Fótbolti

Vill fá Ancelotti aftur til Milan

Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. vísir/getty
Það bendir flest til þess að Bee Taechaubol verði orðinn aðaleigandi AC Milan í næstu viku.

Þessi tælenski viðskiptajöfur er þegar farinn að horfa til framtíðar og hann mun freista þess að fá Carlo Ancelotti til þess að þjálfa liðið.

Ancelotti, sem nú þjálfar Real Madrid, er fyrrum leikmaður og þjálfari Milan. Haft verður samband við hann um leið og nýi eigandinn er búinn að greiða Silvio Berlusconi fyrir félagið.

Ef Ancelotti kemur ekki er Bee sagður hafa augastað á Antonio Conte, landsliðsþjálfara Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×