Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2015 07:00 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu á EM. Vísir/Getty Sterkt lið KR-inga í Dominos-deild karla í körfubolta varð enn þá óárennilegra í gær þegar einn besti leikstjórnandi landsins, Ægir Þór Steinarsson, skrifaði undir samning við Íslandsmeistarana. Ægir hefur spilað undanfarin tímabil í sænsku deildinni en nú ætlar að hann að skipta út gula Fjölnislitnum fyrir svart-hvítan búning KR-inga. „Ég get alveg búist við því að einhverjir Fjölnisbúningar merktir mér verði kannski brenndir hér í Voginum,“ segir Ægir hlæjandi en bætir svo við: „Svona er bara boltinn. Ég er gríðarlega sáttur við það að hafa tekið þessa ákvörðun. Það verða alveg örugglega einhverjir sárir en þetta snýst bara um mig sjálfan og það sem ég vil gera. Ég vil vera partur af þessu batteríi.“ Ægir spilaði síðast heilt tímabil hér á landi 2010-11 en þá var hann með 16,1 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn gaf þá fleiri stoðsendingar í deildinni. „Þeir sýndu áhuga snemma sumars og ég hafði það alltaf í huga þó svo að markmiðið hjá mér hafi alltaf verið að spila úti. Það er ekki raunin þetta árið og þá langaði mig bara að taka slaginn með KR og reyna mig í því krefjandi verkefni að spila með Íslandsmeisturunum í frábæru liði, í frábærri umgjörð og fyrir frábæran þjálfara,“ segir hann. Ægir er nýkominn heim frá Evrópumótinu í körfubolta, þar sem hann stóð sig vel þær mínútur sem hann fékk að glíma við risana hjá mótherjum íslenska liðsins. Nú fær hann að kynnast hinni hliðinni því það verður mikil pressa á KR-liðinu í vetur, ekki síst eftir að Vesturbæingar nældu í einn eftirsóttasta íslenska leikmanninum á markaðnum.Var alltaf „extra“ tilbúinn á móti KR „Ástæðan fyrir því að ég er að fara í Vesturbæinn er að þar er umhverfi sem maður vill vera í og þar er krafan um árangur. Nú vill maður taka þeirri áskorun. Það er ekkert skrítið að allir vilji vinna KR, liðið sem er búið að vinna síðustu tvö ár. Ég veit það sjálfur að þegar maður hefur mætt KR í gegnum tíðina þá hefur maður verið „extra“ tilbúinn. Það er frábært að vera í þannig umhverfi. Ég er í þessu til að vinna titla og skapa einhverjar minningar sem munu verða ógleymanlegar,“ segir hann. Ægir spilaði í tvö ár með Sundsvall Dragons og sér fram á svipað hlutverk hjá KR. „Ég hef verið varnarsinnaður og sem leikstjórnandi að stjórna sóknarleiknum. Ég hef alveg tileinkað mér það hlutverk og það mun ekkert breytast út í KR.“Samvinna við Pavel Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig samvinnu landsliðsmannanna Pavels Ermolinskij og Ægis verður háttað á komandi tímabili. Þeir ræddu framhaldið á dauðum tímum með landsliðinu í sumar. „Pavel er í KR og við höfum rætt mikið saman um hvernig við ætlum að hafa þetta. Maður veit það vel að Pavel hefur verið í þessari stöðu í KR-liðinu. Það er ákveðin samvinna sem verður þar við lýði. Breiddin í KR-liðinu er þannig að það eru margir sem geta gert margt. Við erum allir þannig leikmenn að við finnum út hvernig við virkum best sem ein heild. Þetta verður því lítið mál,“ segir hann. Ægir fékk smá pásu eftir Evrópumótið í Berlín en byrjaði á fullu að æfa í gær. „Ég er nýbúinn að ná aftur báðum fótum niður á jörðina eftir þennan rússíbana. Ég er orðinn hungraður í það að byrja aftur og halda áfram,“ sagði Ægir spenntur fyrir komandi tímabili. Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira
Sterkt lið KR-inga í Dominos-deild karla í körfubolta varð enn þá óárennilegra í gær þegar einn besti leikstjórnandi landsins, Ægir Þór Steinarsson, skrifaði undir samning við Íslandsmeistarana. Ægir hefur spilað undanfarin tímabil í sænsku deildinni en nú ætlar að hann að skipta út gula Fjölnislitnum fyrir svart-hvítan búning KR-inga. „Ég get alveg búist við því að einhverjir Fjölnisbúningar merktir mér verði kannski brenndir hér í Voginum,“ segir Ægir hlæjandi en bætir svo við: „Svona er bara boltinn. Ég er gríðarlega sáttur við það að hafa tekið þessa ákvörðun. Það verða alveg örugglega einhverjir sárir en þetta snýst bara um mig sjálfan og það sem ég vil gera. Ég vil vera partur af þessu batteríi.“ Ægir spilaði síðast heilt tímabil hér á landi 2010-11 en þá var hann með 16,1 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn gaf þá fleiri stoðsendingar í deildinni. „Þeir sýndu áhuga snemma sumars og ég hafði það alltaf í huga þó svo að markmiðið hjá mér hafi alltaf verið að spila úti. Það er ekki raunin þetta árið og þá langaði mig bara að taka slaginn með KR og reyna mig í því krefjandi verkefni að spila með Íslandsmeisturunum í frábæru liði, í frábærri umgjörð og fyrir frábæran þjálfara,“ segir hann. Ægir er nýkominn heim frá Evrópumótinu í körfubolta, þar sem hann stóð sig vel þær mínútur sem hann fékk að glíma við risana hjá mótherjum íslenska liðsins. Nú fær hann að kynnast hinni hliðinni því það verður mikil pressa á KR-liðinu í vetur, ekki síst eftir að Vesturbæingar nældu í einn eftirsóttasta íslenska leikmanninum á markaðnum.Var alltaf „extra“ tilbúinn á móti KR „Ástæðan fyrir því að ég er að fara í Vesturbæinn er að þar er umhverfi sem maður vill vera í og þar er krafan um árangur. Nú vill maður taka þeirri áskorun. Það er ekkert skrítið að allir vilji vinna KR, liðið sem er búið að vinna síðustu tvö ár. Ég veit það sjálfur að þegar maður hefur mætt KR í gegnum tíðina þá hefur maður verið „extra“ tilbúinn. Það er frábært að vera í þannig umhverfi. Ég er í þessu til að vinna titla og skapa einhverjar minningar sem munu verða ógleymanlegar,“ segir hann. Ægir spilaði í tvö ár með Sundsvall Dragons og sér fram á svipað hlutverk hjá KR. „Ég hef verið varnarsinnaður og sem leikstjórnandi að stjórna sóknarleiknum. Ég hef alveg tileinkað mér það hlutverk og það mun ekkert breytast út í KR.“Samvinna við Pavel Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig samvinnu landsliðsmannanna Pavels Ermolinskij og Ægis verður háttað á komandi tímabili. Þeir ræddu framhaldið á dauðum tímum með landsliðinu í sumar. „Pavel er í KR og við höfum rætt mikið saman um hvernig við ætlum að hafa þetta. Maður veit það vel að Pavel hefur verið í þessari stöðu í KR-liðinu. Það er ákveðin samvinna sem verður þar við lýði. Breiddin í KR-liðinu er þannig að það eru margir sem geta gert margt. Við erum allir þannig leikmenn að við finnum út hvernig við virkum best sem ein heild. Þetta verður því lítið mál,“ segir hann. Ægir fékk smá pásu eftir Evrópumótið í Berlín en byrjaði á fullu að æfa í gær. „Ég er nýbúinn að ná aftur báðum fótum niður á jörðina eftir þennan rússíbana. Ég er orðinn hungraður í það að byrja aftur og halda áfram,“ sagði Ægir spenntur fyrir komandi tímabili.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira