Næsti BMW M3 fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2015 15:04 BMW M3. Næstu kynslóðir BMW 3 og 4 bílanna eiga ekki að líta dagsljósið fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, en heyrst hefur að þeir verði talsvert léttari en forverarnir, breiðari, með lengra milli öxla og nokkru lægri þyngdarpunkt. Auk þess hefur heyrst að kraftabíllinn BMW M3 fái rafmótora (Plug-In-Hybrid) auk bensínvélarinnar og fari úr 425 hestöflum í ríflega 500 hestöfl. Afl rafmótoranna verður einungis sent til afturhjólanna. Búist er við því að bíllinn haldi 3,0 lítra og 6 strokka bensínvélinni en við hana bætast rafdrifnar forþjöppur. Aukinni þyngd vegna rafhlaðanna verður mætt með mikilli notkun koltrefja og því á bíllinn að verða léttari en forverinn. BMW hefur öðlast talsverða þekkingu á rafmagnsdrifrásum með framleiðslu i3 og i8 bílanna, svo það kemur ef til vill ekkert á óvart að fleiri bílgerðir verði búnir rafmótorum og afl þeirra aukið með þeim hætti og bensíneyðsla þeirra minnkuð í leiðinni. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent
Næstu kynslóðir BMW 3 og 4 bílanna eiga ekki að líta dagsljósið fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, en heyrst hefur að þeir verði talsvert léttari en forverarnir, breiðari, með lengra milli öxla og nokkru lægri þyngdarpunkt. Auk þess hefur heyrst að kraftabíllinn BMW M3 fái rafmótora (Plug-In-Hybrid) auk bensínvélarinnar og fari úr 425 hestöflum í ríflega 500 hestöfl. Afl rafmótoranna verður einungis sent til afturhjólanna. Búist er við því að bíllinn haldi 3,0 lítra og 6 strokka bensínvélinni en við hana bætast rafdrifnar forþjöppur. Aukinni þyngd vegna rafhlaðanna verður mætt með mikilli notkun koltrefja og því á bíllinn að verða léttari en forverinn. BMW hefur öðlast talsverða þekkingu á rafmagnsdrifrásum með framleiðslu i3 og i8 bílanna, svo það kemur ef til vill ekkert á óvart að fleiri bílgerðir verði búnir rafmótorum og afl þeirra aukið með þeim hætti og bensíneyðsla þeirra minnkuð í leiðinni.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent