Landspítali við Hringbraut Kristján Þór Júlíusson og Páll Matthíasson og Dagur B Eggertsson skrifa 4. september 2015 07:00 Víðtæk samstaða er um nauðsyn þess að endurnýja húsakost Landspítalans. Spítalinn nýtur trausts og velvildar landsmanna sem vilja hlúa að starfsemi hans. Vilji Alþingis er skýr og hefur verið staðfestur með lögum. Stefna borgarstjórnar liggur fyrir í samþykktu skipulagi. Kyrrstaðan hefur verið rofin, tími uppbyggingar er runninn upp. Uppbygging Landspítalans verður við Hringbraut. Mikil vinna var lögð í að finna þann stað sem best hentaði uppbyggingu og rekstri til framtíðar og fékkst niðurstaðan eftir yfirlegu og ítarlega skoðun fagfólks með breiða þekkingu á skipulagsmálum og spítalarekstri. Ólíkir hópar hafa endurmetið forsendur og skoðað staðarvalið frá ýmsum hliðum. Einkum þrír þættir hafa verið hafðir að leiðarljósi; gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og samstarf við aðrar mikilvægar stofnanir í nágrenninu. Niðurstaðan er alltaf sú sama – staðsetning við Hringbraut hefur þá kosti sem vega þyngst, hvort sem horft er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Niðurstöður í nýrri skýrslu KPMG þar sem rýnt var í gögn um kostnað og hagkvæmni þess að byggja við nýjar sjúkrahúsbyggingar við Hringbraut eru enn ein staðfestingin á þessu.Kostir uppbyggingar við Hringbraut Aðgengi: Aðkomuleiðir að Hringbrautarlóðinni hafa reynst bestar af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið. Aðgengi sjúklinga er gott og verður enn betra með uppbyggingu samgöngumiðstöðvar í túnfæti spítalans, líkt og skipulag gerir ráð fyrir. Um helmingur starfsfólks spítalans getur gengið eða hjólað til vinnu við Hringbraut á innan við 14 mínútum sem felur í sér mikið hagræði fyrir fólkið, spítalann og umhverfið. Meirihluti starfsmanna kemur til vinnu á undan aðaltoppi morgunumferðar. Landspítalinn vinnur að því að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænan ferðamáta, þ.e. koma í strætó, gangandi eða hjólandi. Hlutfallið er nú um fjórðungur og fer hækkandi. Þessi jákvæða þróun mun skipta miklu máli og auðvelda umferð við og í nágrenni spítalans. Hagkvæmni: Mikil hagkvæmni felst í uppbyggingu við Hringbraut í ljósi þeirrar staðreyndar að stærstur hluti húsakostsins sem þar er fyrir nýtist áfram, alls um 56.000 fermetrar. Þar vegur þungt nýlegt og vel búið húsnæði barnaspítalans sem kennt er við Hringinn. Annað staðarval krefst miklu fleiri nýbygginga með tilheyrandi kostnaðarauka. Ljúka þyrfti öllum byggingum áður en nýr spítali á nýjum stað gæti tekið til starfa. Slíkar aðstæður skapa þrýsting sem leiðir til enn frekari kostnaðarauka. Bið eftir bættum húsakosti Landspítala - sem þegar er orðin allt of löng – yrði miklu lengri ef leita þyrfti að nýrri lóð og vinna tilheyrandi skipulag, hanna nýjar byggingar og ný samgöngumannvirki og skipuleggja aðkomu á nýjum stað. Ljóst er að nýr spítali tæki ekki til starfa fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2030 ef hefja þyrfti undirbúningsferlið að nýju. Slíkt er ekki boðlegt, hvorki sjúklingum né starfsfólki. Nágrenni: Landspítali á í nánu samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og líftæknifyrirtæki sem nú eru að byggjast upp í nágrenni hans. Í því felast mikil tækifæri fyrir uppbyggingu Landspítala sem háskólasjúkrahúss landsins og nálægðin við þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skiptir verulegu máli.Hefjumst handa Stórar ákvarðanir sem varða ríka hagsmuni margra eru oft umdeildar. Ákvörðun um framtíðaruppbyggingu sjúkrahúss allra landsmanna er svo sannarlega stór og mikilvæg og því var viðbúið að skoðanir yrðu skiptar. Rík áhersla hefur verið lögð á það í ákvarðanaferlinu að vanda til verka og að eiga svör við allri málefnalegri gagnrýni. Niðurstaðan sem liggur fyrir er skýr og afdráttarlaus. Uppbygging við Hringbraut er skynsamleg og rétt niðurstaða. Þess vegna er mikilvægt að hefjast handa svo ljúka megi verkinu og endurbyggja þjóðarsjúkrahús Íslendinga sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Víðtæk samstaða er um nauðsyn þess að endurnýja húsakost Landspítalans. Spítalinn nýtur trausts og velvildar landsmanna sem vilja hlúa að starfsemi hans. Vilji Alþingis er skýr og hefur verið staðfestur með lögum. Stefna borgarstjórnar liggur fyrir í samþykktu skipulagi. Kyrrstaðan hefur verið rofin, tími uppbyggingar er runninn upp. Uppbygging Landspítalans verður við Hringbraut. Mikil vinna var lögð í að finna þann stað sem best hentaði uppbyggingu og rekstri til framtíðar og fékkst niðurstaðan eftir yfirlegu og ítarlega skoðun fagfólks með breiða þekkingu á skipulagsmálum og spítalarekstri. Ólíkir hópar hafa endurmetið forsendur og skoðað staðarvalið frá ýmsum hliðum. Einkum þrír þættir hafa verið hafðir að leiðarljósi; gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og samstarf við aðrar mikilvægar stofnanir í nágrenninu. Niðurstaðan er alltaf sú sama – staðsetning við Hringbraut hefur þá kosti sem vega þyngst, hvort sem horft er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Niðurstöður í nýrri skýrslu KPMG þar sem rýnt var í gögn um kostnað og hagkvæmni þess að byggja við nýjar sjúkrahúsbyggingar við Hringbraut eru enn ein staðfestingin á þessu.Kostir uppbyggingar við Hringbraut Aðgengi: Aðkomuleiðir að Hringbrautarlóðinni hafa reynst bestar af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið. Aðgengi sjúklinga er gott og verður enn betra með uppbyggingu samgöngumiðstöðvar í túnfæti spítalans, líkt og skipulag gerir ráð fyrir. Um helmingur starfsfólks spítalans getur gengið eða hjólað til vinnu við Hringbraut á innan við 14 mínútum sem felur í sér mikið hagræði fyrir fólkið, spítalann og umhverfið. Meirihluti starfsmanna kemur til vinnu á undan aðaltoppi morgunumferðar. Landspítalinn vinnur að því að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænan ferðamáta, þ.e. koma í strætó, gangandi eða hjólandi. Hlutfallið er nú um fjórðungur og fer hækkandi. Þessi jákvæða þróun mun skipta miklu máli og auðvelda umferð við og í nágrenni spítalans. Hagkvæmni: Mikil hagkvæmni felst í uppbyggingu við Hringbraut í ljósi þeirrar staðreyndar að stærstur hluti húsakostsins sem þar er fyrir nýtist áfram, alls um 56.000 fermetrar. Þar vegur þungt nýlegt og vel búið húsnæði barnaspítalans sem kennt er við Hringinn. Annað staðarval krefst miklu fleiri nýbygginga með tilheyrandi kostnaðarauka. Ljúka þyrfti öllum byggingum áður en nýr spítali á nýjum stað gæti tekið til starfa. Slíkar aðstæður skapa þrýsting sem leiðir til enn frekari kostnaðarauka. Bið eftir bættum húsakosti Landspítala - sem þegar er orðin allt of löng – yrði miklu lengri ef leita þyrfti að nýrri lóð og vinna tilheyrandi skipulag, hanna nýjar byggingar og ný samgöngumannvirki og skipuleggja aðkomu á nýjum stað. Ljóst er að nýr spítali tæki ekki til starfa fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2030 ef hefja þyrfti undirbúningsferlið að nýju. Slíkt er ekki boðlegt, hvorki sjúklingum né starfsfólki. Nágrenni: Landspítali á í nánu samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og líftæknifyrirtæki sem nú eru að byggjast upp í nágrenni hans. Í því felast mikil tækifæri fyrir uppbyggingu Landspítala sem háskólasjúkrahúss landsins og nálægðin við þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skiptir verulegu máli.Hefjumst handa Stórar ákvarðanir sem varða ríka hagsmuni margra eru oft umdeildar. Ákvörðun um framtíðaruppbyggingu sjúkrahúss allra landsmanna er svo sannarlega stór og mikilvæg og því var viðbúið að skoðanir yrðu skiptar. Rík áhersla hefur verið lögð á það í ákvarðanaferlinu að vanda til verka og að eiga svör við allri málefnalegri gagnrýni. Niðurstaðan sem liggur fyrir er skýr og afdráttarlaus. Uppbygging við Hringbraut er skynsamleg og rétt niðurstaða. Þess vegna er mikilvægt að hefjast handa svo ljúka megi verkinu og endurbyggja þjóðarsjúkrahús Íslendinga sem fyrst.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar