Fjárdrátturinn í MP banka: Millifærði tugi milljóna á reikninga móður sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2015 10:48 Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. Vísir/Valli Fyrrverandi starfsmaður MP banka hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Konan er sökuð um að hafa dregið að sér rúmlega 60 milljónir króna af reikningum bankans og lagt inn á fjóra reikninga móður sinnar. RÚV greindi fyrst frá málinu í gær og hefur MP banki nú birt frétt um málið á heimasíðu bankans.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í mars síðastliðnum en málið kom upp við reglubundið innra eftirlit. Grunur vaknaði um að starfsmaður í bakvinnslu bankans hefði misnotað aðstöðu sína og dregið að sér fé. „Bankinn lítur málið afar alvarlegum augum og brást þegar hart við. Málinu var strax vísað til lögreglu og hefur bankinn unnið náið með lögreglu við að upplýsa brotið að fullu. Starfsmanninum var umsvifalaust sagt upp störfum,“ segir í fréttinni á vef MP banka.Hæsta millifærslan upp á fimm milljónir Meint brot áttu sér stað á rúmlega tveggja ára tímabili og dró starfsmaðurinn fyrrverandi sér síðast fé um miðjan febrúar síðastliðinn. Um var að ræða færslu upp á 1,6 milljónir króna að því er segir í ákæru sem RÚV hefur undir höndum. Millifærslurnar voru á bilinu 135 þúsund krónur upp í tæplega þrjár milljónir. Þá er hún sökuð um að hafa greitt af reikningi MP banka inn á reikning Íbúðalánasjóðs til að greiða upp veðskuldabréf upp á rúmar fimm milljónir króna. „Starfsmaðurinn fyrrverandi lagði mikla vinnu í að fela slóð sína og koma í veg fyrir að brotið uppgötvaðist. Þannig eru í ákæru tíundaðar 110 færslur þar sem fé var fært úr bankanum en í raun þurfti að rekja umtalsvert fleiri færslur til að upplýsa brotið þar sem upphæðir voru færðar fram og til baka og brotnar upp og lagðar saman á ýmsan máta.“Verkferlum í bankanum breytt Í fréttinni á vef MP banka er fullyrt að meint brot konunnar snúa ekki að fjármunum viðskiptavina bankans og hafi engin áhrif haft á þá. Bankinn sé tryggður fyrir tjóninu og gera megi ráð fyrir að það fáist bætt að langstærstum hluta. „Í kjölfar þess að upp komst um meint brot starfsmannsins hefur verið farið vandlega yfir þær aðferðir sem hann beitti, verkferlum innan bankans breytt og innra eftirlit eflt til að tryggja að sambærilegt mál komi ekki upp aftur.“ Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00 MP banki bregst hart við meintu misferli starfsmanns Starfsmanni MP banka hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um misferli í starfi. 17. mars 2015 19:59 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður MP banka hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Konan er sökuð um að hafa dregið að sér rúmlega 60 milljónir króna af reikningum bankans og lagt inn á fjóra reikninga móður sinnar. RÚV greindi fyrst frá málinu í gær og hefur MP banki nú birt frétt um málið á heimasíðu bankans.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í mars síðastliðnum en málið kom upp við reglubundið innra eftirlit. Grunur vaknaði um að starfsmaður í bakvinnslu bankans hefði misnotað aðstöðu sína og dregið að sér fé. „Bankinn lítur málið afar alvarlegum augum og brást þegar hart við. Málinu var strax vísað til lögreglu og hefur bankinn unnið náið með lögreglu við að upplýsa brotið að fullu. Starfsmanninum var umsvifalaust sagt upp störfum,“ segir í fréttinni á vef MP banka.Hæsta millifærslan upp á fimm milljónir Meint brot áttu sér stað á rúmlega tveggja ára tímabili og dró starfsmaðurinn fyrrverandi sér síðast fé um miðjan febrúar síðastliðinn. Um var að ræða færslu upp á 1,6 milljónir króna að því er segir í ákæru sem RÚV hefur undir höndum. Millifærslurnar voru á bilinu 135 þúsund krónur upp í tæplega þrjár milljónir. Þá er hún sökuð um að hafa greitt af reikningi MP banka inn á reikning Íbúðalánasjóðs til að greiða upp veðskuldabréf upp á rúmar fimm milljónir króna. „Starfsmaðurinn fyrrverandi lagði mikla vinnu í að fela slóð sína og koma í veg fyrir að brotið uppgötvaðist. Þannig eru í ákæru tíundaðar 110 færslur þar sem fé var fært úr bankanum en í raun þurfti að rekja umtalsvert fleiri færslur til að upplýsa brotið þar sem upphæðir voru færðar fram og til baka og brotnar upp og lagðar saman á ýmsan máta.“Verkferlum í bankanum breytt Í fréttinni á vef MP banka er fullyrt að meint brot konunnar snúa ekki að fjármunum viðskiptavina bankans og hafi engin áhrif haft á þá. Bankinn sé tryggður fyrir tjóninu og gera megi ráð fyrir að það fáist bætt að langstærstum hluta. „Í kjölfar þess að upp komst um meint brot starfsmannsins hefur verið farið vandlega yfir þær aðferðir sem hann beitti, verkferlum innan bankans breytt og innra eftirlit eflt til að tryggja að sambærilegt mál komi ekki upp aftur.“ Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku.
Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00 MP banki bregst hart við meintu misferli starfsmanns Starfsmanni MP banka hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um misferli í starfi. 17. mars 2015 19:59 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00
MP banki bregst hart við meintu misferli starfsmanns Starfsmanni MP banka hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um misferli í starfi. 17. mars 2015 19:59
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent