Fyrirliði Þýskalands: Dagur komið með margar góðar breytingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2015 06:30 Uwe Gensheimer er einn besti vinstri hornamaður heimsins og hefur verið um árabil. vísir/getty Þýska landsliðið hélt af landi brott í gær eftir stutta dvöl hér á landi þar sem liðið lék tvo æfingaleiki gegn Íslandi. Um leið nýtti Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, ferðina til þess að þjappa hópnum saman áður en alvaran tekur við í Katar um miðjan mánuðinn. „Hingað til hefur allt verið mjög jákvætt undir stjórn Dags,“ sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska liðsins og leikmaður Rhein-Neckar Löwen, í samtali við Fréttablaðið eftir síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Ísland vann þá með eins marks mun en Þjóðverjar unnu fyrri leikinn sannfærandi. „Þetta er núna í þriðja sinn sem liðið kemur saman undir hans stjórn og okkur gekk vel í haust. Við unnum báða leikina okkar í undankeppni EM og þó svo að hann hafi verið með okkur í skamman tíma má þegar merkja ýmis áhrif hans á liðið. Hann fann auðvitað ekki handboltann upp á nýtt en hefur komið með margar litlar breytingar sem eru af hinu góða,“ segir Gensheimer. Þýskaland hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, eða allt frá því að liðið endaði í tíunda sæti á EM í Austurríki árið 2010. Dagur var þá þjálfari Austurríkis sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í sautján ár og kom gríðarlega á óvart með því að enda í níunda sæti.vísir/gettyVæntingarnar ekki of miklar Ef frá er talið HM á Spáni árið 2013, þar sem Þjóðverjar enduðu í fimmta sæti, hefur árangur liðsins valdið vonbrigðum. Þjóðverjar komust hvorki inn á Ólympíuleikana 2012 né EM 2014 og töpuðu þar að auki í undankeppni HM í Katar fyrir Póllandi. Liðinu var þó hleypt inn á mótið sem kunnugt er eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. „Besta leiðin til að efla sjálfstraustið í liðinu er að vinna leiki. Við unnum tvo leiki í haust sem var gott og sigurinn í fyrri leiknum gegn Íslandi sömuleiðis. Og þó svo að við töpuðum seinni leiknum var heilmargt jákvætt í gangi við okkar leik.“ Þýska úrvalsdeildin er sú sterkasta í heimi og óhætt að fullyrða að eitt sterkasta vígi handboltans sé þar í landi. Það eru því ávallt gerðar miklar kröfur til landsliðsins en Gensheimer segir að þeim hafi nú verið stillt í hóf. „Við erum ekki í hópi sigurstranglegustu þjóðanna og væntingarnar eru að mínu mati ekki of miklar. Við höfum núna tækifæri til að vinna okkur upp úr ákveðinni lægð og ég tel það gott fyrir okkar unga lið. Ég vona að við getum komið fólkinu heima á óvart með frammistöðu okkar í Katar.“vísir/gettyÍsland er handboltaþjóð Gensheimer þekkir afar vel til íslensks handbolta enda var hann lengi með Guðmund Guðmundsson sem þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen auk þess sem að hann hefur spilað með mörgum íslenskum handboltamönnum – Ólafi Stefánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Alexander Peterssyni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni. „Þegar maður gerir sér grein fyrir því hversu fáir íbúar eru á Íslandi og hversu margir íslenskir leikmenn eru í þýsku úrvalsdeildinni – bestu deild heims – þá er maður fljótur að átta sig á því að Ísland er handboltaþjóð. Ég hef líka kynnst því sjálfur í gegnum þá leikmenn sem ég hef spilað með, að handboltinn er hluti af íslensku þjóðinni. Það skín í gegn í skapgerð leikmannanna.“ Þýskaland mætir næst Tékklandi í tveimur æfingaleikjum á heimavelli áður en liðið heldur svo til Katar. HM hefst 15. janúar en lærisveinar Dags mæta Póllandi, sem vann einmitt Þjóðverja í undankeppni mótsins, í fyrsta leik degi síðar. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sjá meira
Þýska landsliðið hélt af landi brott í gær eftir stutta dvöl hér á landi þar sem liðið lék tvo æfingaleiki gegn Íslandi. Um leið nýtti Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, ferðina til þess að þjappa hópnum saman áður en alvaran tekur við í Katar um miðjan mánuðinn. „Hingað til hefur allt verið mjög jákvætt undir stjórn Dags,“ sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska liðsins og leikmaður Rhein-Neckar Löwen, í samtali við Fréttablaðið eftir síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Ísland vann þá með eins marks mun en Þjóðverjar unnu fyrri leikinn sannfærandi. „Þetta er núna í þriðja sinn sem liðið kemur saman undir hans stjórn og okkur gekk vel í haust. Við unnum báða leikina okkar í undankeppni EM og þó svo að hann hafi verið með okkur í skamman tíma má þegar merkja ýmis áhrif hans á liðið. Hann fann auðvitað ekki handboltann upp á nýtt en hefur komið með margar litlar breytingar sem eru af hinu góða,“ segir Gensheimer. Þýskaland hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, eða allt frá því að liðið endaði í tíunda sæti á EM í Austurríki árið 2010. Dagur var þá þjálfari Austurríkis sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í sautján ár og kom gríðarlega á óvart með því að enda í níunda sæti.vísir/gettyVæntingarnar ekki of miklar Ef frá er talið HM á Spáni árið 2013, þar sem Þjóðverjar enduðu í fimmta sæti, hefur árangur liðsins valdið vonbrigðum. Þjóðverjar komust hvorki inn á Ólympíuleikana 2012 né EM 2014 og töpuðu þar að auki í undankeppni HM í Katar fyrir Póllandi. Liðinu var þó hleypt inn á mótið sem kunnugt er eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. „Besta leiðin til að efla sjálfstraustið í liðinu er að vinna leiki. Við unnum tvo leiki í haust sem var gott og sigurinn í fyrri leiknum gegn Íslandi sömuleiðis. Og þó svo að við töpuðum seinni leiknum var heilmargt jákvætt í gangi við okkar leik.“ Þýska úrvalsdeildin er sú sterkasta í heimi og óhætt að fullyrða að eitt sterkasta vígi handboltans sé þar í landi. Það eru því ávallt gerðar miklar kröfur til landsliðsins en Gensheimer segir að þeim hafi nú verið stillt í hóf. „Við erum ekki í hópi sigurstranglegustu þjóðanna og væntingarnar eru að mínu mati ekki of miklar. Við höfum núna tækifæri til að vinna okkur upp úr ákveðinni lægð og ég tel það gott fyrir okkar unga lið. Ég vona að við getum komið fólkinu heima á óvart með frammistöðu okkar í Katar.“vísir/gettyÍsland er handboltaþjóð Gensheimer þekkir afar vel til íslensks handbolta enda var hann lengi með Guðmund Guðmundsson sem þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen auk þess sem að hann hefur spilað með mörgum íslenskum handboltamönnum – Ólafi Stefánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Alexander Peterssyni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni. „Þegar maður gerir sér grein fyrir því hversu fáir íbúar eru á Íslandi og hversu margir íslenskir leikmenn eru í þýsku úrvalsdeildinni – bestu deild heims – þá er maður fljótur að átta sig á því að Ísland er handboltaþjóð. Ég hef líka kynnst því sjálfur í gegnum þá leikmenn sem ég hef spilað með, að handboltinn er hluti af íslensku þjóðinni. Það skín í gegn í skapgerð leikmannanna.“ Þýskaland mætir næst Tékklandi í tveimur æfingaleikjum á heimavelli áður en liðið heldur svo til Katar. HM hefst 15. janúar en lærisveinar Dags mæta Póllandi, sem vann einmitt Þjóðverja í undankeppni mótsins, í fyrsta leik degi síðar.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52