Sterkir bakhjarlar Silicor Materials Ingvar Garðarsson skrifar 11. júní 2015 07:00 Nú er í undirbúningi uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga, sem er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því ráðist var í byggingu álversins á Reyðarfirði. Þetta verkefni er hins vegar gjörólíkt; annars vegar er það fyrsta stóra verkefnið á sviði hátækniiðnaðar hér á landi og hins vegar verður verksmiðjan umhverfisvæn. Það hefur því verið áhugavert að fylgjast með umræðu um verkefnið að undanförnu. Þar hafa komið fram eðlilegar spurningar sem bæði varða umhverfisáhrif verksmiðjunnar en einnig illa grundvallaðar vangaveltur um áreiðanleika fyrirtækisins og verkefnisins.Umhverfisvæn verksmiðja Bæði opinberar eftirlitsstofnanir og virtir ráðgjafar á sviði umhverfismála hafa eytt öllum efasemdum um umhverfisáhrif verksmiðjunnar með því að staðfesta að hún verði umhverfisvæn og að hún falli vel að kröfum Íslendinga í þeim efnum. Þegar það lá fyrir fór umræðan að snúast um að efast um fyrirtækið Silicor Materials. Hefur þar verið talað um dökka fortíð fyrirtækisins, rætt er um kennitöluflakk og jafnvel ýjað að því að fyrirtækið hafi þurft að flýja Norður-Ameríku. Slíkur málflutningur stenst hins vegar enga skoðun.„Enn á sömu kennitölunni“ Á heimasíðu Silicor er saga fyrirtækisins rakin. Þar kemur fram að fyrirtækið byggir á grunni tveggja fyrirtækja sem runnu saman undir nýju nafni eins og algengt er þegar tvö fyrirtæki renna saman. Engu að síður hefur verið reynt að gera það tortryggilegt að fyrirtækið hafi tekið upp nýtt nafn við samrunann þrátt fyrir að það sé alvanalegt að slíkt sé gert, bæði á Íslandi og annars staðar. Félagið er „enn á sömu kennitölunni“ þrátt fyrir nafnabreytingar. Á heimasíðunni kemur einnig fram að vegna viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína þurfti fyrirtækið að leita að stað utan Norður-Ameríku fyrir verksmiðju sína þar sem helsti markaðurinn fyrir framleiðslu fyrirtækisins er í Kína. Í umræðunni hefur einnig verið reynt að gera þetta tortryggilegt þrátt fyrir að augljóst sé að ekkert útflutningsfyrirtæki getur starfað ef 60% tollar eru inn á helsta markað þess.Umfangið kallar á könnun áreiðanleika Fram hefur komið að uppbygging verksmiðjunnar á Grundartanga felur í sér 120 milljarða króna fjárfestingu og mun það fjármagn koma að stærstum hluta að utan. Við sem störfum í viðskiptalífinu vitum að svo stórar fjárfestingar kalla á að áreiðanleiki verkefnisins og eigenda þess sé kannaður í þaula. Komið hefur fram í fjölmiðlum að danski lífeyrissjóðurinn ATP, einn af íhaldssamari lífeyrissjóðum Norðurlanda, hefur verið einn helsti bakhjarl þessa verkefnis undanfarin ár. Þá liggur einnig fyrir að verkefnið muni sækja lán sín til Þróunarbanka Þýskalands, KfW, og annarra þýskra fjármálastofnana sem þykja bæði íhaldssamar og kröfuharðar. Það að þessar fjármálastofnanir standi að baki verkefninu segir margt um móðurfélagið Silicor. Hvarflar það að einhverjum að slíkar fjármálastofnanir kanni ekki áreiðanleika félagsins og verkefna þess í þaula áður en þær ákveða að taka þátt í verkefni í lokuðu hagkerfi norður við íshaf? Einnig hefur komið fram að þýska stórfyrirtækið SMS Siemag hefur starfað náið með Silicor undanfarin fimm ár við að þróa þá tækni sem verksmiðjan mun byggja á og mun sjá henni fyrir öllum vélbúnaði. Um er að ræða fyrirtæki með 150 ára sögu sem byggir á þýskri varkárni og nákvæmni. Slíkt fyrirtæki færi vart að ganga til samstarfs við Silicor án þess að kanna viðskiptasögu og líklega hvers einasta einstaklings sem þar kemur að málum. Halda menn að nú þegar hið þýska félag ákveður að selja búnað fyrir 70 milljarða kr. til Íslands sé það ekki gert að vel ígrunduðu máli?Umræða byggi á staðreyndum Það er ljóst að uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga stendur á traustum grunni og nýtur stuðnings sterkra bakhjarla. Það er gott að virk umræða fari fram um verkefni sem þetta bæði í samfélaginu og viðskiptalífinu. Slík umræða verður þó að vera sanngjörn, upplýst og umfram allt byggja á staðreyndum. Við sem leitum eftir því að endurreisa atvinnulíf og opið hagkerfi á Íslandi eigum að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, sérstaklega ef þeir hafa jafn góð verkefni í huga og með jafn sterka bakhjarla og Silicor gerir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er í undirbúningi uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga, sem er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því ráðist var í byggingu álversins á Reyðarfirði. Þetta verkefni er hins vegar gjörólíkt; annars vegar er það fyrsta stóra verkefnið á sviði hátækniiðnaðar hér á landi og hins vegar verður verksmiðjan umhverfisvæn. Það hefur því verið áhugavert að fylgjast með umræðu um verkefnið að undanförnu. Þar hafa komið fram eðlilegar spurningar sem bæði varða umhverfisáhrif verksmiðjunnar en einnig illa grundvallaðar vangaveltur um áreiðanleika fyrirtækisins og verkefnisins.Umhverfisvæn verksmiðja Bæði opinberar eftirlitsstofnanir og virtir ráðgjafar á sviði umhverfismála hafa eytt öllum efasemdum um umhverfisáhrif verksmiðjunnar með því að staðfesta að hún verði umhverfisvæn og að hún falli vel að kröfum Íslendinga í þeim efnum. Þegar það lá fyrir fór umræðan að snúast um að efast um fyrirtækið Silicor Materials. Hefur þar verið talað um dökka fortíð fyrirtækisins, rætt er um kennitöluflakk og jafnvel ýjað að því að fyrirtækið hafi þurft að flýja Norður-Ameríku. Slíkur málflutningur stenst hins vegar enga skoðun.„Enn á sömu kennitölunni“ Á heimasíðu Silicor er saga fyrirtækisins rakin. Þar kemur fram að fyrirtækið byggir á grunni tveggja fyrirtækja sem runnu saman undir nýju nafni eins og algengt er þegar tvö fyrirtæki renna saman. Engu að síður hefur verið reynt að gera það tortryggilegt að fyrirtækið hafi tekið upp nýtt nafn við samrunann þrátt fyrir að það sé alvanalegt að slíkt sé gert, bæði á Íslandi og annars staðar. Félagið er „enn á sömu kennitölunni“ þrátt fyrir nafnabreytingar. Á heimasíðunni kemur einnig fram að vegna viðskiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína þurfti fyrirtækið að leita að stað utan Norður-Ameríku fyrir verksmiðju sína þar sem helsti markaðurinn fyrir framleiðslu fyrirtækisins er í Kína. Í umræðunni hefur einnig verið reynt að gera þetta tortryggilegt þrátt fyrir að augljóst sé að ekkert útflutningsfyrirtæki getur starfað ef 60% tollar eru inn á helsta markað þess.Umfangið kallar á könnun áreiðanleika Fram hefur komið að uppbygging verksmiðjunnar á Grundartanga felur í sér 120 milljarða króna fjárfestingu og mun það fjármagn koma að stærstum hluta að utan. Við sem störfum í viðskiptalífinu vitum að svo stórar fjárfestingar kalla á að áreiðanleiki verkefnisins og eigenda þess sé kannaður í þaula. Komið hefur fram í fjölmiðlum að danski lífeyrissjóðurinn ATP, einn af íhaldssamari lífeyrissjóðum Norðurlanda, hefur verið einn helsti bakhjarl þessa verkefnis undanfarin ár. Þá liggur einnig fyrir að verkefnið muni sækja lán sín til Þróunarbanka Þýskalands, KfW, og annarra þýskra fjármálastofnana sem þykja bæði íhaldssamar og kröfuharðar. Það að þessar fjármálastofnanir standi að baki verkefninu segir margt um móðurfélagið Silicor. Hvarflar það að einhverjum að slíkar fjármálastofnanir kanni ekki áreiðanleika félagsins og verkefna þess í þaula áður en þær ákveða að taka þátt í verkefni í lokuðu hagkerfi norður við íshaf? Einnig hefur komið fram að þýska stórfyrirtækið SMS Siemag hefur starfað náið með Silicor undanfarin fimm ár við að þróa þá tækni sem verksmiðjan mun byggja á og mun sjá henni fyrir öllum vélbúnaði. Um er að ræða fyrirtæki með 150 ára sögu sem byggir á þýskri varkárni og nákvæmni. Slíkt fyrirtæki færi vart að ganga til samstarfs við Silicor án þess að kanna viðskiptasögu og líklega hvers einasta einstaklings sem þar kemur að málum. Halda menn að nú þegar hið þýska félag ákveður að selja búnað fyrir 70 milljarða kr. til Íslands sé það ekki gert að vel ígrunduðu máli?Umræða byggi á staðreyndum Það er ljóst að uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga stendur á traustum grunni og nýtur stuðnings sterkra bakhjarla. Það er gott að virk umræða fari fram um verkefni sem þetta bæði í samfélaginu og viðskiptalífinu. Slík umræða verður þó að vera sanngjörn, upplýst og umfram allt byggja á staðreyndum. Við sem leitum eftir því að endurreisa atvinnulíf og opið hagkerfi á Íslandi eigum að bjóða erlenda fjárfesta velkomna, sérstaklega ef þeir hafa jafn góð verkefni í huga og með jafn sterka bakhjarla og Silicor gerir.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun