Audi RS3 er 362 hestafla kraftaköggull Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 10:30 Audi RS3 er smár en ofurfrár á fæti. Audi er þekkt fyrir framleiðslu á öflugum langbaksbílum sínum og Audi RS6 ef til vill sá þekktasti með 560 hestafla ógnarafl. Nú er kominn nýr meðlimur í þessa fjölskyldu, þ.e. Audi RS3 langbakur sem skartar 362 hestöflum sem kemur frá 2,5 lítra og fimm strokka bensínvél sem skilar 465 Nm togi. Hann er aðeins 4,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km/klst. Kaupendur bílsins geta hinsvegar valið um það að hámarkshraði bílsins sé ekki rafrænt takmarkaður og þá er hámarkshraði hans 280 km/klst. Audi RS3 er með 7 gíra S-tronic sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu og aflið fer til allra hjólanna og quattro fjórhjóladrif bílsins sendir allt frá 50% til 100% aflsins til afturhjólanna. Audi RS3 er með lægri fjöðrun en hefðbundinn Audi A3 Sportback. Kaupendur geta valið um karbon-koltrefja-keramik bremsubúnaðar. Nýr Audi RS3 hefur farið í 55 kílóa megrun frá fyrri gerð, sem eykur enn á aksturshæfni bílsins. Í bílnum eru sætin úr Nappa leðri og stýrið er bæði með leðri og Alcantara áklæði. Kaupendur geta einnig valið um körfusportsæti sem vega 7 kílóum minna en hefðbundin framsæti. Bíllinn fer í sölu næsta sumar. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Audi er þekkt fyrir framleiðslu á öflugum langbaksbílum sínum og Audi RS6 ef til vill sá þekktasti með 560 hestafla ógnarafl. Nú er kominn nýr meðlimur í þessa fjölskyldu, þ.e. Audi RS3 langbakur sem skartar 362 hestöflum sem kemur frá 2,5 lítra og fimm strokka bensínvél sem skilar 465 Nm togi. Hann er aðeins 4,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km/klst. Kaupendur bílsins geta hinsvegar valið um það að hámarkshraði bílsins sé ekki rafrænt takmarkaður og þá er hámarkshraði hans 280 km/klst. Audi RS3 er með 7 gíra S-tronic sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu og aflið fer til allra hjólanna og quattro fjórhjóladrif bílsins sendir allt frá 50% til 100% aflsins til afturhjólanna. Audi RS3 er með lægri fjöðrun en hefðbundinn Audi A3 Sportback. Kaupendur geta valið um karbon-koltrefja-keramik bremsubúnaðar. Nýr Audi RS3 hefur farið í 55 kílóa megrun frá fyrri gerð, sem eykur enn á aksturshæfni bílsins. Í bílnum eru sætin úr Nappa leðri og stýrið er bæði með leðri og Alcantara áklæði. Kaupendur geta einnig valið um körfusportsæti sem vega 7 kílóum minna en hefðbundin framsæti. Bíllinn fer í sölu næsta sumar.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent