Munurinn á útflutningstekjum af ferðaþjónustu og neyslu erlendra gesta Cristi Frent og Edward Huijbens skrifar 29. október 2015 07:00 Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er áhersla lögð á áreiðanleg gögn og það að „markmið í ferðaþjónustu byggi á áreiðanlegum mælingum á núverandi stöðu“. Slík gögn eru m.a. svokallaðir ferðaþjónustureikningar, sem höfundar Vegvísisins vilja að gefnir verði út árlega. Þessir ferðaþjónustureikningar, einnig nefndir hliðarreikningar við þjóðhagsreikninga, eru unnir eftir alþjóðlegum stöðlum Sameinuðu þjóðanna um meðferð hagstærða í ferðaþjónustu. Nýverið birti Hagstofa Íslands nýja ferðaþjónustureikninga fyrir tímabilið 2009-2013, þar sem m.a. er sérstaklega gerð grein fyrir neyslu erlendra gesta. Í fréttaumfjöllun um tekjur af hinum mikla straumi ferðamanna sem komið hefur til Íslands undanfarið er gjarnan rætt um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Hagstofan talar í þessu samhengi um „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“. Þessar tekjur eru síðan bornar saman við útflutningstekjur af hinum stóru atvinnuvegunum, þ.e. sjávarútvegi og stóriðju. Fréttnæmt hefur þótt að útflutningstekjur af ferðaþjónustu hafa virst vera meiri en af hinum stóru atvinnuvegunum tveimur. Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“ stenst þetta ekki skoðun. Nýir ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar, sem birtust í júní og ágúst 2015, voru unnir í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og byggja á aðferðafræði Sameinuðu þjóðanna. Þar var gerð grein fyrir neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma, það er þær beinu tekjur sem sannanlega verða til af komu erlendra ferðamanna til Íslands. Neysla þeirra eru því tekjur sem koma inn í landið vegna ferðamannastraumsins hingað til lands og gefa til kynna hvert umfang íslenskrar ferðaþjónustu er innanlands. Árið 2013 voru þessar tekjur um 165 milljarðar, eins og sjá má á töflu 1. Árin 2009-2013 eru þær að jafnaði um 60% af heildarútflutningstekjum af ferðaþjónustu.Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.Þessi rúmu 40% samanstanda af:Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendisLeigutekjum íslenskra flugfélaga erlendisTekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækninguTekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.Við viljum leggja áherslu á að hætt verði að tala um útflutningstekjur í samhengi við umfang íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem það gefur ranga mynd af þeim tekjum sem verða til vegna erlendra ferðamanna sem hingað koma. Áætlanir opinberra eða einkaaðila um fjárfestingu, framtíð, skipulag, innviði og sýn fyrir íslenska ferðaþjónustu ættu að byggja á gögnum um neyslu erlendra ferðamanna í stað hinna margumræddu útflutningstekna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er áhersla lögð á áreiðanleg gögn og það að „markmið í ferðaþjónustu byggi á áreiðanlegum mælingum á núverandi stöðu“. Slík gögn eru m.a. svokallaðir ferðaþjónustureikningar, sem höfundar Vegvísisins vilja að gefnir verði út árlega. Þessir ferðaþjónustureikningar, einnig nefndir hliðarreikningar við þjóðhagsreikninga, eru unnir eftir alþjóðlegum stöðlum Sameinuðu þjóðanna um meðferð hagstærða í ferðaþjónustu. Nýverið birti Hagstofa Íslands nýja ferðaþjónustureikninga fyrir tímabilið 2009-2013, þar sem m.a. er sérstaklega gerð grein fyrir neyslu erlendra gesta. Í fréttaumfjöllun um tekjur af hinum mikla straumi ferðamanna sem komið hefur til Íslands undanfarið er gjarnan rætt um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Hagstofan talar í þessu samhengi um „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“. Þessar tekjur eru síðan bornar saman við útflutningstekjur af hinum stóru atvinnuvegunum, þ.e. sjávarútvegi og stóriðju. Fréttnæmt hefur þótt að útflutningstekjur af ferðaþjónustu hafa virst vera meiri en af hinum stóru atvinnuvegunum tveimur. Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“ stenst þetta ekki skoðun. Nýir ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar, sem birtust í júní og ágúst 2015, voru unnir í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og byggja á aðferðafræði Sameinuðu þjóðanna. Þar var gerð grein fyrir neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma, það er þær beinu tekjur sem sannanlega verða til af komu erlendra ferðamanna til Íslands. Neysla þeirra eru því tekjur sem koma inn í landið vegna ferðamannastraumsins hingað til lands og gefa til kynna hvert umfang íslenskrar ferðaþjónustu er innanlands. Árið 2013 voru þessar tekjur um 165 milljarðar, eins og sjá má á töflu 1. Árin 2009-2013 eru þær að jafnaði um 60% af heildarútflutningstekjum af ferðaþjónustu.Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.Þessi rúmu 40% samanstanda af:Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendisLeigutekjum íslenskra flugfélaga erlendisTekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækninguTekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.Við viljum leggja áherslu á að hætt verði að tala um útflutningstekjur í samhengi við umfang íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem það gefur ranga mynd af þeim tekjum sem verða til vegna erlendra ferðamanna sem hingað koma. Áætlanir opinberra eða einkaaðila um fjárfestingu, framtíð, skipulag, innviði og sýn fyrir íslenska ferðaþjónustu ættu að byggja á gögnum um neyslu erlendra ferðamanna í stað hinna margumræddu útflutningstekna.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun