„Við höfum alltaf styrkt gott málefni og ágóðinn rennur óskiptur í tómstundasjóðinn til styrktar börnum flóttafólks. Þetta málefni er mjög viðkvæmt um þessar mundir og við viljum að þessir flóttamenn aðlagist samfélaginu og viljum aðstoða þá eins og við getum. Fólk hefur verið duglegt við að styðja flóttamenn á samfélagsmiðlun og nú er komið að því að styðja þá í verki þannig að ég býst við að fólk kaupi sér miða,“ segir Máni.

Tónleikarnir fara fram í Hlégarði sem er talið vera eitt glæsilegasta tónleikahús landsins. „Við ætlum að prófa að vera í Mosó. Þetta er alveg geggjað hús og við viljum líka með þessu draga fólkið úr bænum og látunum og leyfa því að njóta sín í Mosó,“ bætir Máni við.
Húsið er opnað kl. 19.30 og hefjast tónleikarnir kl. 20.00. Miðasala fer fram á miði.is og kostar hver miði 977 krónur.