Góðir kennarar – Hvað einkennir þá? Jóhanna Einarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 09:00 Menntastofnanir teljast til grunnstoða samfélagsins og gott skólastarf er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Meginhlutverk skóla er að sjá um almenna menntun þegnanna eins og fram kemur í aðalnámskrám. Menntun barna og ungmenna innan veggja skóla felur ekki einungis í sér þá þekkingu og færni sem nútímafólki er nauðsynleg, skólar eiga jafnframt ríkan þátt í að móta viðhorf og gildi samfélagsins. Keðja samverkandi þátta hefur áhrif á gæði skólastarfs og eru kennarar mikilvægir hlekkir í þeirri keðju. Síðastliðið vor stóð Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir átakinu „Hafðu áhrif“ í þeim tilgangi að vekja athygli á kennarastarfinu. Almenningi gafst kostur á að tilnefna góða kennara og barst mikill fjöldi tilnefninga frá fólki á öllum aldri. Um 500 kennarar voru tilnefndir og voru fimm heiðraðir sérstaklega. Nokkrir þættir stóðu upp úr þegar góðum kennurum var lýst:Ástríða og metnaður í starfiMargir minntust kennara sem höfðu ástríðu og metnað fyrir starfinu. Þeir vönduðu til kennslu og kennslugagna og höfðu mikinn áhuga og víðtæka þekkingu á því sem þeir voru að kenna. Þessu fylgdi einlægur áhugi á að nemendur tileinkuðu sér efnið og næðu árangri.Fjölbreyttar kennsluaðferðirMörg ummæli voru um kennara sem tókst að vekja áhuga nemenda á náminu og gera kennslustundirnar áhugaverðar. Góðir kennarar voru nefndir sem notuðu skemmtilegar og óhefðbundnar kennsluaðferðir.Vinátta og virðingÞeirra kennara sem fengu hvað flestar tilnefningar var ekki síst minnst fyrir vináttu og virðingu sem þeir sýndu nemendum sínum. Margir minntust kennara sem höfðu reynst þeim vel utan skólastofunnar. Þeir gáfu sér tíma til þess að hlusta, voru óeigingjarnir á tíma sinn og tilbúnir að aðstoða innan skóla sem utan.Sanngirni og réttlætiUmhyggja og réttlæti voru einkenni góðra kennara að mati margra. Kennarar sem gera ekki upp á milli nemenda og koma fram við alla á jafnréttisgrundvelli eru góðir kennarar.Hvatning og stuðningurHvetjandi og styðjandi voru algeng ummæli um þá kennara sem fengu margar tilnefningar. Fólk minntist kennara sem vöktu athygli á styrkleikum þeirra og hrósuðu þeim fyrir það sem vel var gert.Varanleg áhrif á líf nemendaFólk á ýmsum aldri lýsti því hvernig kennarinn þeirra og kennslan varð kveikjan að nýjum hugmyndum, framtíðaráformum og námsáhuga. Sumir töldu að kennarinn hafi breytt sýn þeirra á heiminn og haft áhrif á líf þeirra.Hafðu áhrifÞegar rýnt er í þau ummæli sem góðir kennarar fengu frá núverandi og fyrrverandi nemendum sínum má ljóst vera að þar fer áhrifamikið fólk. Einstaklingar sem hafa haft áhrif á æsku og lífshlaup fjölmargra. Ég hvet það unga fólk, sem nú er að huga að framtíðarstarfi og vill hafa áhrif á mótun íslensks samfélags, til að kynna sér fjölbreytt nám á sviði kennslu, uppeldis og þjálfunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Menntastofnanir teljast til grunnstoða samfélagsins og gott skólastarf er undirstaða velferðar hverrar þjóðar. Meginhlutverk skóla er að sjá um almenna menntun þegnanna eins og fram kemur í aðalnámskrám. Menntun barna og ungmenna innan veggja skóla felur ekki einungis í sér þá þekkingu og færni sem nútímafólki er nauðsynleg, skólar eiga jafnframt ríkan þátt í að móta viðhorf og gildi samfélagsins. Keðja samverkandi þátta hefur áhrif á gæði skólastarfs og eru kennarar mikilvægir hlekkir í þeirri keðju. Síðastliðið vor stóð Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir átakinu „Hafðu áhrif“ í þeim tilgangi að vekja athygli á kennarastarfinu. Almenningi gafst kostur á að tilnefna góða kennara og barst mikill fjöldi tilnefninga frá fólki á öllum aldri. Um 500 kennarar voru tilnefndir og voru fimm heiðraðir sérstaklega. Nokkrir þættir stóðu upp úr þegar góðum kennurum var lýst:Ástríða og metnaður í starfiMargir minntust kennara sem höfðu ástríðu og metnað fyrir starfinu. Þeir vönduðu til kennslu og kennslugagna og höfðu mikinn áhuga og víðtæka þekkingu á því sem þeir voru að kenna. Þessu fylgdi einlægur áhugi á að nemendur tileinkuðu sér efnið og næðu árangri.Fjölbreyttar kennsluaðferðirMörg ummæli voru um kennara sem tókst að vekja áhuga nemenda á náminu og gera kennslustundirnar áhugaverðar. Góðir kennarar voru nefndir sem notuðu skemmtilegar og óhefðbundnar kennsluaðferðir.Vinátta og virðingÞeirra kennara sem fengu hvað flestar tilnefningar var ekki síst minnst fyrir vináttu og virðingu sem þeir sýndu nemendum sínum. Margir minntust kennara sem höfðu reynst þeim vel utan skólastofunnar. Þeir gáfu sér tíma til þess að hlusta, voru óeigingjarnir á tíma sinn og tilbúnir að aðstoða innan skóla sem utan.Sanngirni og réttlætiUmhyggja og réttlæti voru einkenni góðra kennara að mati margra. Kennarar sem gera ekki upp á milli nemenda og koma fram við alla á jafnréttisgrundvelli eru góðir kennarar.Hvatning og stuðningurHvetjandi og styðjandi voru algeng ummæli um þá kennara sem fengu margar tilnefningar. Fólk minntist kennara sem vöktu athygli á styrkleikum þeirra og hrósuðu þeim fyrir það sem vel var gert.Varanleg áhrif á líf nemendaFólk á ýmsum aldri lýsti því hvernig kennarinn þeirra og kennslan varð kveikjan að nýjum hugmyndum, framtíðaráformum og námsáhuga. Sumir töldu að kennarinn hafi breytt sýn þeirra á heiminn og haft áhrif á líf þeirra.Hafðu áhrifÞegar rýnt er í þau ummæli sem góðir kennarar fengu frá núverandi og fyrrverandi nemendum sínum má ljóst vera að þar fer áhrifamikið fólk. Einstaklingar sem hafa haft áhrif á æsku og lífshlaup fjölmargra. Ég hvet það unga fólk, sem nú er að huga að framtíðarstarfi og vill hafa áhrif á mótun íslensks samfélags, til að kynna sér fjölbreytt nám á sviði kennslu, uppeldis og þjálfunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar