Fyrirliði Þýskalands: Dagur komið með margar góðar breytingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2015 06:30 Uwe Gensheimer er einn besti vinstri hornamaður heimsins og hefur verið um árabil. vísir/getty Þýska landsliðið hélt af landi brott í gær eftir stutta dvöl hér á landi þar sem liðið lék tvo æfingaleiki gegn Íslandi. Um leið nýtti Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, ferðina til þess að þjappa hópnum saman áður en alvaran tekur við í Katar um miðjan mánuðinn. „Hingað til hefur allt verið mjög jákvætt undir stjórn Dags,“ sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska liðsins og leikmaður Rhein-Neckar Löwen, í samtali við Fréttablaðið eftir síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Ísland vann þá með eins marks mun en Þjóðverjar unnu fyrri leikinn sannfærandi. „Þetta er núna í þriðja sinn sem liðið kemur saman undir hans stjórn og okkur gekk vel í haust. Við unnum báða leikina okkar í undankeppni EM og þó svo að hann hafi verið með okkur í skamman tíma má þegar merkja ýmis áhrif hans á liðið. Hann fann auðvitað ekki handboltann upp á nýtt en hefur komið með margar litlar breytingar sem eru af hinu góða,“ segir Gensheimer. Þýskaland hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, eða allt frá því að liðið endaði í tíunda sæti á EM í Austurríki árið 2010. Dagur var þá þjálfari Austurríkis sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í sautján ár og kom gríðarlega á óvart með því að enda í níunda sæti.vísir/gettyVæntingarnar ekki of miklar Ef frá er talið HM á Spáni árið 2013, þar sem Þjóðverjar enduðu í fimmta sæti, hefur árangur liðsins valdið vonbrigðum. Þjóðverjar komust hvorki inn á Ólympíuleikana 2012 né EM 2014 og töpuðu þar að auki í undankeppni HM í Katar fyrir Póllandi. Liðinu var þó hleypt inn á mótið sem kunnugt er eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. „Besta leiðin til að efla sjálfstraustið í liðinu er að vinna leiki. Við unnum tvo leiki í haust sem var gott og sigurinn í fyrri leiknum gegn Íslandi sömuleiðis. Og þó svo að við töpuðum seinni leiknum var heilmargt jákvætt í gangi við okkar leik.“ Þýska úrvalsdeildin er sú sterkasta í heimi og óhætt að fullyrða að eitt sterkasta vígi handboltans sé þar í landi. Það eru því ávallt gerðar miklar kröfur til landsliðsins en Gensheimer segir að þeim hafi nú verið stillt í hóf. „Við erum ekki í hópi sigurstranglegustu þjóðanna og væntingarnar eru að mínu mati ekki of miklar. Við höfum núna tækifæri til að vinna okkur upp úr ákveðinni lægð og ég tel það gott fyrir okkar unga lið. Ég vona að við getum komið fólkinu heima á óvart með frammistöðu okkar í Katar.“vísir/gettyÍsland er handboltaþjóð Gensheimer þekkir afar vel til íslensks handbolta enda var hann lengi með Guðmund Guðmundsson sem þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen auk þess sem að hann hefur spilað með mörgum íslenskum handboltamönnum – Ólafi Stefánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Alexander Peterssyni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni. „Þegar maður gerir sér grein fyrir því hversu fáir íbúar eru á Íslandi og hversu margir íslenskir leikmenn eru í þýsku úrvalsdeildinni – bestu deild heims – þá er maður fljótur að átta sig á því að Ísland er handboltaþjóð. Ég hef líka kynnst því sjálfur í gegnum þá leikmenn sem ég hef spilað með, að handboltinn er hluti af íslensku þjóðinni. Það skín í gegn í skapgerð leikmannanna.“ Þýskaland mætir næst Tékklandi í tveimur æfingaleikjum á heimavelli áður en liðið heldur svo til Katar. HM hefst 15. janúar en lærisveinar Dags mæta Póllandi, sem vann einmitt Þjóðverja í undankeppni mótsins, í fyrsta leik degi síðar. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Þýska landsliðið hélt af landi brott í gær eftir stutta dvöl hér á landi þar sem liðið lék tvo æfingaleiki gegn Íslandi. Um leið nýtti Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, ferðina til þess að þjappa hópnum saman áður en alvaran tekur við í Katar um miðjan mánuðinn. „Hingað til hefur allt verið mjög jákvætt undir stjórn Dags,“ sagði Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska liðsins og leikmaður Rhein-Neckar Löwen, í samtali við Fréttablaðið eftir síðari æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Ísland vann þá með eins marks mun en Þjóðverjar unnu fyrri leikinn sannfærandi. „Þetta er núna í þriðja sinn sem liðið kemur saman undir hans stjórn og okkur gekk vel í haust. Við unnum báða leikina okkar í undankeppni EM og þó svo að hann hafi verið með okkur í skamman tíma má þegar merkja ýmis áhrif hans á liðið. Hann fann auðvitað ekki handboltann upp á nýtt en hefur komið með margar litlar breytingar sem eru af hinu góða,“ segir Gensheimer. Þýskaland hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, eða allt frá því að liðið endaði í tíunda sæti á EM í Austurríki árið 2010. Dagur var þá þjálfari Austurríkis sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í sautján ár og kom gríðarlega á óvart með því að enda í níunda sæti.vísir/gettyVæntingarnar ekki of miklar Ef frá er talið HM á Spáni árið 2013, þar sem Þjóðverjar enduðu í fimmta sæti, hefur árangur liðsins valdið vonbrigðum. Þjóðverjar komust hvorki inn á Ólympíuleikana 2012 né EM 2014 og töpuðu þar að auki í undankeppni HM í Katar fyrir Póllandi. Liðinu var þó hleypt inn á mótið sem kunnugt er eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. „Besta leiðin til að efla sjálfstraustið í liðinu er að vinna leiki. Við unnum tvo leiki í haust sem var gott og sigurinn í fyrri leiknum gegn Íslandi sömuleiðis. Og þó svo að við töpuðum seinni leiknum var heilmargt jákvætt í gangi við okkar leik.“ Þýska úrvalsdeildin er sú sterkasta í heimi og óhætt að fullyrða að eitt sterkasta vígi handboltans sé þar í landi. Það eru því ávallt gerðar miklar kröfur til landsliðsins en Gensheimer segir að þeim hafi nú verið stillt í hóf. „Við erum ekki í hópi sigurstranglegustu þjóðanna og væntingarnar eru að mínu mati ekki of miklar. Við höfum núna tækifæri til að vinna okkur upp úr ákveðinni lægð og ég tel það gott fyrir okkar unga lið. Ég vona að við getum komið fólkinu heima á óvart með frammistöðu okkar í Katar.“vísir/gettyÍsland er handboltaþjóð Gensheimer þekkir afar vel til íslensks handbolta enda var hann lengi með Guðmund Guðmundsson sem þjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen auk þess sem að hann hefur spilað með mörgum íslenskum handboltamönnum – Ólafi Stefánssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni, Snorra Steini Guðjónssyni, Róberti Gunnarssyni, Alexander Peterssyni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni. „Þegar maður gerir sér grein fyrir því hversu fáir íbúar eru á Íslandi og hversu margir íslenskir leikmenn eru í þýsku úrvalsdeildinni – bestu deild heims – þá er maður fljótur að átta sig á því að Ísland er handboltaþjóð. Ég hef líka kynnst því sjálfur í gegnum þá leikmenn sem ég hef spilað með, að handboltinn er hluti af íslensku þjóðinni. Það skín í gegn í skapgerð leikmannanna.“ Þýskaland mætir næst Tékklandi í tveimur æfingaleikjum á heimavelli áður en liðið heldur svo til Katar. HM hefst 15. janúar en lærisveinar Dags mæta Póllandi, sem vann einmitt Þjóðverja í undankeppni mótsins, í fyrsta leik degi síðar.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52