Fötlun íbúa skiptir ekki máli Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. maí 2015 12:00 Veittar voru upplýsingar fyrir fund íbúa í Seljahverfi um að ekki yrði athvarf fyrir fíkniefnaneytendur í Rangárseli 16-20. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Íbúar höfðu fengið upplýsingar fyrir fund þeirra að í íbúðakjarnanum að Rangárseli 16-20 yrði ekki athvarf fyrir fíkniefnaneytendur. Þær upplýsingar var ég búin að veita í gegnum vef íbúanna. Þeir fengu jafnframt upplýsingar um það á fundinum að fíkniefnaneytendur væru ekki markhópurinn.“ Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem sat fund íbúa í Seljahverfi í Seljakirkju í vikunni ásamt fleiri borgarfulltrúum. Íbúarnir boðuðu til fundarins til þess að ræða hvers eðlis starfsemin yrði á vegum yfirvalda í kjarnanum. „Ég kom þangað til að hlusta en ákvað að taka slaginn til að tryggja rétt fólks til heimilis í samfélagi við aðra. Þarna eru fimm íbúðir sem ætlaðar eru fólki sem þarf talsverða þjónustu. Þrátt fyrir upplýsingar sem íbúar höfðu fengið voru þeir búnir að álykta að þarna yrði fólk með ógnandi hegðun og í fíkniefnaneyslu. Það var fyrirfram búið að mótmæla veru þessa fólks. Starfsmaður kjarnans hafði á orði að það væri aldrei hægt að koma í veg fyrir að fólk neytti fíkniefna, hvorki þarna né annars staðar,“ segir Björk sem reiddist á fundinum. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst í færslu á Facebook ekki taka undir með þeim sem gagnrýnt hafi fundarhaldið enda mikilvægt fyrir borgarfulltrúa að fá að heyra sjónarmið íbúa milliliðalaust í svo viðkvæmu máli. Hann bendir á eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi borgarráðs: „Um árabil hefur verið rekinn íbúðakjarni fyrir fatlað fólk að Rangárseli 16-20 í góðri sátt við íbúa hverfisins. Nú standa yfir breytingar á fyrirkomulagi í húsinu og er meðal annars gert ráð fyrir breytingum á íbúahópi þess. Óskað er eftir upplýsingum um þessar breytingar og hvort þær áhyggjur íbúa hverfisins sem fram komu á opnum íbúafundi í Seljakirkju 20. maí síðastliðinn, hvort þarna verði íbúar sem með einhverjum hætti geti talist ógn við umhverfi sitt, eigi við rök að styðjast.“ Björk segist aldrei hafa mótmælt fundinum. Fólki eigi auðvitað rétt á að fá upplýsingar og sjálfsagt sé að halda fund. „Ég mótmælti hins vegar að kirkjan skyldi notuð í þessum tilgangi þegar svo virtist vera sem gefnar upplýsingar skiptu ekki máli, heldur að tala niður íbúana. Það skiptir ekki máli hvaða fötlun eða veikindi hrjá fólk þarna frekar en annars staðar. Ef svo er getum við farið að gefa út sjúkdómsgreiningar eftir heimilisföngum fólks,“ segir Björk. Haft hefur verið eftir nágrönnum að heimsóknir lögreglu að íbúðakjarnanum hafi verið tíðar. Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri segir slíkt undantekningatilvik. „Ég hef heimildir fyrir því að útköll þarna séu ekki fleiri en í öðrum hverfum í Reykjavík.“ Í bréfi frá velferðarsviði til yfirmanns á lögreglustöðinni í Kópavogi, sem einnig sinnir Breiðholti, er nefndur mögulegur fíkniefnavandi íbúa, að því er DV greinir frá. „Bréfið var sent til upplýsinga um hver aðkoman að húsinu væri,“ segir Stefán. Um mögulegan fíkniefnavanda segir hann: „Það er enginn íbúi sem er þarna núna í þeirri stöðu. Markhópurinn er ekki fíkniefnaneytendur.“ Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira
„Íbúar höfðu fengið upplýsingar fyrir fund þeirra að í íbúðakjarnanum að Rangárseli 16-20 yrði ekki athvarf fyrir fíkniefnaneytendur. Þær upplýsingar var ég búin að veita í gegnum vef íbúanna. Þeir fengu jafnframt upplýsingar um það á fundinum að fíkniefnaneytendur væru ekki markhópurinn.“ Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem sat fund íbúa í Seljahverfi í Seljakirkju í vikunni ásamt fleiri borgarfulltrúum. Íbúarnir boðuðu til fundarins til þess að ræða hvers eðlis starfsemin yrði á vegum yfirvalda í kjarnanum. „Ég kom þangað til að hlusta en ákvað að taka slaginn til að tryggja rétt fólks til heimilis í samfélagi við aðra. Þarna eru fimm íbúðir sem ætlaðar eru fólki sem þarf talsverða þjónustu. Þrátt fyrir upplýsingar sem íbúar höfðu fengið voru þeir búnir að álykta að þarna yrði fólk með ógnandi hegðun og í fíkniefnaneyslu. Það var fyrirfram búið að mótmæla veru þessa fólks. Starfsmaður kjarnans hafði á orði að það væri aldrei hægt að koma í veg fyrir að fólk neytti fíkniefna, hvorki þarna né annars staðar,“ segir Björk sem reiddist á fundinum. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst í færslu á Facebook ekki taka undir með þeim sem gagnrýnt hafi fundarhaldið enda mikilvægt fyrir borgarfulltrúa að fá að heyra sjónarmið íbúa milliliðalaust í svo viðkvæmu máli. Hann bendir á eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi borgarráðs: „Um árabil hefur verið rekinn íbúðakjarni fyrir fatlað fólk að Rangárseli 16-20 í góðri sátt við íbúa hverfisins. Nú standa yfir breytingar á fyrirkomulagi í húsinu og er meðal annars gert ráð fyrir breytingum á íbúahópi þess. Óskað er eftir upplýsingum um þessar breytingar og hvort þær áhyggjur íbúa hverfisins sem fram komu á opnum íbúafundi í Seljakirkju 20. maí síðastliðinn, hvort þarna verði íbúar sem með einhverjum hætti geti talist ógn við umhverfi sitt, eigi við rök að styðjast.“ Björk segist aldrei hafa mótmælt fundinum. Fólki eigi auðvitað rétt á að fá upplýsingar og sjálfsagt sé að halda fund. „Ég mótmælti hins vegar að kirkjan skyldi notuð í þessum tilgangi þegar svo virtist vera sem gefnar upplýsingar skiptu ekki máli, heldur að tala niður íbúana. Það skiptir ekki máli hvaða fötlun eða veikindi hrjá fólk þarna frekar en annars staðar. Ef svo er getum við farið að gefa út sjúkdómsgreiningar eftir heimilisföngum fólks,“ segir Björk. Haft hefur verið eftir nágrönnum að heimsóknir lögreglu að íbúðakjarnanum hafi verið tíðar. Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri segir slíkt undantekningatilvik. „Ég hef heimildir fyrir því að útköll þarna séu ekki fleiri en í öðrum hverfum í Reykjavík.“ Í bréfi frá velferðarsviði til yfirmanns á lögreglustöðinni í Kópavogi, sem einnig sinnir Breiðholti, er nefndur mögulegur fíkniefnavandi íbúa, að því er DV greinir frá. „Bréfið var sent til upplýsinga um hver aðkoman að húsinu væri,“ segir Stefán. Um mögulegan fíkniefnavanda segir hann: „Það er enginn íbúi sem er þarna núna í þeirri stöðu. Markhópurinn er ekki fíkniefnaneytendur.“
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira