Að skreppa saman Úrsúla Jünemann skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Um daginn spurði maðurinn minn hvort við ættum eitthvað að skreppa saman og átti auðvitað við hvort við færum í smá ferðalag. Mér fannst þetta fyndið, ég glotti og svaraði að mig langaði alls ekki að skreppa saman, vildi frekar vera eins stór og sterk eins og ég væri núna. En auðvitað skreppa menn saman með aldrinum. Færni til hreyfingar, styrkur og úthald minnka smátt og smátt. Kannski minnka kröfurnar til lífsins einnig, það gæti verið. Ef til vill er fólk á efri árum sátt við lakari kjör? Viðhorf stjórnvalda í garð eldra fólksins núna í dag – og undanfarin ár einnig – virðast allavega þannig. Eru þarfir fólksins á efri árunum virkilega að skreppa saman? Er lífslöngun og ósk um að vera virkur þátttakandi í þjóðfélaginu „að skreppa saman“? Löngun til að læra meira og bæta við sig eða halda við þekkingu og færni? Allt þetta byggist upp á því að eldra fólkið fái tækifæri. Þegar maður er 50 + á hann til dæmis ekki mörg tækifæri til að fá vinnu. Unga fólkið er ódýrara vinnuafl og með nýlegri menntun. En reynslan sem eldra fólkið kemur með er oft ekki metin að verðleikum. Ekki heldur það að eldri starfsmenn séu lausir við baslið við að ala upp börnin, koma sér upp húsnæði og þurfa oftar að tilkynna forföll út af öllu þessu stressi eða veikindi barna. Það er vitað mál að menn skreppa mjög mikið saman þegar þeir hafa ekki lengur hlutverk í lífinu. Og þegar fólk er þá loksins komið að þeim tímapunkti að fá eftirlaun þá skreppa tekjurnar heldur betur saman. Ég er hrædd um að það muni væntanlega aukast enn ef lífeyrissjóðirnir fjárfesta í einhverjum áhættusæknum verkefnum og tapa á því. Svo mun þjóðin eldast, mun fleiri munu eiga rétt á eftirlaunum og færri afla tekna á móti. Ef eftirlaunagreiðslurnar eru lágar og heilbrigðisþjónustan minnkar enn þá er mikil hætta á ferðinni. Margir eldri borgarar hafa nú þegar ekki efni á því að kaupa lyf og læknisþjónustu. Við tölum ekki um að gera eitthvað skemmtilegt: Ferðast, fara á námskeið, sækja menningarviðburði eða fara út að borða. Menn sem hafa unnið allt sitt líf og skilað sínu til þjóðfélagsins ættu að eiga rétt á því að lifa síðustu árin sín með reisn. Allt kostar sitt og helst af öllu þjónustan sem eldra fólkið þarf á að halda. Rík þjóð eins og Ísland ætti að hafa efni á því! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Um daginn spurði maðurinn minn hvort við ættum eitthvað að skreppa saman og átti auðvitað við hvort við færum í smá ferðalag. Mér fannst þetta fyndið, ég glotti og svaraði að mig langaði alls ekki að skreppa saman, vildi frekar vera eins stór og sterk eins og ég væri núna. En auðvitað skreppa menn saman með aldrinum. Færni til hreyfingar, styrkur og úthald minnka smátt og smátt. Kannski minnka kröfurnar til lífsins einnig, það gæti verið. Ef til vill er fólk á efri árum sátt við lakari kjör? Viðhorf stjórnvalda í garð eldra fólksins núna í dag – og undanfarin ár einnig – virðast allavega þannig. Eru þarfir fólksins á efri árunum virkilega að skreppa saman? Er lífslöngun og ósk um að vera virkur þátttakandi í þjóðfélaginu „að skreppa saman“? Löngun til að læra meira og bæta við sig eða halda við þekkingu og færni? Allt þetta byggist upp á því að eldra fólkið fái tækifæri. Þegar maður er 50 + á hann til dæmis ekki mörg tækifæri til að fá vinnu. Unga fólkið er ódýrara vinnuafl og með nýlegri menntun. En reynslan sem eldra fólkið kemur með er oft ekki metin að verðleikum. Ekki heldur það að eldri starfsmenn séu lausir við baslið við að ala upp börnin, koma sér upp húsnæði og þurfa oftar að tilkynna forföll út af öllu þessu stressi eða veikindi barna. Það er vitað mál að menn skreppa mjög mikið saman þegar þeir hafa ekki lengur hlutverk í lífinu. Og þegar fólk er þá loksins komið að þeim tímapunkti að fá eftirlaun þá skreppa tekjurnar heldur betur saman. Ég er hrædd um að það muni væntanlega aukast enn ef lífeyrissjóðirnir fjárfesta í einhverjum áhættusæknum verkefnum og tapa á því. Svo mun þjóðin eldast, mun fleiri munu eiga rétt á eftirlaunum og færri afla tekna á móti. Ef eftirlaunagreiðslurnar eru lágar og heilbrigðisþjónustan minnkar enn þá er mikil hætta á ferðinni. Margir eldri borgarar hafa nú þegar ekki efni á því að kaupa lyf og læknisþjónustu. Við tölum ekki um að gera eitthvað skemmtilegt: Ferðast, fara á námskeið, sækja menningarviðburði eða fara út að borða. Menn sem hafa unnið allt sitt líf og skilað sínu til þjóðfélagsins ættu að eiga rétt á því að lifa síðustu árin sín með reisn. Allt kostar sitt og helst af öllu þjónustan sem eldra fólkið þarf á að halda. Rík þjóð eins og Ísland ætti að hafa efni á því!
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun