Ég bara spyr Jóhanna María Einarsdóttir skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu pistill eftir Jón Steinar Gunnlaugsson („Þegar rökin skortir) þar sem hann skrifar gegn grein Sifjar Simarsdóttur („Drap konur án þess að fatta það“) í sama blaði þann 24. október. Sif rökstyður á kaldhæðinn máta í grein sinni hvers vegna ætti að setja kynjakvóta við ráðningu á hæstaréttadómara og reyna þannig að tryggja að í framtíðinni verði Hæstiréttur að helmingi til skipaður körlum og að helmingi konum. Undanfarið hafa hæstaréttardómarar verið í miklum meirihluta karlmenn og hefur engum tekist enn að útskýra hvers vegna svo sé. Rökleiðslur Sifjar eru langt frá því hefðbundnar og taka til dæmi sem virðast alls ótengd því hvers kyns hæstaréttardómari er. En dæmin sýna augljóslega fram á að ekki er hægt að sjá allt fyrirfram, og að gamlar venjur og hefðir geti oft orðið til mikils skaða sem ekki verður greindur fyrr en hann er skeður, eða jafnvel þegar einhverju er breytt sem varpar ljósi á afleiðingar gömlu hefðanna. Ein af röksemdafærslum Jóns Steinars er eftirfarandi: Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila. Það sem er mest sláandi við þessa tilvitnun Jóns, og einkar afhjúpandi hvað varðar röksemdafærslur hans almennt, er síðasta setningin í kaflanum: „Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.“ Hann segir hér blátt áfram að þau rök sem hann vísi til séu svo algildur sannleikur að ekki þurfi að setja spurningarmerki við þau. Lögmæt spurning?Svo er nú í pott búið að við lifum á svokölluðum póstmódernískum tímum, eða síðpóstmódernískum; það fer eftir því hvernig hlutirnir eru skilgreindir. Á slíkum tímum er það meðal annars talið mikilvægt að endurskoða allt það sem við köllum algildan sannleika. Sá sannleikur sem Jón vitnar í í grein sinni, oftar en einu sinni, er, eins og allt annað, undir réttmætri skoðun. Þessi augljósa lögskýring eins og Jón kallar hana virðist augljós af því að við viljum trúa því að við búum í samfélagi þar sem ekki er traðkað á réttindum fólks á grundvelli kyns, trúar, kynþáttar og fleiru. En svo er greinilega ekki þar sem vísbendingar víðast hvar benda til hins gagnstæða. Við skulum halda okkur við Hæstarétt þar sem greinin á að vera stutt. Hæstaréttardómarar eru í yfirgnæfandi meirihluta karlmenn. Umsækjendur eru væntanlega í miklum meirihluta karlmenn. Þær konur sem sækja um get ég þó ekki ímyndað mér að séu vanhæfar í starfið, þó svo karlarnir sem taki ákvörðun um það hver hljóti næstu stöðu hæstaréttardómara, muni að öllum líkindum (ef litið er til líkinda byggðum á undanförnum árum) velja annan karl í klúbbinn. Afleiðingarnar, sem gætu hlotist af því að stöður hæstaréttardómara séu nær alfarið skipaðar af einstaklingum af sama kyni, gætu orðið gríðarlegar. Möguleikar væru á að vandamál þess kyns, sem ekki ætti sér nægjusamlega sterka fulltrúa í hópnum, mættu ekki skilningi og að þeim væri vísað á bug. Nei bíddu... Er þetta kannski einmitt þannig? Getur verið að ástæðan fyrir því að refsing vegna kynferðisafbrots er svona óþolandi lengi í algeru lágmarki sé sú, að fórnarlömb mæti hreinlega ekki nægilegum skilningi hjá þeim sem eiga að rétta í málum þeirra? Er þetta ekki fullkomlega lögmæt spurning og þess virði að spyrja hennar? Ég bara spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu pistill eftir Jón Steinar Gunnlaugsson („Þegar rökin skortir) þar sem hann skrifar gegn grein Sifjar Simarsdóttur („Drap konur án þess að fatta það“) í sama blaði þann 24. október. Sif rökstyður á kaldhæðinn máta í grein sinni hvers vegna ætti að setja kynjakvóta við ráðningu á hæstaréttadómara og reyna þannig að tryggja að í framtíðinni verði Hæstiréttur að helmingi til skipaður körlum og að helmingi konum. Undanfarið hafa hæstaréttardómarar verið í miklum meirihluta karlmenn og hefur engum tekist enn að útskýra hvers vegna svo sé. Rökleiðslur Sifjar eru langt frá því hefðbundnar og taka til dæmi sem virðast alls ótengd því hvers kyns hæstaréttardómari er. En dæmin sýna augljóslega fram á að ekki er hægt að sjá allt fyrirfram, og að gamlar venjur og hefðir geti oft orðið til mikils skaða sem ekki verður greindur fyrr en hann er skeður, eða jafnvel þegar einhverju er breytt sem varpar ljósi á afleiðingar gömlu hefðanna. Ein af röksemdafærslum Jóns Steinars er eftirfarandi: Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila. Það sem er mest sláandi við þessa tilvitnun Jóns, og einkar afhjúpandi hvað varðar röksemdafærslur hans almennt, er síðasta setningin í kaflanum: „Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.“ Hann segir hér blátt áfram að þau rök sem hann vísi til séu svo algildur sannleikur að ekki þurfi að setja spurningarmerki við þau. Lögmæt spurning?Svo er nú í pott búið að við lifum á svokölluðum póstmódernískum tímum, eða síðpóstmódernískum; það fer eftir því hvernig hlutirnir eru skilgreindir. Á slíkum tímum er það meðal annars talið mikilvægt að endurskoða allt það sem við köllum algildan sannleika. Sá sannleikur sem Jón vitnar í í grein sinni, oftar en einu sinni, er, eins og allt annað, undir réttmætri skoðun. Þessi augljósa lögskýring eins og Jón kallar hana virðist augljós af því að við viljum trúa því að við búum í samfélagi þar sem ekki er traðkað á réttindum fólks á grundvelli kyns, trúar, kynþáttar og fleiru. En svo er greinilega ekki þar sem vísbendingar víðast hvar benda til hins gagnstæða. Við skulum halda okkur við Hæstarétt þar sem greinin á að vera stutt. Hæstaréttardómarar eru í yfirgnæfandi meirihluta karlmenn. Umsækjendur eru væntanlega í miklum meirihluta karlmenn. Þær konur sem sækja um get ég þó ekki ímyndað mér að séu vanhæfar í starfið, þó svo karlarnir sem taki ákvörðun um það hver hljóti næstu stöðu hæstaréttardómara, muni að öllum líkindum (ef litið er til líkinda byggðum á undanförnum árum) velja annan karl í klúbbinn. Afleiðingarnar, sem gætu hlotist af því að stöður hæstaréttardómara séu nær alfarið skipaðar af einstaklingum af sama kyni, gætu orðið gríðarlegar. Möguleikar væru á að vandamál þess kyns, sem ekki ætti sér nægjusamlega sterka fulltrúa í hópnum, mættu ekki skilningi og að þeim væri vísað á bug. Nei bíddu... Er þetta kannski einmitt þannig? Getur verið að ástæðan fyrir því að refsing vegna kynferðisafbrots er svona óþolandi lengi í algeru lágmarki sé sú, að fórnarlömb mæti hreinlega ekki nægilegum skilningi hjá þeim sem eiga að rétta í málum þeirra? Er þetta ekki fullkomlega lögmæt spurning og þess virði að spyrja hennar? Ég bara spyr.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar