Jólaverslun eykst mjög á netinu Sæunn Gísladóttir skrifar 9. desember 2015 14:09 Velta netverslana um síðustu jól var fjórum sinnum meiri en fimm árum áður. Aukning hefur orðið í netverslun Íslendinga frá útlöndum, Vísir/Pjetur Mikil aukning er í veltu netverslana hér á landi. Velta innlendrar netverslana í fyrra var um 4,3 milljarðar króna samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Velta þeirra verslana, sem skráðar eru í atvinnugreinaflokk netverslana hjá Hagstofunni, var um síðustu jól fjórum sinnum meiri en fimm árum áður og umtalsverður vöxtur er einnig í netverslun Íslendinga frá útlöndum, segir í tilkynningu. Jólaverslun hefur farið vel af stað á netinu og allt stefnir í að hún verði mjög góð í ár. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að jólainnkaupin eru að breytast og sífellt fleiri gera jólainnkaupin á netinu. ,,Það má segja að hafi orðið sprenging í netverslun. Fólki finnst þægilegt að kaupa í símanum og tölvunni í stað þess að fara í stressið í verslunarmiðstöð. Margir kjósa að versla jólagjafir á netinu enda sparar netverslun sporin og auðveldar innkaupin. Margar netverslanir áforma aukinn kraft í netverslun nú fyrir jólin,” segir Þór Sigurðsson, sem stýrir vefsíðunni Kjarni.is sem er íslensk verslunarmiðstöð á netinu. Kjarni.is er með tæplega 600 íslenskar netverslanir. ,,Það hefur orðið mikil fjölgun í íslenskum netverslunum. Netverslun er að aukast ár frá ári og fólk verslar fjölbreyttari vörur en áður. Verslun með fatnað, skó og íslenska hönnun á netinu hefur á undanförnum árum aukist til muna. Það getur verið mikil og tímafrek vinna sem fer í það að vera sýnilegur með verslun á netinu en með því að vera með allar netverslanir á einum stað eykst sýnileiki þeirri. Það eru mikil tækifæri í netverslun enda þægilegt að versla á netinu og ekki síst fyrir jólin þegar stressið eykst og veður og færð er oft erfið,” segir Þór. Stærstur hluti kvenna kaupir fatnað og snyrtivörur samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar en meirihluti karlmanna kaupir raftæki og tölvur. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Mikil aukning er í veltu netverslana hér á landi. Velta innlendrar netverslana í fyrra var um 4,3 milljarðar króna samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Velta þeirra verslana, sem skráðar eru í atvinnugreinaflokk netverslana hjá Hagstofunni, var um síðustu jól fjórum sinnum meiri en fimm árum áður og umtalsverður vöxtur er einnig í netverslun Íslendinga frá útlöndum, segir í tilkynningu. Jólaverslun hefur farið vel af stað á netinu og allt stefnir í að hún verði mjög góð í ár. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að jólainnkaupin eru að breytast og sífellt fleiri gera jólainnkaupin á netinu. ,,Það má segja að hafi orðið sprenging í netverslun. Fólki finnst þægilegt að kaupa í símanum og tölvunni í stað þess að fara í stressið í verslunarmiðstöð. Margir kjósa að versla jólagjafir á netinu enda sparar netverslun sporin og auðveldar innkaupin. Margar netverslanir áforma aukinn kraft í netverslun nú fyrir jólin,” segir Þór Sigurðsson, sem stýrir vefsíðunni Kjarni.is sem er íslensk verslunarmiðstöð á netinu. Kjarni.is er með tæplega 600 íslenskar netverslanir. ,,Það hefur orðið mikil fjölgun í íslenskum netverslunum. Netverslun er að aukast ár frá ári og fólk verslar fjölbreyttari vörur en áður. Verslun með fatnað, skó og íslenska hönnun á netinu hefur á undanförnum árum aukist til muna. Það getur verið mikil og tímafrek vinna sem fer í það að vera sýnilegur með verslun á netinu en með því að vera með allar netverslanir á einum stað eykst sýnileiki þeirri. Það eru mikil tækifæri í netverslun enda þægilegt að versla á netinu og ekki síst fyrir jólin þegar stressið eykst og veður og færð er oft erfið,” segir Þór. Stærstur hluti kvenna kaupir fatnað og snyrtivörur samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar en meirihluti karlmanna kaupir raftæki og tölvur.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun