur út fyrir að hann komist til Katar með sitt sterkasta lið. Hópurinn verður líklega skorinn niður eftir leik kvöldsins gegn Svíum. 9. janúar 2015 06:00
Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti