Mikill stuðningur á Norðurlöndum við frjálsa verslun yfir Atlantshafið Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins á Norðurlöndum skrifar 29. október 2015 07:00 Frelsi í viðskiptum er hluti af daglegu lífi fólks á Norðurlöndum. Hagkerfi landanna okkar eru lítil, en saman erum við í fremstu röð í framleiðslu og flutningi á hágæða vörum út um allan heim. Saga okkar er mótuð af fólki sem freistaði gæfunnar utan heimahaganna og fluttist vestur, til Færeyja, Íslands eða Grænlands, í austur og suður til Úkraínu, til Frakklands, Svartahafs eða Miðjarðarhafs. Þúsund árum eftir að norrænir landnemar stigu fæti á Vínland er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að treysta böndin yfir Atlantshafið. Bandaríkin eru mikilvægasta markaðssvæði allra Norðurlandanna fyrir utan innri markað ESB/EES. Bandaríkin og Evrópusambandið eiga nú í viðræðum um gerð fríverslunarsamnings (e. Transatlantic Trade and Investment Partnership; TTIP). Það er góð hugmynd að efla verslun og viðskipti og margir eru á þeirri skoðun. Ný könnun meðal 4.600 íbúa á Norðurlöndum sýnir mikinn stuðning í öllum löndunum fimm við frjálsa verslun og ekki síst verslun á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum en Danir eru jákvæðastir Norðurlandaþjóða sem eiga aðild að ESB. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Stuðningur við samninginn er afgerandi á Norðurlöndum öllum. Þeir sem hafa kynnt sér efni samningaviðræðnanna vel eru jákvæðari en þeir sem hafa ekki gert það. Íslendingar og Norðmenn nefna lægra vöruverð og aukið vöruúrval sem helstu kosti þess að gera fríverslunarsamning milli ESB og Bandaríkjanna, en Danir, Finnar og Svíar nefna aukinn útflutning, hagvöxt og fjölgun starfa. Það er almenn skoðun allra þjóðanna að bæði Evrópa og Bandaríkin muni hagnast ef samkomulag næst.Jákvæð áhrif fyrir alla Fríverslunarsamningur sem tengir Evrópu og Bandaríkin mun hafa jákvæð áhrif fyrir alla – bæði neytendur og fyrirtæki. Hagvöxtur mun aukast og störfum fjölga í löndunum okkar fimm. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu þó hagnast mest og eru stjórnendur þeirra jákvæðastir í garð fríverslunarsamningsins. Sameiginlegt regluverk og kröfur sem samningurinn mun hafa í för með sér hefur jákvæð áhrif á bæði atvinnulíf og neytendur á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Lækkun tolla eða afnám þeirra mun auka viðskipti milli landa. Eitt markaðssvæði Bandaríkjanna, Evrópu og Norðurlandanna yrði til með 850 milljóna manna heimamarkað. Þó svo að Noregur og Ísland séu ekki aðilar að Evrópusambandinu, telja bæði Íslendingar og Norðmenn að fríverslunarsamningur milli ESB og Bandaríkjanna myndi hafa jákvæð áhrif á innri markað EES-svæðisins sem þjóðirnar eiga aðild að. Fyrir utan aukinn kraft sem mun hlaupa í atvinnulífið og tilheyrandi vöxt efnahagslífsins á öllu EES-svæðinu munu íslenskir og norskir neytendur njóta góðs af samræmdri vottun og prófunum á neytendavörum sem samningurinn mun fela í sér. Ísland og Noregur gætu svo notið allra kosta fríverslunarsamningsins í fyllingu tímans með því að fullgilda hann nái ESB og Bandaríkin samkomulagi.Neytendavernd mikil Án efa mun reynast flókið að ná samkomulagi um regluverk milli aðila. Því má þó ekki gleyma að neytendavernd er mikil beggja vegna Atlantsála og kröfur í umhverfismálum strangar. Nútímalegir neytendur gera kröfur um góðar og öruggar vörur og fyrirmyndar þjónustu. Standi fyrirtæki ekki undir kröfum neytenda snúa þeir sér annað og fyrirtækin verða undir í samkeppninni. Góðar líkur eru á að staðlar ESB og Bandaríkjanna geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd í alþjóðaviðskiptum. Í ljósi mikils stuðnings á Norðurlöndunum við gerð fríverslunarsamnings milli ESB og Bandaríkjanna viljum við biðja samninganefndirnar um tvennt. Í fyrsta lagi að samningaviðræðum verði lokið á næsta ári og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Í öðru lagi óskum við þess að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna verði metnaðarfullur og víðtækur. Einnig að í honum felist skýr lagarammi sem tryggi fjárfestingar aðildarfyrirtækja okkar. Við viljum tryggja hagsmuni allra við gerð samningsins og vinna að því markmiði með stjórnmálamönnum og fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Í ljósi þess að Bandaríkin og ríki við Kyrrahafið hafa nýverið gert fríverslunarsamning ( e. Trans Pacific Partnership; TPP) gerir það enn brýnna en áður að ESB og Bandaríkin ljúki samningaviðræðum sínum sem allra fyrst. Könnunin var gerð á Norðurlöndum dagana 31. júlí til 11. ágúst 2015 og byggir á 4.600 svörum. Yfir 1.000 svör fengust í löndunum utan Íslands þar sem svör voru 578. CINT sá um framkvæmd könnunarinnar í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku en MMR á Íslandi. Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð létu gera könnunina.Karsten Dybvad,framkvæmdastjóri DI, samtaka iðnaðarins í Danmörku.Jyri Häkämies,framkvæmdastjóri EK, samtaka atvinnulífsins í Finnlandi.Carola Lemne,framkvæmdastjóri SN, samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð.Kristin Skogen Lund,framkvæmdastjóri NHO, samtaka atvinnulífsins í Noregi.Þorsteinn Víglundsson,framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Frelsi í viðskiptum er hluti af daglegu lífi fólks á Norðurlöndum. Hagkerfi landanna okkar eru lítil, en saman erum við í fremstu röð í framleiðslu og flutningi á hágæða vörum út um allan heim. Saga okkar er mótuð af fólki sem freistaði gæfunnar utan heimahaganna og fluttist vestur, til Færeyja, Íslands eða Grænlands, í austur og suður til Úkraínu, til Frakklands, Svartahafs eða Miðjarðarhafs. Þúsund árum eftir að norrænir landnemar stigu fæti á Vínland er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að treysta böndin yfir Atlantshafið. Bandaríkin eru mikilvægasta markaðssvæði allra Norðurlandanna fyrir utan innri markað ESB/EES. Bandaríkin og Evrópusambandið eiga nú í viðræðum um gerð fríverslunarsamnings (e. Transatlantic Trade and Investment Partnership; TTIP). Það er góð hugmynd að efla verslun og viðskipti og margir eru á þeirri skoðun. Ný könnun meðal 4.600 íbúa á Norðurlöndum sýnir mikinn stuðning í öllum löndunum fimm við frjálsa verslun og ekki síst verslun á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum en Danir eru jákvæðastir Norðurlandaþjóða sem eiga aðild að ESB. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Stuðningur við samninginn er afgerandi á Norðurlöndum öllum. Þeir sem hafa kynnt sér efni samningaviðræðnanna vel eru jákvæðari en þeir sem hafa ekki gert það. Íslendingar og Norðmenn nefna lægra vöruverð og aukið vöruúrval sem helstu kosti þess að gera fríverslunarsamning milli ESB og Bandaríkjanna, en Danir, Finnar og Svíar nefna aukinn útflutning, hagvöxt og fjölgun starfa. Það er almenn skoðun allra þjóðanna að bæði Evrópa og Bandaríkin muni hagnast ef samkomulag næst.Jákvæð áhrif fyrir alla Fríverslunarsamningur sem tengir Evrópu og Bandaríkin mun hafa jákvæð áhrif fyrir alla – bæði neytendur og fyrirtæki. Hagvöxtur mun aukast og störfum fjölga í löndunum okkar fimm. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu þó hagnast mest og eru stjórnendur þeirra jákvæðastir í garð fríverslunarsamningsins. Sameiginlegt regluverk og kröfur sem samningurinn mun hafa í för með sér hefur jákvæð áhrif á bæði atvinnulíf og neytendur á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Lækkun tolla eða afnám þeirra mun auka viðskipti milli landa. Eitt markaðssvæði Bandaríkjanna, Evrópu og Norðurlandanna yrði til með 850 milljóna manna heimamarkað. Þó svo að Noregur og Ísland séu ekki aðilar að Evrópusambandinu, telja bæði Íslendingar og Norðmenn að fríverslunarsamningur milli ESB og Bandaríkjanna myndi hafa jákvæð áhrif á innri markað EES-svæðisins sem þjóðirnar eiga aðild að. Fyrir utan aukinn kraft sem mun hlaupa í atvinnulífið og tilheyrandi vöxt efnahagslífsins á öllu EES-svæðinu munu íslenskir og norskir neytendur njóta góðs af samræmdri vottun og prófunum á neytendavörum sem samningurinn mun fela í sér. Ísland og Noregur gætu svo notið allra kosta fríverslunarsamningsins í fyllingu tímans með því að fullgilda hann nái ESB og Bandaríkin samkomulagi.Neytendavernd mikil Án efa mun reynast flókið að ná samkomulagi um regluverk milli aðila. Því má þó ekki gleyma að neytendavernd er mikil beggja vegna Atlantsála og kröfur í umhverfismálum strangar. Nútímalegir neytendur gera kröfur um góðar og öruggar vörur og fyrirmyndar þjónustu. Standi fyrirtæki ekki undir kröfum neytenda snúa þeir sér annað og fyrirtækin verða undir í samkeppninni. Góðar líkur eru á að staðlar ESB og Bandaríkjanna geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd í alþjóðaviðskiptum. Í ljósi mikils stuðnings á Norðurlöndunum við gerð fríverslunarsamnings milli ESB og Bandaríkjanna viljum við biðja samninganefndirnar um tvennt. Í fyrsta lagi að samningaviðræðum verði lokið á næsta ári og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Í öðru lagi óskum við þess að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna verði metnaðarfullur og víðtækur. Einnig að í honum felist skýr lagarammi sem tryggi fjárfestingar aðildarfyrirtækja okkar. Við viljum tryggja hagsmuni allra við gerð samningsins og vinna að því markmiði með stjórnmálamönnum og fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Í ljósi þess að Bandaríkin og ríki við Kyrrahafið hafa nýverið gert fríverslunarsamning ( e. Trans Pacific Partnership; TPP) gerir það enn brýnna en áður að ESB og Bandaríkin ljúki samningaviðræðum sínum sem allra fyrst. Könnunin var gerð á Norðurlöndum dagana 31. júlí til 11. ágúst 2015 og byggir á 4.600 svörum. Yfir 1.000 svör fengust í löndunum utan Íslands þar sem svör voru 578. CINT sá um framkvæmd könnunarinnar í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku en MMR á Íslandi. Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð létu gera könnunina.Karsten Dybvad,framkvæmdastjóri DI, samtaka iðnaðarins í Danmörku.Jyri Häkämies,framkvæmdastjóri EK, samtaka atvinnulífsins í Finnlandi.Carola Lemne,framkvæmdastjóri SN, samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð.Kristin Skogen Lund,framkvæmdastjóri NHO, samtaka atvinnulífsins í Noregi.Þorsteinn Víglundsson,framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Íslandi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun