Skoðun

Þeir ríku, minna ríku og bráðkvöddu

Ísak Gabríel Regal skrifar
Það getur reynst erfitt að setja sig í spor annara. Viðkomandi getur verið náinn vinur eða vinkona, fjölskyldumeðlimur, eða einhver fullkomlega ókunnugur einstaklingur. Það er sama, að sjá hlutina frá sjónarhorni sem er ekki manns eigið er sjaldgæfur eiginleiki sem að alls ekki allir búa yfir. Þegar að maður metur auð og fátækt þá er það yfirleitt gert út frá manni sjálfum, s.s. þeirri reynslu sem að maður hefur gengið í gegnum á ævi sinni.

Af kommentum á netinu má dæma og orðum sem að fólk í kringum mig lætur falla frá degi til dags er mín reynsla sú að sambandið milli almennings og þeir allra ríkustu og tekjuhæstu í samfélaginu sé afar veikt, jafnvel óraunverulegt. Geta stórlaxarnir almennilega áttað sig á lífmátum þeirra sem að sanka að sér aumum 200 þúsund krónum á mánuði og skammta allar máltíðirnar sínar?

Mér finnst ekki. Sambandið er rofið. Því er ekki furða að þeir kaupi sér freka nýja glæsikerru en að leggja meiri pening í örorkubætur, menntakerfið, og lækkun á bókaskatti. Svo er annað, hvað veit fólk um stríð og dauða sem að hefur aldrei upplifað stríð og dauða? Mér heyrist á sumum að flóttafólk sem að veit ekki af nokkrum stað til að fara á sé aðeins óboðnir gestir í vorra landi, eins og silfurskottur sem að skríða á milli flísanna á baðherbergisgólfinu hjá okkur. Því er eins auðvelt að neita þeim um aðsetur og að kremja skordýr.

Þau eiga einfaldlega ekki rétt á því að vera hérna eins og sumir sem að koma ekki beint frá stríðshrjáðum löndum. Svo eru þeir sem að telja alla í heimalandinu vera með nóg á sinni könnu og ómögulegt sé að hjálpa utanaðkomandi aðilum. Það sé einfaldlega ekki til aukið húsaskjól,  vatn, matur, klæðnaður og fleiri nauðsynjar. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort að maður sé góðhjörtuð manneskja eða ekki.

Ég borða dýr af bestu lyst, flokka ekki ruslið mitt og syndga daginn út og daginn inn. Mér finnst bara svo hrokafullt og stefnulaust að setja sig í kóngastólinn og banna fólki að stíga fæti inn í landið. Hvað höfum við áunnið okkur til að segja til um hver má koma og ekki koma til Íslands? Að sjálfsögðu er mörgum illa við ákveðið fólk, oft á tíðum stafar það af ótta við öðruvísi litarhætti, trúarbrögð, eða menningarheima og allir hafa sínar skoðanir en hvað leiða þær af sér skil ég ekki, og mun líklegast aldrei skilja.

 

Gagnslausar rökleysur og vísindalegar rangfærslur um hreint og óhreint blóð rata ekki inn í heilabúið mitt sem og ótti við aðra menningarhópa; segjum sem svo að Ísland hleypi inn þúsund flóttamönnum inn í 300.000 manna þjóð þýðir það þá að dagar mínir af því að sofna yfir Ísland Got Talent í uppáhalds Tottenham treyjunni minni með BBQ kjúklingasósu í hálsmálinu séu taldir? Nú segji ég stopp. Ef að þessi pistill móðgar þig að þá máttu að líta inn á við og reyna að átta þig á því hvað það er við þessa umræðu sem að hræðir þig svona og lætur þig skjálfa á beinunum við tilhugsunina um útlenskt flóttafólk á íslenskum landamærum.




Skoðun

Skoðun

Biskupsval

Sigfinnur Þorleifsson,Vigfús Bjarni Albertsson skrifar

Sjá meira


×