Snorri Steinn: Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2015 15:30 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Valli Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson er mikill Valsmaður og hann sýndi það í verki þegar hann kom og stýrði æfingu hjá 4. flokki Valsmanna á dögunum. Þorgeir Símonarson tók upp æfinguna, bjó til myndband og setti inn á Youtube. Snorri Steinn er á fullu að undirbúa sig fyrir HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði en Snorri er nú á sínu fyrsta tímabili með franska liðinu Sélestat AHB. Valsmenn eru örugglega mjög ánægðir að heyra Snorri Stein segja eitt á æfingunni. „Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki," sagði Snorri Steinn við strákana þegar hann var að ræða við þá um að losa boltann rétt niður í hornið. Snorri Steinn er einn af þessum leikmönnum sem menn sjá fyrir sér í þjálfun í framtíðinni og það gæti farið að styttast í það enda kappinn að verða 34 ára seinna á þessu ári. „Strákar þetta var glæsilegt og ég hafði mjög gaman af þessu. Það er laukrétt sem Kári og fleiri segja að þið séuð mjög efnilegir. Það er tvennt ólíkt að vera efnilegur og vera góður. Ég vona að flestir ykkar ætlið ykkur að vera landsliðsmenn og atvinnumenn. Ég var sjálfur í svona hóp eins og þið því við unnum allt og vorum rosalega góðir," sagði Snorri Steinn meðal annars þegar hann talaði við strákana eftir æfinguna. Þar bætti hann við: „Það eru örugglega mjög margir hérna sem eiga eftir að spila með meistaraflokki Vals í handbolta og ég hef engar áhyggjur af því. Þegar ég verð þjálfari og við vinnum þetta allt. Það eru örugglega fáir sem eiga eftir að spila landsleiki og það eru enn færri, færri en ykkur grunar, sem eiga að fara alla leið og spila tvö til þrjú hundruð landsleiki og vera atvinnumenn í tíu ár. Það eru samt mjög margir hérna sem geta það en til þess þarf maður að leggja virkilega mikið á sig," sagði Snorri Steinn. Það er hægt að sjá Snorra Stein á æfingunni og heyra alla ræðuna hans með því að smella hér fyrir neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson er mikill Valsmaður og hann sýndi það í verki þegar hann kom og stýrði æfingu hjá 4. flokki Valsmanna á dögunum. Þorgeir Símonarson tók upp æfinguna, bjó til myndband og setti inn á Youtube. Snorri Steinn er á fullu að undirbúa sig fyrir HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði en Snorri er nú á sínu fyrsta tímabili með franska liðinu Sélestat AHB. Valsmenn eru örugglega mjög ánægðir að heyra Snorri Stein segja eitt á æfingunni. „Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki," sagði Snorri Steinn við strákana þegar hann var að ræða við þá um að losa boltann rétt niður í hornið. Snorri Steinn er einn af þessum leikmönnum sem menn sjá fyrir sér í þjálfun í framtíðinni og það gæti farið að styttast í það enda kappinn að verða 34 ára seinna á þessu ári. „Strákar þetta var glæsilegt og ég hafði mjög gaman af þessu. Það er laukrétt sem Kári og fleiri segja að þið séuð mjög efnilegir. Það er tvennt ólíkt að vera efnilegur og vera góður. Ég vona að flestir ykkar ætlið ykkur að vera landsliðsmenn og atvinnumenn. Ég var sjálfur í svona hóp eins og þið því við unnum allt og vorum rosalega góðir," sagði Snorri Steinn meðal annars þegar hann talaði við strákana eftir æfinguna. Þar bætti hann við: „Það eru örugglega mjög margir hérna sem eiga eftir að spila með meistaraflokki Vals í handbolta og ég hef engar áhyggjur af því. Þegar ég verð þjálfari og við vinnum þetta allt. Það eru örugglega fáir sem eiga eftir að spila landsleiki og það eru enn færri, færri en ykkur grunar, sem eiga að fara alla leið og spila tvö til þrjú hundruð landsleiki og vera atvinnumenn í tíu ár. Það eru samt mjög margir hérna sem geta það en til þess þarf maður að leggja virkilega mikið á sig," sagði Snorri Steinn. Það er hægt að sjá Snorra Stein á æfingunni og heyra alla ræðuna hans með því að smella hér fyrir neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira