Munurinn á útflutningstekjum af ferðaþjónustu og neyslu erlendra gesta Cristi Frent og Edward Huijbens skrifar 29. október 2015 07:00 Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er áhersla lögð á áreiðanleg gögn og það að „markmið í ferðaþjónustu byggi á áreiðanlegum mælingum á núverandi stöðu“. Slík gögn eru m.a. svokallaðir ferðaþjónustureikningar, sem höfundar Vegvísisins vilja að gefnir verði út árlega. Þessir ferðaþjónustureikningar, einnig nefndir hliðarreikningar við þjóðhagsreikninga, eru unnir eftir alþjóðlegum stöðlum Sameinuðu þjóðanna um meðferð hagstærða í ferðaþjónustu. Nýverið birti Hagstofa Íslands nýja ferðaþjónustureikninga fyrir tímabilið 2009-2013, þar sem m.a. er sérstaklega gerð grein fyrir neyslu erlendra gesta. Í fréttaumfjöllun um tekjur af hinum mikla straumi ferðamanna sem komið hefur til Íslands undanfarið er gjarnan rætt um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Hagstofan talar í þessu samhengi um „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“. Þessar tekjur eru síðan bornar saman við útflutningstekjur af hinum stóru atvinnuvegunum, þ.e. sjávarútvegi og stóriðju. Fréttnæmt hefur þótt að útflutningstekjur af ferðaþjónustu hafa virst vera meiri en af hinum stóru atvinnuvegunum tveimur. Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“ stenst þetta ekki skoðun. Nýir ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar, sem birtust í júní og ágúst 2015, voru unnir í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og byggja á aðferðafræði Sameinuðu þjóðanna. Þar var gerð grein fyrir neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma, það er þær beinu tekjur sem sannanlega verða til af komu erlendra ferðamanna til Íslands. Neysla þeirra eru því tekjur sem koma inn í landið vegna ferðamannastraumsins hingað til lands og gefa til kynna hvert umfang íslenskrar ferðaþjónustu er innanlands. Árið 2013 voru þessar tekjur um 165 milljarðar, eins og sjá má á töflu 1. Árin 2009-2013 eru þær að jafnaði um 60% af heildarútflutningstekjum af ferðaþjónustu.Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.Þessi rúmu 40% samanstanda af:Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendisLeigutekjum íslenskra flugfélaga erlendisTekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækninguTekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.Við viljum leggja áherslu á að hætt verði að tala um útflutningstekjur í samhengi við umfang íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem það gefur ranga mynd af þeim tekjum sem verða til vegna erlendra ferðamanna sem hingað koma. Áætlanir opinberra eða einkaaðila um fjárfestingu, framtíð, skipulag, innviði og sýn fyrir íslenska ferðaþjónustu ættu að byggja á gögnum um neyslu erlendra ferðamanna í stað hinna margumræddu útflutningstekna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er áhersla lögð á áreiðanleg gögn og það að „markmið í ferðaþjónustu byggi á áreiðanlegum mælingum á núverandi stöðu“. Slík gögn eru m.a. svokallaðir ferðaþjónustureikningar, sem höfundar Vegvísisins vilja að gefnir verði út árlega. Þessir ferðaþjónustureikningar, einnig nefndir hliðarreikningar við þjóðhagsreikninga, eru unnir eftir alþjóðlegum stöðlum Sameinuðu þjóðanna um meðferð hagstærða í ferðaþjónustu. Nýverið birti Hagstofa Íslands nýja ferðaþjónustureikninga fyrir tímabilið 2009-2013, þar sem m.a. er sérstaklega gerð grein fyrir neyslu erlendra gesta. Í fréttaumfjöllun um tekjur af hinum mikla straumi ferðamanna sem komið hefur til Íslands undanfarið er gjarnan rætt um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Hagstofan talar í þessu samhengi um „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“. Þessar tekjur eru síðan bornar saman við útflutningstekjur af hinum stóru atvinnuvegunum, þ.e. sjávarútvegi og stóriðju. Fréttnæmt hefur þótt að útflutningstekjur af ferðaþjónustu hafa virst vera meiri en af hinum stóru atvinnuvegunum tveimur. Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“ stenst þetta ekki skoðun. Nýir ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar, sem birtust í júní og ágúst 2015, voru unnir í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og byggja á aðferðafræði Sameinuðu þjóðanna. Þar var gerð grein fyrir neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma, það er þær beinu tekjur sem sannanlega verða til af komu erlendra ferðamanna til Íslands. Neysla þeirra eru því tekjur sem koma inn í landið vegna ferðamannastraumsins hingað til lands og gefa til kynna hvert umfang íslenskrar ferðaþjónustu er innanlands. Árið 2013 voru þessar tekjur um 165 milljarðar, eins og sjá má á töflu 1. Árin 2009-2013 eru þær að jafnaði um 60% af heildarútflutningstekjum af ferðaþjónustu.Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.Þessi rúmu 40% samanstanda af:Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendisLeigutekjum íslenskra flugfélaga erlendisTekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækninguTekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.Við viljum leggja áherslu á að hætt verði að tala um útflutningstekjur í samhengi við umfang íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem það gefur ranga mynd af þeim tekjum sem verða til vegna erlendra ferðamanna sem hingað koma. Áætlanir opinberra eða einkaaðila um fjárfestingu, framtíð, skipulag, innviði og sýn fyrir íslenska ferðaþjónustu ættu að byggja á gögnum um neyslu erlendra ferðamanna í stað hinna margumræddu útflutningstekna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar