Nokkur gleðiorð um Tónlistarsafn Íslands Hreinn Valdimarsson skrifar 10. nóvember 2015 00:00 Það ríkti mikil gleði í hópi áhugamanna um sögu íslenskrar tónlistar í ársbyrjun 2009. Þá fréttist að framsýnir menn í Kópavogi hefðu í samvinnu við menntamálaráðuneytið sett á laggirnar, langþráðan draum, Tónlistarsafn Íslands. Það ríkti líka gleði þegar í ljós kom að netlægar upplýsingasíður um tónlist, sem tveir nýráðnir fagmenn safnsins höfðu um áraraðir haldið úti, fengu fast heimili og uppfærslur. Það ríkti einnig gleði þegar þessir starfsmenn hófu að leggja út á netið hljóð og myndupptökur af íslenskum tónlistarfrömuðum, sem markað höfðu spor í tónlistarsögu Íslands. Það ríkti kátína og gleði og fólk þyrptist að þegar safnið opnaði fyrstu sýninguna um íslenska tónlistarsögu. Í kjölfarið komu fleiri sýningar meðal annars um pönkbylgjuna á Íslandi, önnur um gítara og gítarleikara. Síðan kom stórvönduð og fjölsótt sýning um bæjarlistamann Kópavogs, Sigfús Halldórsson. Sýning helguð tónskáldinu Sveinbirni Sveinbjörnssyni var metnaðarfull og nú síðast sýning helguð dansmenningu. Það hefur líka ríkt gleði með gagnkvæma og trausta samvinnu Tónlistarsafnsins við Safnadeild Ríkisútvarpsins. Þessi söfn hafa skipst á ómetanlegum upplýsingum, sem hvergi annars staðar er að finna en í skrám þessara tveggja stofnana. Það ríkti fölskvalaus gleði þegar Tónlistarsafnið í samvinnu við Djasssögu Íslands komst yfir átta troðfulla kassa af tónlistarnótum úr dánarbúi Kristjáns Kristjánssonar, hljómsveitarstjóra KK-sextettsins. Það braust út mikil gleði þegar í ljós kom að upp úr kössunum átta kom fjöldi handskrifaðra útsetninga fyrir sextettinn. Tónlistarsafnið fékk liðsauka og allar nóturnar voru skrásettar og þeim pakkað og síðan færðar Landsbókasafni. Ef Tónlistarsafns Íslands hefði ekki notið við er næsta víst að KK-nóturnar hefðu endað á töluvert óæðri stað en Landsbókasafni. Fleiri ómetanleg nótna- og heimildarsöfn hafa borist Tónlistarsafninu gegnum árin, má þar nefna nótnasafn Magnúsar Ingimarssonar og heimildarsafn um íslenska tónlistarsögu, sem kalla má stóran hluta af ævistarfi Jóns Þórarinssonar tónskálds. Það ríkti gleði og eftirvænting þegar Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikarinn frægi, færði Tónlistarsafni Íslands fyrsta sellóið sitt. Auk sellós Erlings hafa safninu borist aðrar stórmerkilegar hljóðfæra-gjafir. Hér má nefna ferðaorgel Jóns Leifs, flygil Árna Kristjánssonar tónlistarstjóra, tréflautu Benedikts á Auðnum og fræga fiðlu Jónasar Helgasonar frá síðari hluta 19. aldar … Þannig mætti lengi telja! Allt eru þetta verðmæti sem eru nú tiltæk, einungis vegna þess að við Íslendingar eigum Tónlistarsafn, sem við getum verið stolt af.Baneitruð blanda En nú ríkir ekki lengur gleði, miklu frekar ógleði. Nýlega hefur heyrst að skera eigi undan Tónlistarsafninu annan starfsmanninn, húsnæði safnsins verður nýtt í annað og forstöðumanninum komið fyrir í skoti. Enginn veit á hvaða hauga safnakosturinn verður síðan sendur. Allt þetta gerist, að því er virðist, vegna þeirrar baneitruðu blöndu sem myndast þegar ríkið, annars vegar og bæjarfélag hins vegar, sameinast um rekstur sem þennan. Hvað sem öllu öðru líður er það alveg dagsljóst að við það að missa annan starfsmanninn af safninu lamast starfsemin og engin leið er fyrir einn forstöðumann, þó magnaður sé, að komast yfir allt sem þarf til þess að Tónlistarsafn Íslands geti talist safn með söfnum og haldið reisn. Því spyr ég nú fávís: Er ekki hægt að láta vera að skera undan Tónlistarsafni Íslands, á meðan fundin er framtíðarlausn sem við getum öll verið stolt af? Eða er skilningsleysið í garð menningarinnar í Kópavogi svo mikið að hausar verði að fjúka þegar í stað? Hafa hin myrku eyðingaröfl sem síðustu misserin hafa farið um menningarlíf okkar litla samfélags með excelinn í annarri hendi og ljáinn í hinni, sigrað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það ríkti mikil gleði í hópi áhugamanna um sögu íslenskrar tónlistar í ársbyrjun 2009. Þá fréttist að framsýnir menn í Kópavogi hefðu í samvinnu við menntamálaráðuneytið sett á laggirnar, langþráðan draum, Tónlistarsafn Íslands. Það ríkti líka gleði þegar í ljós kom að netlægar upplýsingasíður um tónlist, sem tveir nýráðnir fagmenn safnsins höfðu um áraraðir haldið úti, fengu fast heimili og uppfærslur. Það ríkti einnig gleði þegar þessir starfsmenn hófu að leggja út á netið hljóð og myndupptökur af íslenskum tónlistarfrömuðum, sem markað höfðu spor í tónlistarsögu Íslands. Það ríkti kátína og gleði og fólk þyrptist að þegar safnið opnaði fyrstu sýninguna um íslenska tónlistarsögu. Í kjölfarið komu fleiri sýningar meðal annars um pönkbylgjuna á Íslandi, önnur um gítara og gítarleikara. Síðan kom stórvönduð og fjölsótt sýning um bæjarlistamann Kópavogs, Sigfús Halldórsson. Sýning helguð tónskáldinu Sveinbirni Sveinbjörnssyni var metnaðarfull og nú síðast sýning helguð dansmenningu. Það hefur líka ríkt gleði með gagnkvæma og trausta samvinnu Tónlistarsafnsins við Safnadeild Ríkisútvarpsins. Þessi söfn hafa skipst á ómetanlegum upplýsingum, sem hvergi annars staðar er að finna en í skrám þessara tveggja stofnana. Það ríkti fölskvalaus gleði þegar Tónlistarsafnið í samvinnu við Djasssögu Íslands komst yfir átta troðfulla kassa af tónlistarnótum úr dánarbúi Kristjáns Kristjánssonar, hljómsveitarstjóra KK-sextettsins. Það braust út mikil gleði þegar í ljós kom að upp úr kössunum átta kom fjöldi handskrifaðra útsetninga fyrir sextettinn. Tónlistarsafnið fékk liðsauka og allar nóturnar voru skrásettar og þeim pakkað og síðan færðar Landsbókasafni. Ef Tónlistarsafns Íslands hefði ekki notið við er næsta víst að KK-nóturnar hefðu endað á töluvert óæðri stað en Landsbókasafni. Fleiri ómetanleg nótna- og heimildarsöfn hafa borist Tónlistarsafninu gegnum árin, má þar nefna nótnasafn Magnúsar Ingimarssonar og heimildarsafn um íslenska tónlistarsögu, sem kalla má stóran hluta af ævistarfi Jóns Þórarinssonar tónskálds. Það ríkti gleði og eftirvænting þegar Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikarinn frægi, færði Tónlistarsafni Íslands fyrsta sellóið sitt. Auk sellós Erlings hafa safninu borist aðrar stórmerkilegar hljóðfæra-gjafir. Hér má nefna ferðaorgel Jóns Leifs, flygil Árna Kristjánssonar tónlistarstjóra, tréflautu Benedikts á Auðnum og fræga fiðlu Jónasar Helgasonar frá síðari hluta 19. aldar … Þannig mætti lengi telja! Allt eru þetta verðmæti sem eru nú tiltæk, einungis vegna þess að við Íslendingar eigum Tónlistarsafn, sem við getum verið stolt af.Baneitruð blanda En nú ríkir ekki lengur gleði, miklu frekar ógleði. Nýlega hefur heyrst að skera eigi undan Tónlistarsafninu annan starfsmanninn, húsnæði safnsins verður nýtt í annað og forstöðumanninum komið fyrir í skoti. Enginn veit á hvaða hauga safnakosturinn verður síðan sendur. Allt þetta gerist, að því er virðist, vegna þeirrar baneitruðu blöndu sem myndast þegar ríkið, annars vegar og bæjarfélag hins vegar, sameinast um rekstur sem þennan. Hvað sem öllu öðru líður er það alveg dagsljóst að við það að missa annan starfsmanninn af safninu lamast starfsemin og engin leið er fyrir einn forstöðumann, þó magnaður sé, að komast yfir allt sem þarf til þess að Tónlistarsafn Íslands geti talist safn með söfnum og haldið reisn. Því spyr ég nú fávís: Er ekki hægt að láta vera að skera undan Tónlistarsafni Íslands, á meðan fundin er framtíðarlausn sem við getum öll verið stolt af? Eða er skilningsleysið í garð menningarinnar í Kópavogi svo mikið að hausar verði að fjúka þegar í stað? Hafa hin myrku eyðingaröfl sem síðustu misserin hafa farið um menningarlíf okkar litla samfélags með excelinn í annarri hendi og ljáinn í hinni, sigrað?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun