Viðskipti innlent

Stefán Kjærnested lýstur gjaldþrota

ingvar haraldsson skrifar
Stefán Kjærnested hefur reglulega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum.
Stefán Kjærnested hefur reglulega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. vísir
Stefán Kjærnested hefur verið lýstur gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Reglulega hefur verið fjallað um íbúðir sem Stefán leigir út í iðnaðarhúsnæði, nú síðast í fréttaskýringarþættinum Brestum fyrir ári.

„Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig,“ voru svörin sem umsjónarmenn Bresta fengu þegar þeir mættu til að skoða húsnæði við Funahöfða í Reykjavík. 

Leigjendur lýstu aðbúnaðinum sem hræðilegum. Þeir sögðu óþrifnaðinn algjöran, pöddur skriðu um gólf og öllu lauslegu væru stolið. 

Sjá einnig: Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“

Stefán vildi ekki tjá sig við Bresti en sagði í athugasemd við frétt Vísis um málið hann hefði ekki brotið nein lög. Stefán fjarlægði síðan athugasemdina.

Þá hótaði Stefán ritstjóra Íslands í dag málsókn í apríl 2007 þegar fjallað var um húsnæði í hans eigu í þættinum. Ekkert varð úr málsókninni.

Dæmdur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir

Í september var Stefán var dæmdur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir króna í Hæstarétti Íslands. Málið var til komið vegna sjálfskuldarábyrgðar Stefán á 80 milljón króna láni sem Húsaleiga ehf. tók hjá Landsbankanum. Félagið var í eigu Stefáns en það var úrskurðað gjaldþrota í febrúar.


Tengdar fréttir

Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“

Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×