Fyrirliði Þýskalands: Dagur komið með margar góðar breytingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2015 06:30 Uwe Gensheimer er einn besti vinstri hornamaður heimsins og hefur verið um árabil. vísir/getty Þýska landsliðið hélt af landi brott í gær eftir stutta dvöl hér á landi þar sem liðið lék tvo æfingaleiki gegn Íslandi. Um leið nýtti Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, ferðina til þess að þjappa hópnum saman áður en alvaran tekur við í Katar um miðjan mánuðinn. „Hingað til hefur allt verið mjög jákvætt undir stjórn Dags,“ sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska liðsins og leikmaður Rhein-Neckar Löwen, í samtali við Fréttablaðið eftir síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Ísland vann þá með eins marks mun en Þjóðverjar unnu fyrri leikinn sannfærandi. „Þetta er núna í þriðja sinn sem liðið kemur saman undir hans stjórn og okkur gekk vel í haust. Við unnum báða leikina okkar í undankeppni EM og þó svo að hann hafi verið með okkur í skamman tíma má þegar merkja ýmis áhrif hans á liðið. Hann fann auðvitað ekki handboltann upp á nýtt en hefur komið með margar litlar breytingar sem eru af hinu góða,“ segir Gensheimer. Þýskaland hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, eða allt frá því að liðið endaði í tíunda sæti á EM í Austurríki árið 2010. Dagur var þá þjálfari Austurríkis sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í sautján ár og kom gríðarlega á óvart með því að enda í níunda sæti.vísir/gettyVæntingarnar ekki of miklar Ef frá er talið HM á Spáni árið 2013, þar sem Þjóðverjar enduðu í fimmta sæti, hefur árangur liðsins valdið vonbrigðum. Þjóðverjar komust hvorki inn á Ólympíuleikana 2012 né EM 2014 og töpuðu þar að auki í undankeppni HM í Katar fyrir Póllandi. Liðinu var þó hleypt inn á mótið sem kunnugt er eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. „Besta leiðin til að efla sjálfstraustið í liðinu er að vinna leiki. Við unnum tvo leiki í haust sem var gott og sigurinn í fyrri leiknum gegn Íslandi sömuleiðis. Og þó svo að við töpuðum seinni leiknum var heilmargt jákvætt í gangi við okkar leik.“ Þýska úrvalsdeildin er sú sterkasta í heimi og óhætt að fullyrða að eitt sterkasta vígi handboltans sé þar í landi. Það eru því ávallt gerðar miklar kröfur til landsliðsins en Gensheimer segir að þeim hafi nú verið stillt í hóf. „Við erum ekki í hópi sigurstranglegustu þjóðanna og væntingarnar eru að mínu mati ekki of miklar. Við höfum núna tækifæri til að vinna okkur upp úr ákveðinni lægð og ég tel það gott fyrir okkar unga lið. Ég vona að við getum komið fólkinu heima á óvart með frammistöðu okkar í Katar.“vísir/gettyÍsland er handboltaþjóð Gensheimer þekkir afar vel til íslensks handbolta enda var hann lengi með Guðmund Guðmundsson sem þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen auk þess sem að hann hefur spilað með mörgum íslenskum handboltamönnum – Ólafi Stefánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Alexander Peterssyni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni. „Þegar maður gerir sér grein fyrir því hversu fáir íbúar eru á Íslandi og hversu margir íslenskir leikmenn eru í þýsku úrvalsdeildinni – bestu deild heims – þá er maður fljótur að átta sig á því að Ísland er handboltaþjóð. Ég hef líka kynnst því sjálfur í gegnum þá leikmenn sem ég hef spilað með, að handboltinn er hluti af íslensku þjóðinni. Það skín í gegn í skapgerð leikmannanna.“ Þýskaland mætir næst Tékklandi í tveimur æfingaleikjum á heimavelli áður en liðið heldur svo til Katar. HM hefst 15. janúar en lærisveinar Dags mæta Póllandi, sem vann einmitt Þjóðverja í undankeppni mótsins, í fyrsta leik degi síðar. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Þýska landsliðið hélt af landi brott í gær eftir stutta dvöl hér á landi þar sem liðið lék tvo æfingaleiki gegn Íslandi. Um leið nýtti Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, ferðina til þess að þjappa hópnum saman áður en alvaran tekur við í Katar um miðjan mánuðinn. „Hingað til hefur allt verið mjög jákvætt undir stjórn Dags,“ sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska liðsins og leikmaður Rhein-Neckar Löwen, í samtali við Fréttablaðið eftir síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Ísland vann þá með eins marks mun en Þjóðverjar unnu fyrri leikinn sannfærandi. „Þetta er núna í þriðja sinn sem liðið kemur saman undir hans stjórn og okkur gekk vel í haust. Við unnum báða leikina okkar í undankeppni EM og þó svo að hann hafi verið með okkur í skamman tíma má þegar merkja ýmis áhrif hans á liðið. Hann fann auðvitað ekki handboltann upp á nýtt en hefur komið með margar litlar breytingar sem eru af hinu góða,“ segir Gensheimer. Þýskaland hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, eða allt frá því að liðið endaði í tíunda sæti á EM í Austurríki árið 2010. Dagur var þá þjálfari Austurríkis sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í sautján ár og kom gríðarlega á óvart með því að enda í níunda sæti.vísir/gettyVæntingarnar ekki of miklar Ef frá er talið HM á Spáni árið 2013, þar sem Þjóðverjar enduðu í fimmta sæti, hefur árangur liðsins valdið vonbrigðum. Þjóðverjar komust hvorki inn á Ólympíuleikana 2012 né EM 2014 og töpuðu þar að auki í undankeppni HM í Katar fyrir Póllandi. Liðinu var þó hleypt inn á mótið sem kunnugt er eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. „Besta leiðin til að efla sjálfstraustið í liðinu er að vinna leiki. Við unnum tvo leiki í haust sem var gott og sigurinn í fyrri leiknum gegn Íslandi sömuleiðis. Og þó svo að við töpuðum seinni leiknum var heilmargt jákvætt í gangi við okkar leik.“ Þýska úrvalsdeildin er sú sterkasta í heimi og óhætt að fullyrða að eitt sterkasta vígi handboltans sé þar í landi. Það eru því ávallt gerðar miklar kröfur til landsliðsins en Gensheimer segir að þeim hafi nú verið stillt í hóf. „Við erum ekki í hópi sigurstranglegustu þjóðanna og væntingarnar eru að mínu mati ekki of miklar. Við höfum núna tækifæri til að vinna okkur upp úr ákveðinni lægð og ég tel það gott fyrir okkar unga lið. Ég vona að við getum komið fólkinu heima á óvart með frammistöðu okkar í Katar.“vísir/gettyÍsland er handboltaþjóð Gensheimer þekkir afar vel til íslensks handbolta enda var hann lengi með Guðmund Guðmundsson sem þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen auk þess sem að hann hefur spilað með mörgum íslenskum handboltamönnum – Ólafi Stefánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Alexander Peterssyni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni. „Þegar maður gerir sér grein fyrir því hversu fáir íbúar eru á Íslandi og hversu margir íslenskir leikmenn eru í þýsku úrvalsdeildinni – bestu deild heims – þá er maður fljótur að átta sig á því að Ísland er handboltaþjóð. Ég hef líka kynnst því sjálfur í gegnum þá leikmenn sem ég hef spilað með, að handboltinn er hluti af íslensku þjóðinni. Það skín í gegn í skapgerð leikmannanna.“ Þýskaland mætir næst Tékklandi í tveimur æfingaleikjum á heimavelli áður en liðið heldur svo til Katar. HM hefst 15. janúar en lærisveinar Dags mæta Póllandi, sem vann einmitt Þjóðverja í undankeppni mótsins, í fyrsta leik degi síðar.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52