Fjárdrátturinn í MP banka: Millifærði tugi milljóna á reikninga móður sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2015 10:48 Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. Vísir/Valli Fyrrverandi starfsmaður MP banka hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Konan er sökuð um að hafa dregið að sér rúmlega 60 milljónir króna af reikningum bankans og lagt inn á fjóra reikninga móður sinnar. RÚV greindi fyrst frá málinu í gær og hefur MP banki nú birt frétt um málið á heimasíðu bankans.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í mars síðastliðnum en málið kom upp við reglubundið innra eftirlit. Grunur vaknaði um að starfsmaður í bakvinnslu bankans hefði misnotað aðstöðu sína og dregið að sér fé. „Bankinn lítur málið afar alvarlegum augum og brást þegar hart við. Málinu var strax vísað til lögreglu og hefur bankinn unnið náið með lögreglu við að upplýsa brotið að fullu. Starfsmanninum var umsvifalaust sagt upp störfum,“ segir í fréttinni á vef MP banka.Hæsta millifærslan upp á fimm milljónir Meint brot áttu sér stað á rúmlega tveggja ára tímabili og dró starfsmaðurinn fyrrverandi sér síðast fé um miðjan febrúar síðastliðinn. Um var að ræða færslu upp á 1,6 milljónir króna að því er segir í ákæru sem RÚV hefur undir höndum. Millifærslurnar voru á bilinu 135 þúsund krónur upp í tæplega þrjár milljónir. Þá er hún sökuð um að hafa greitt af reikningi MP banka inn á reikning Íbúðalánasjóðs til að greiða upp veðskuldabréf upp á rúmar fimm milljónir króna. „Starfsmaðurinn fyrrverandi lagði mikla vinnu í að fela slóð sína og koma í veg fyrir að brotið uppgötvaðist. Þannig eru í ákæru tíundaðar 110 færslur þar sem fé var fært úr bankanum en í raun þurfti að rekja umtalsvert fleiri færslur til að upplýsa brotið þar sem upphæðir voru færðar fram og til baka og brotnar upp og lagðar saman á ýmsan máta.“Verkferlum í bankanum breytt Í fréttinni á vef MP banka er fullyrt að meint brot konunnar snúa ekki að fjármunum viðskiptavina bankans og hafi engin áhrif haft á þá. Bankinn sé tryggður fyrir tjóninu og gera megi ráð fyrir að það fáist bætt að langstærstum hluta. „Í kjölfar þess að upp komst um meint brot starfsmannsins hefur verið farið vandlega yfir þær aðferðir sem hann beitti, verkferlum innan bankans breytt og innra eftirlit eflt til að tryggja að sambærilegt mál komi ekki upp aftur.“ Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00 MP banki bregst hart við meintu misferli starfsmanns Starfsmanni MP banka hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um misferli í starfi. 17. mars 2015 19:59 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður MP banka hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Konan er sökuð um að hafa dregið að sér rúmlega 60 milljónir króna af reikningum bankans og lagt inn á fjóra reikninga móður sinnar. RÚV greindi fyrst frá málinu í gær og hefur MP banki nú birt frétt um málið á heimasíðu bankans.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í mars síðastliðnum en málið kom upp við reglubundið innra eftirlit. Grunur vaknaði um að starfsmaður í bakvinnslu bankans hefði misnotað aðstöðu sína og dregið að sér fé. „Bankinn lítur málið afar alvarlegum augum og brást þegar hart við. Málinu var strax vísað til lögreglu og hefur bankinn unnið náið með lögreglu við að upplýsa brotið að fullu. Starfsmanninum var umsvifalaust sagt upp störfum,“ segir í fréttinni á vef MP banka.Hæsta millifærslan upp á fimm milljónir Meint brot áttu sér stað á rúmlega tveggja ára tímabili og dró starfsmaðurinn fyrrverandi sér síðast fé um miðjan febrúar síðastliðinn. Um var að ræða færslu upp á 1,6 milljónir króna að því er segir í ákæru sem RÚV hefur undir höndum. Millifærslurnar voru á bilinu 135 þúsund krónur upp í tæplega þrjár milljónir. Þá er hún sökuð um að hafa greitt af reikningi MP banka inn á reikning Íbúðalánasjóðs til að greiða upp veðskuldabréf upp á rúmar fimm milljónir króna. „Starfsmaðurinn fyrrverandi lagði mikla vinnu í að fela slóð sína og koma í veg fyrir að brotið uppgötvaðist. Þannig eru í ákæru tíundaðar 110 færslur þar sem fé var fært úr bankanum en í raun þurfti að rekja umtalsvert fleiri færslur til að upplýsa brotið þar sem upphæðir voru færðar fram og til baka og brotnar upp og lagðar saman á ýmsan máta.“Verkferlum í bankanum breytt Í fréttinni á vef MP banka er fullyrt að meint brot konunnar snúa ekki að fjármunum viðskiptavina bankans og hafi engin áhrif haft á þá. Bankinn sé tryggður fyrir tjóninu og gera megi ráð fyrir að það fáist bætt að langstærstum hluta. „Í kjölfar þess að upp komst um meint brot starfsmannsins hefur verið farið vandlega yfir þær aðferðir sem hann beitti, verkferlum innan bankans breytt og innra eftirlit eflt til að tryggja að sambærilegt mál komi ekki upp aftur.“ Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku.
Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00 MP banki bregst hart við meintu misferli starfsmanns Starfsmanni MP banka hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um misferli í starfi. 17. mars 2015 19:59 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00
MP banki bregst hart við meintu misferli starfsmanns Starfsmanni MP banka hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um misferli í starfi. 17. mars 2015 19:59
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur