Næsti BMW M3 fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2015 15:04 BMW M3. Næstu kynslóðir BMW 3 og 4 bílanna eiga ekki að líta dagsljósið fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, en heyrst hefur að þeir verði talsvert léttari en forverarnir, breiðari, með lengra milli öxla og nokkru lægri þyngdarpunkt. Auk þess hefur heyrst að kraftabíllinn BMW M3 fái rafmótora (Plug-In-Hybrid) auk bensínvélarinnar og fari úr 425 hestöflum í ríflega 500 hestöfl. Afl rafmótoranna verður einungis sent til afturhjólanna. Búist er við því að bíllinn haldi 3,0 lítra og 6 strokka bensínvélinni en við hana bætast rafdrifnar forþjöppur. Aukinni þyngd vegna rafhlaðanna verður mætt með mikilli notkun koltrefja og því á bíllinn að verða léttari en forverinn. BMW hefur öðlast talsverða þekkingu á rafmagnsdrifrásum með framleiðslu i3 og i8 bílanna, svo það kemur ef til vill ekkert á óvart að fleiri bílgerðir verði búnir rafmótorum og afl þeirra aukið með þeim hætti og bensíneyðsla þeirra minnkuð í leiðinni. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent
Næstu kynslóðir BMW 3 og 4 bílanna eiga ekki að líta dagsljósið fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, en heyrst hefur að þeir verði talsvert léttari en forverarnir, breiðari, með lengra milli öxla og nokkru lægri þyngdarpunkt. Auk þess hefur heyrst að kraftabíllinn BMW M3 fái rafmótora (Plug-In-Hybrid) auk bensínvélarinnar og fari úr 425 hestöflum í ríflega 500 hestöfl. Afl rafmótoranna verður einungis sent til afturhjólanna. Búist er við því að bíllinn haldi 3,0 lítra og 6 strokka bensínvélinni en við hana bætast rafdrifnar forþjöppur. Aukinni þyngd vegna rafhlaðanna verður mætt með mikilli notkun koltrefja og því á bíllinn að verða léttari en forverinn. BMW hefur öðlast talsverða þekkingu á rafmagnsdrifrásum með framleiðslu i3 og i8 bílanna, svo það kemur ef til vill ekkert á óvart að fleiri bílgerðir verði búnir rafmótorum og afl þeirra aukið með þeim hætti og bensíneyðsla þeirra minnkuð í leiðinni.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent