Mikil spenna fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu - Jason Day leiðir enn Kári Örn Hinriksson skrifar 16. ágúst 2015 01:17 Er kominn tími á risatitil hjá Jason Day? Getty Það er óhætt að fullyrða að lokahringurinn á síðasta risamóti ársins, PGA-meistaramótinu, verður gríðarlega spennandi en eftir 54 holur á Whistling Straits vellinum eru margir af bestu kylfingum heims í toppbaráttunni. Enginn hefur leikið betur heldur en Ástralinn Jason Day en hann er samtals á 15 höggum undir pari eftir hringina þrjá. Day hefur leikið stöðugt golf og haldið boltanum vel í leik en hann á tvö högg á sjálfan Jordan Spieth sem eltir þriðja risatitilinn á árinu. Spieth lék magnað golf í dag, fékk sjö fugla og engan skolla en hann er á 13 höggum undir pari fyrir lokahringinn og gæti með sigri á morgun komist á topp heimslistans í golfi.Justin Rose og Branden Grace koma næstir á 12 höggum undir pari og Martin Kaymer sem sigraði síðast þegar að PGA-meistaramótið var haldið á Whistling Straits er á 11 höggum undir pari. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, mun ekki verja titilinn í ár en hann er á sex höggum undir pari, níu á eftir efsta manni. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 á morgun. Golf Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða að lokahringurinn á síðasta risamóti ársins, PGA-meistaramótinu, verður gríðarlega spennandi en eftir 54 holur á Whistling Straits vellinum eru margir af bestu kylfingum heims í toppbaráttunni. Enginn hefur leikið betur heldur en Ástralinn Jason Day en hann er samtals á 15 höggum undir pari eftir hringina þrjá. Day hefur leikið stöðugt golf og haldið boltanum vel í leik en hann á tvö högg á sjálfan Jordan Spieth sem eltir þriðja risatitilinn á árinu. Spieth lék magnað golf í dag, fékk sjö fugla og engan skolla en hann er á 13 höggum undir pari fyrir lokahringinn og gæti með sigri á morgun komist á topp heimslistans í golfi.Justin Rose og Branden Grace koma næstir á 12 höggum undir pari og Martin Kaymer sem sigraði síðast þegar að PGA-meistaramótið var haldið á Whistling Straits er á 11 höggum undir pari. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, mun ekki verja titilinn í ár en hann er á sex höggum undir pari, níu á eftir efsta manni. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 á morgun.
Golf Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira