Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja! Jakob Ingi Jakobsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs sem er afleiðing getnaðar við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður! Nú á tímum jafnréttis er umræða fjölmiðla um fóstureyðingar enn einhliða og femínísk. Eingöngu virðist rætt við konur og afstaða karla er sniðgengin. Fóstureyðing er aldrei, né getur verið, einkamál konu. Enda verður barn ekki getið nema með aðkomu karlmanns. Konur verða að axla ábyrgð á eigin kynlífi alveg eins og karlmenn! Kona sem getur einhliða tekið ákvörðun um fóstureyðingu getur með því sniðgengið afleiðingar kynlífs síns. Hins vegar ræður karlinn engu um það hvort konan eigi eða deyði barnið. Ef konan vill fæða barnið þarf karlinn/ríkið að greiða með barninu til 18 ára aldurs. Þá kann karlinn að þurfa að klífa endalausar brekkur til að fá lágmarksumgengni við barn sitt. Þá eiga börn einstæðra foreldra lögheimili hjá mæðrum sínum í yfir 90% tilvika. Það er ekki vegna þess að feður kjósi svo, heldur vegna undirliggjandi mæðrahyggju er þrúgar íslenskt samfélag og kemur í veg fyrir að börn geti umgengist feður sína með eðlilegum hætti. Ekkert af þessu hefur neitt með jafnan rétt kynjanna að gera nema síður sé. Allt tal um fóstureyðingar snýst fyrst og síðast um enn meiri og aukinn rétt kvenna, með áframhaldandi skerðingu á réttindum feðra til að hafa eitthvað að segja til um ófætt/fætt barn sitt, þar með talið uppeldi eða umgengni við það! Það þarf að gæta að réttindum feðranna og barnanna sjálfra, en ekki einblína eingöngu á skoðanir kvennanna sem vilja ekki fæða né ala upp börnin sem þær hafa þó getið! Þessar konur virðast þó vera einráðar og geta sniðgengið rétt annarra. Réttur karlsins skiptir máli þar sem fóstur er ekki eingetið, kannski vill viðkomandi faðir ala barnið upp einn eftir fæðingu þess? Og það á að vera sjálfsagt mál nú á tímum jafnréttis. Þá þarf hafa í huga rétt barnsins sjálfs til lífs. Einnig þarf að skoða siðferðislegu hliðina á þessu gagnvart feðrum og barni! Það má ekki einblína á hlið konunnar. Ég heyri að konur sem rætt er við klifa á rétti sínum yfir eigin líkama. Það er rétt að undirstrika það að kona hefur vald yfir eigin líkama þó henni sé gert að axla ábyrgð og afleiðingar á eigin kynlífi! Þá er afar óviðeigandi að heyra konur bera á karlastéttina í fjölmiðlum nýverið að hún ali á einhvers konar órétti í þeirra garð þó konan geti ekki nýtt fóstureyðingar einhliða og án skýringa. Slík framsetning eykur líkur á að litið sé svo á að konur vilji geta notað fóstureyðingar sem einhvers konar getnaðarvörn!Ekki einkamál konu Það er í mínum huga afar mikilvægt að maðurinn hafi eitthvað um það að segja hvort eyða megi fóstri. Kannski vill hann eiga barnið og ala það upp? Alveg eins og konan getur í dag einhliða ákveðið að gera. Á slíkt ekki að ganga jafnt í báðar áttir? Þetta má ekki vera og er ekki einkamál konu. Konur eru svo uppteknar af réttindabaráttu sinni, að þær virðast því miður alveg hafa sniðgengið hagsmuni karla eða barna þeirra til jafns réttar. Öll umfjöllun um rétt konunnar á þessu sviði er á femínískum nótum sem er óæskilegt. Gleymum ekki heimssögunni og afleiðingum öfgafullra „isma“ – stefna er leitt hafa til mikils óréttar eins og fasisma, rasisma og nasisma. Konur verða að gæta hófs í baráttu sinni. Því skerðing á umgengni og svona einhliða ákvarðanir eru til þess fallnar að skerða rétt og vinna gegn hagsmunum ekki bara karla, heldur framtíð barnanna sjálfra! Réttarbóta kann að vera þörf en taka þarf umfram allt annað mið af rétti barnsins og feðranna sbr. framangreint. Það er í mörg horn og lagakróka að líta við svona ákvarðanir! Konur verða að hafa í huga að þær njóta ýmissa sérréttinda nú þegar umfram karla, sem of langt mál væri að telja upp hér, innan skamms munu þær t.d. fá sérstaka íhlutun vegna þeirrar staðreyndar að þær hafa á klæðum en karlar ekki. Þessi munur á kynjunum verður því að ganga í báðar áttir. Karl getur jú ekki gengið með barn sem hann getur með konu, rétt eins og hann getur ekki haft á klæðum! Það þarf að skoða hlutina í þessu ljósi. Niðurstaða: Tillit skal ekki einvörðungu lúta að sérstöðu kvenna, heldur þurfa réttindi að lúta að sérstöðu karla líka! Það er ekki svo í dag! Breytum þessu og stuðlum að „raunverulegum“ jöfnum rétti! