Aldursfordómar á Íslandi Erna Indriðadóttir skrifar 27. janúar 2015 00:00 Enginn vill vera karlremba eða ráðast með dónaskap á fólk af öðru þjóðerni. Fólk fær fyrir hjartað ef það er sakað um fordóma í garð kvenna, samkynhneigðra eða útlendinga. En sama fólk virðist ekki skilja fordóma gagnvart eldra fólki, sem úir og grúir af í okkar samfélagi. Þeirra verður vart á vinnustöðum, þegar reynt er að bola út eldri starfsmönnum til að yngja upp. Þeirra verður vart þegar talað er niður til eldra fólks og líka þegar horft er í gegnum eldra fólk, eins og það sé ekki til.Útbelgdir af aldursrembu Þegar spurðist út að RÚV ætlaði að setja á dagskrá umræðuþátt með stjórnendum af eldri kynslóðinni brugðust margir ókvæða við. Umsjónarmönnunum var líkt við steingervinga og risaeðlur. „Hvar er unga fólkið?“ var spurt og einn skrifaði á Facebook: „Það eru nokkur hjúkrunarheimili aldraðra í Reykjavík. Þar hefði eflaust mátt finna þáttastjórnendur fyrir RÚV.“ Þá var nýlega rætt um það í fremur neikvæðum tón að sjónarmið „sjötugra“ væru ráðandi í þjóðmálaumræðunni.Aldursfordómar sjálfsagðir Menn hefði rekið í rogastans, ef þetta hefði verið umræða um konur, samkynhneigða eða útlendinga. En þegar eldra fólk á í hlut, eru fordómar af þessu tagi leyfilegir, jafnvel sjálfsagðir. Margir sem komnir eru um sextugt eða eru jafnvel yngri, eiga erfitt með að fá starf ef þeir einhverra hluta vegna missa störfin sem þeir hafa verið í. Fæstir eru til í að tjá sig um það opinberlega, enda vilja þeir ekki eyðileggja fyrir sér í atvinnuleitinni. Á sama tíma er rætt um að hækka eftirlaunaaldurinn í landinu! Þetta er áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að fólki sem er 55 ára og eldra mun fjölga um 45% á næstu 15 árum. Þetta er einnig mismunun, sóun á reynslu og þekkingu þessa fólks og brot á mannréttindum þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn vill vera karlremba eða ráðast með dónaskap á fólk af öðru þjóðerni. Fólk fær fyrir hjartað ef það er sakað um fordóma í garð kvenna, samkynhneigðra eða útlendinga. En sama fólk virðist ekki skilja fordóma gagnvart eldra fólki, sem úir og grúir af í okkar samfélagi. Þeirra verður vart á vinnustöðum, þegar reynt er að bola út eldri starfsmönnum til að yngja upp. Þeirra verður vart þegar talað er niður til eldra fólks og líka þegar horft er í gegnum eldra fólk, eins og það sé ekki til.Útbelgdir af aldursrembu Þegar spurðist út að RÚV ætlaði að setja á dagskrá umræðuþátt með stjórnendum af eldri kynslóðinni brugðust margir ókvæða við. Umsjónarmönnunum var líkt við steingervinga og risaeðlur. „Hvar er unga fólkið?“ var spurt og einn skrifaði á Facebook: „Það eru nokkur hjúkrunarheimili aldraðra í Reykjavík. Þar hefði eflaust mátt finna þáttastjórnendur fyrir RÚV.“ Þá var nýlega rætt um það í fremur neikvæðum tón að sjónarmið „sjötugra“ væru ráðandi í þjóðmálaumræðunni.Aldursfordómar sjálfsagðir Menn hefði rekið í rogastans, ef þetta hefði verið umræða um konur, samkynhneigða eða útlendinga. En þegar eldra fólk á í hlut, eru fordómar af þessu tagi leyfilegir, jafnvel sjálfsagðir. Margir sem komnir eru um sextugt eða eru jafnvel yngri, eiga erfitt með að fá starf ef þeir einhverra hluta vegna missa störfin sem þeir hafa verið í. Fæstir eru til í að tjá sig um það opinberlega, enda vilja þeir ekki eyðileggja fyrir sér í atvinnuleitinni. Á sama tíma er rætt um að hækka eftirlaunaaldurinn í landinu! Þetta er áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að fólki sem er 55 ára og eldra mun fjölga um 45% á næstu 15 árum. Þetta er einnig mismunun, sóun á reynslu og þekkingu þessa fólks og brot á mannréttindum þess.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun