Innlent

Kristnum fækkar í Bandaríkjunum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Kirkja í Bandaríkjunum
Kirkja í Bandaríkjunum
Mikil fækkun hefur orðið á kristnum Bandaríkjamönnum á síðustu sjö árum.

Þetta kemur fram í nýrri könnun bandarísku rannsóknarmiðstöðvarinnar Pew Research Center.

Nú eru 71 prósent Bandaríkjamanna kristin, en fyrir sjö árum voru 78 prósent kristin.

Ástæður þessa eru aðallega taldar þær, að yngri kynslóðir eru ekki eins trúaðar og tíðkaðist áður. 51 prósent af ungu kynslóðinni telur sig kristinnar trúar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×