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs sem er afleiðing getnaðar við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður! Nú á tímum jafnréttis er umræða fjölmiðla um fóstureyðingar enn einhliða og femínísk. Eingöngu virðist rætt við konur og afstaða karla er sniðgengin. Fóstureyðing er aldrei, né getur verið, einkamál konu. Enda verður barn ekki getið nema með aðkomu karlmanns. Konur verða að axla ábyrgð á eigin kynlífi alveg eins og karlmenn! Kona sem getur einhliða tekið ákvörðun um fóstureyðingu getur með því sniðgengið afleiðingar kynlífs síns. Hins vegar ræður karlinn engu um það hvort konan eigi eða deyði barnið. Ef konan vill fæða barnið þarf karlinn/ríkið að greiða með barninu til 18 ára aldurs. Þá kann karlinn að þurfa að klífa endalausar brekkur til að fá lágmarksumgengni við barn sitt. Þá eiga börn einstæðra foreldra lögheimili hjá mæðrum sínum í yfir 90% tilvika. Það er ekki vegna þess að feður kjósi svo, heldur vegna undirliggjandi mæðrahyggju er þrúgar íslenskt samfélag og kemur í veg fyrir að börn geti umgengist feður sína með eðlilegum hætti. Ekkert af þessu hefur neitt með jafnan rétt kynjanna að gera nema síður sé. Allt tal um fóstureyðingar snýst fyrst og síðast um enn meiri og aukinn rétt kvenna, með áframhaldandi skerðingu á réttindum feðra til að hafa eitthvað að segja til um ófætt/fætt barn sitt, þar með talið uppeldi eða umgengni við það! Það þarf að gæta að réttindum feðranna og barnanna sjálfra, en ekki einblína eingöngu á skoðanir kvennanna sem vilja ekki fæða né ala upp börnin sem þær hafa þó getið! Þessar konur virðast þó vera einráðar og geta sniðgengið rétt annarra. Réttur karlsins skiptir máli þar sem fóstur er ekki eingetið, kannski vill viðkomandi faðir ala barnið upp einn eftir fæðingu þess? Og það á að vera sjálfsagt mál nú á tímum jafnréttis. Þá þarf hafa í huga rétt barnsins sjálfs til lífs. Einnig þarf að skoða siðferðislegu hliðina á þessu gagnvart feðrum og barni! Það má ekki einblína á hlið konunnar. Ég heyri að konur sem rætt er við klifa á rétti sínum yfir eigin líkama. Það er rétt að undirstrika það að kona hefur vald yfir eigin líkama þó henni sé gert að axla ábyrgð og afleiðingar á eigin kynlífi! Þá er afar óviðeigandi að heyra konur bera á karlastéttina í fjölmiðlum nýverið að hún ali á einhvers konar órétti í þeirra garð þó konan geti ekki nýtt fóstureyðingar einhliða og án skýringa. Slík framsetning eykur líkur á að litið sé svo á að konur vilji geta notað fóstureyðingar sem einhvers konar getnaðarvörn!Ekki einkamál konu Það er í mínum huga afar mikilvægt að maðurinn hafi eitthvað um það að segja hvort eyða megi fóstri. Kannski vill hann eiga barnið og ala það upp? Alveg eins og konan getur í dag einhliða ákveðið að gera. Á slíkt ekki að ganga jafnt í báðar áttir? Þetta má ekki vera og er ekki einkamál konu. Konur eru svo uppteknar af réttindabaráttu sinni, að þær virðast því miður alveg hafa sniðgengið hagsmuni karla eða barna þeirra til jafns réttar. Öll umfjöllun um rétt konunnar á þessu sviði er á femínískum nótum sem er óæskilegt. Gleymum ekki heimssögunni og afleiðingum öfgafullra „isma“ – stefna er leitt hafa til mikils óréttar eins og fasisma, rasisma og nasisma. Konur verða að gæta hófs í baráttu sinni. Því skerðing á umgengni og svona einhliða ákvarðanir eru til þess fallnar að skerða rétt og vinna gegn hagsmunum ekki bara karla, heldur framtíð barnanna sjálfra! Réttarbóta kann að vera þörf en taka þarf umfram allt annað mið af rétti barnsins og feðranna sbr. framangreint. Það er í mörg horn og lagakróka að líta við svona ákvarðanir! Konur verða að hafa í huga að þær njóta ýmissa sérréttinda nú þegar umfram karla, sem of langt mál væri að telja upp hér, innan skamms munu þær t.d. fá sérstaka íhlutun vegna þeirrar staðreyndar að þær hafa á klæðum en karlar ekki. Þessi munur á kynjunum verður því að ganga í báðar áttir. Karl getur jú ekki gengið með barn sem hann getur með konu, rétt eins og hann getur ekki haft á klæðum! Það þarf að skoða hlutina í þessu ljósi. Niðurstaða: Tillit skal ekki einvörðungu lúta að sérstöðu kvenna, heldur þurfa réttindi að lúta að sérstöðu karla líka! Það er ekki svo í dag! Breytum þessu og stuðlum að „raunverulegum“ jöfnum rétti!
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun