Til varnar kaupaukakerfi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 7. janúar 2015 10:30 Á síðasta ári lagði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræður urðu um einn þátt þessa frumvarps er laut að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eða bónuskerfi. Til stóð að slaka örlítið á einum ströngustu takmörkunum á kaupaukum sem þekkjast í hinum vestræna heimi og færa gildandi reglur nær viðmiðum Evrópusambandsins. Annálaðir álitsgjafar risu þá upp á afturlappirnar, mótmæltu hugmyndum þessum harðlega og dylgjuðu jafnvel um að annarlegar hvatir lægju að baki tillögu ráðherra.Málefnalega umræðu skortir Eftir hrun hefur lítið farið fyrir málefnalegri umræðu um kaupaukakerfi eða íhlutun löggjafans í tilhögun þessara kerfa. Þess í stað hafa fjölmiðlar og álitsgjafar barist gegn því að starfsmenn einkafyrirtækja, sem auka verðmæti hlutaðeigandi fyrirtækja, fái sanngjarna hlutdeild í þeirri aukningu. Krossferð þeirra sem svo tala er óskiljanleg.Afskipti löggjafa slæm Það er bæði óskynsamlegt og óeðlilegt að löggjafinn hlutist til um ráðningarkjör einkafyrirtækja. Markmið kaupaukakerfa er að skapa hvata fyrir starfsmenn til að auka verðmætasköpun fyrirtækis. Hvort þetta takist veltur auðvitað að meginstefnu til á því hvernig tekst til með hönnun slíks kerfis og hún á að sjálfsögðu að vera á ábyrgð hlutaðeigandi fyrirtækja. Fyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvernig beri að haga kerfinu þannig að ákjósanlegu markmiði verði náð. Staðlað kerfi fyrir alla, hannað af löggjafanum, mun missa marks.Hver á að njóta aukins ábata? Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. Svo virðist sem þessum aðilum þætti raunar farsælast að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu lág laun og engar væntingar um kaupauka. Eðlilegt er að álykta að þeir vilji þá að hluthafar fái alla verðmætasköpun hlutaðeigandi fyrirtækja, þar sem aukin verðmætasköpun má hvorki fara í hærri laun né kaupauka starfsmanna. Miðað við orðræðuna verður þeirrar skoðunar þó varla vart. Orðræða álitsgjafanna virðist því miður sú að enginn skuli fá hin auknu verðmæti sem verða til við betri rekstur – þá verða álitsgjafarnir fyrst sáttir. Því miður fékk tillaga fjármálaráðherra ekki þinglega meðferð á liðnu ári. Tilefni er því til að skora á ráðherra að taka fyrri tillögu til endurskoðunar og mæla fyrir aukinni tilslökun takmarkana á kaupaukagreiðslum, þannig að auka megi frelsi einkafyrirtækja til ábata fyrir fyrirtækin, starfsmenn þeirra og samfélagið í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári lagði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræður urðu um einn þátt þessa frumvarps er laut að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eða bónuskerfi. Til stóð að slaka örlítið á einum ströngustu takmörkunum á kaupaukum sem þekkjast í hinum vestræna heimi og færa gildandi reglur nær viðmiðum Evrópusambandsins. Annálaðir álitsgjafar risu þá upp á afturlappirnar, mótmæltu hugmyndum þessum harðlega og dylgjuðu jafnvel um að annarlegar hvatir lægju að baki tillögu ráðherra.Málefnalega umræðu skortir Eftir hrun hefur lítið farið fyrir málefnalegri umræðu um kaupaukakerfi eða íhlutun löggjafans í tilhögun þessara kerfa. Þess í stað hafa fjölmiðlar og álitsgjafar barist gegn því að starfsmenn einkafyrirtækja, sem auka verðmæti hlutaðeigandi fyrirtækja, fái sanngjarna hlutdeild í þeirri aukningu. Krossferð þeirra sem svo tala er óskiljanleg.Afskipti löggjafa slæm Það er bæði óskynsamlegt og óeðlilegt að löggjafinn hlutist til um ráðningarkjör einkafyrirtækja. Markmið kaupaukakerfa er að skapa hvata fyrir starfsmenn til að auka verðmætasköpun fyrirtækis. Hvort þetta takist veltur auðvitað að meginstefnu til á því hvernig tekst til með hönnun slíks kerfis og hún á að sjálfsögðu að vera á ábyrgð hlutaðeigandi fyrirtækja. Fyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvernig beri að haga kerfinu þannig að ákjósanlegu markmiði verði náð. Staðlað kerfi fyrir alla, hannað af löggjafanum, mun missa marks.Hver á að njóta aukins ábata? Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. Svo virðist sem þessum aðilum þætti raunar farsælast að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu lág laun og engar væntingar um kaupauka. Eðlilegt er að álykta að þeir vilji þá að hluthafar fái alla verðmætasköpun hlutaðeigandi fyrirtækja, þar sem aukin verðmætasköpun má hvorki fara í hærri laun né kaupauka starfsmanna. Miðað við orðræðuna verður þeirrar skoðunar þó varla vart. Orðræða álitsgjafanna virðist því miður sú að enginn skuli fá hin auknu verðmæti sem verða til við betri rekstur – þá verða álitsgjafarnir fyrst sáttir. Því miður fékk tillaga fjármálaráðherra ekki þinglega meðferð á liðnu ári. Tilefni er því til að skora á ráðherra að taka fyrri tillögu til endurskoðunar og mæla fyrir aukinni tilslökun takmarkana á kaupaukagreiðslum, þannig að auka megi frelsi einkafyrirtækja til ábata fyrir fyrirtækin, starfsmenn þeirra og samfélagið í heild.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun