Fótbolti

Vilja framlengja samning Guardiola

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guardiola, í rifnum buxum, ræðir við sína menn í leiknum gegn Porto í vikunni.
Guardiola, í rifnum buxum, ræðir við sína menn í leiknum gegn Porto í vikunni. Vísir/Getty
Forráðamenn þýska félagsins Bayern München vilja framlengja samning þess við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. Núverandi samningur Spánverjans rennur út árið 2016.

Enskir fjölmiðlar hafa fullyrt að Manchester City hafi áhuga á að fá Guardiola til starfa hjá sér eftir að samningurinn við þýska stórveldið rennur út.

Forráðamenn City eru sagðir óánægðir með störf Manuel Pellegrini en að þeir séu tilbúnir að bíða eftir Guardiola með tímabundinni ráðningu knattspyrnustjóra fyrir næsta tímabil.

„Markmiðið er að framlengja samning Guardiola og ég tel góðar líkur á því að hann verði stjóri hér lengur en til 2016,“ sagði Karl-Heinz Rumminigge, stjórnarformaður Bayern.

Hann hefur ekki áhyggjur af tengslum Guardiola við Txiki Begiristain, fyrrum félaga sinn hjá Barcelona sem er nú yfirmaður íþróttamála hjá City.

„Ég hef ekki áhyggjur af því og þetta sannar bara hversu hæfur stjórinn okkar er. Ég veit að þeir unnu saman en ég get ekki ímyndað mér að Pep fari til félags eins og Manchester City.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×