Stórasta hátíðin í öllum heiminum Magnús Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú á tilfinningaþrungnu augnabliki í lífi lítillar þjóðar. Karlalandsliðið í handbolta var nýbúið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna og það er ekki lítið afrek fyrir litla þjóð. Þessi ummæli vöktu mikla gleði í stóru hjarta lítillar þjóðar. Ekki vegna þess að þau væru mælt á örlítið bjagaðri íslensku heldur fremur vegna þess að Dorrit sagði að við værum stór. Fátt gleður smáþjóðina meira en að vera stór. Íslenska þjóðin hefur líka haft ófá tækifærin í gegnum tíðina til þess að gleðjast yfir afrekum sínum á alþjóðlegum vettvangi íþrótta, lista og menningar. Það er eitthvað sem við megum með sönnu vera stolt af í alla staði. En einmitt vegna þess að við erum smáþjóð. Engu að síður virðumst við endalaust finna hjá okkur þörf til þess að reyna að hafa alla hluti sem stærsta og mesta. Við viljum t.d. halda eins stórar hátíðir og veislur og mögulegt er með það að meginmarkmiði að gefa þeim nú ekkert eftir, þessum veislum úti í hinum stóra heimi. Menningarnótt í Reykjavík er ágætis dæmi um þetta. Menningarnótt í Reykjavík er um margt vel heppnuð hátíð. Uppfull af alls konar skemmtilegum list- og menningarviðburðum þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En hún er líka ágætis dæmi um það hvernig það sem er stórt og fyrirferðarmikið tekur yfir það sem er lítið og skemmtilegt. Fyrstu árin einkenndist Menningarnótt af því að borgarbúar, sem og aðrir gestir, gátu lagt leið sína í miðbæinn til þess að njóta fjölda smárra en skemmtilegra listviðburða. En smátt og smátt virðist blessuð minnimáttarkenndin hafa náð í skottið á okkur og í seinni tíð virðist vera aukin áhersla á risatónleika sem ríkisstofnun stendur fyrir af einhverjum ókunnum ástæðum. Að ógleymdri flugeldasýningu sem er kannski í boði stórfyrirtækis. Það er dálítil synd hvað okkur gengur illa að halda í fegurðina og gleðina sem býr í hinu smáa og sjálfsprottna. Í þessu smáa og sjálfsprottna felast nefnilega verðmæti sem vert er að hlúa að. Tónleikar í bakgarði og myndlistasýning á miðri götu eru nefnilega frábær vettvangur fyrir fjölskylduna til þess að njóta samveru og eiga góðar stundir. Vettvangur sem hefur heilmargt fram yfir fyrirferðarmikla tónleika á Arnarhóli þar sem allt er keyrt í botn, foreldrar ríghalda í börnin í mannþrönginni og unglingarnir eru fyrir löngu farnir fyrir framan sviðið að reyna að ná soga í sig síðustu útihátíðartóna sumarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú á tilfinningaþrungnu augnabliki í lífi lítillar þjóðar. Karlalandsliðið í handbolta var nýbúið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna og það er ekki lítið afrek fyrir litla þjóð. Þessi ummæli vöktu mikla gleði í stóru hjarta lítillar þjóðar. Ekki vegna þess að þau væru mælt á örlítið bjagaðri íslensku heldur fremur vegna þess að Dorrit sagði að við værum stór. Fátt gleður smáþjóðina meira en að vera stór. Íslenska þjóðin hefur líka haft ófá tækifærin í gegnum tíðina til þess að gleðjast yfir afrekum sínum á alþjóðlegum vettvangi íþrótta, lista og menningar. Það er eitthvað sem við megum með sönnu vera stolt af í alla staði. En einmitt vegna þess að við erum smáþjóð. Engu að síður virðumst við endalaust finna hjá okkur þörf til þess að reyna að hafa alla hluti sem stærsta og mesta. Við viljum t.d. halda eins stórar hátíðir og veislur og mögulegt er með það að meginmarkmiði að gefa þeim nú ekkert eftir, þessum veislum úti í hinum stóra heimi. Menningarnótt í Reykjavík er ágætis dæmi um þetta. Menningarnótt í Reykjavík er um margt vel heppnuð hátíð. Uppfull af alls konar skemmtilegum list- og menningarviðburðum þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. En hún er líka ágætis dæmi um það hvernig það sem er stórt og fyrirferðarmikið tekur yfir það sem er lítið og skemmtilegt. Fyrstu árin einkenndist Menningarnótt af því að borgarbúar, sem og aðrir gestir, gátu lagt leið sína í miðbæinn til þess að njóta fjölda smárra en skemmtilegra listviðburða. En smátt og smátt virðist blessuð minnimáttarkenndin hafa náð í skottið á okkur og í seinni tíð virðist vera aukin áhersla á risatónleika sem ríkisstofnun stendur fyrir af einhverjum ókunnum ástæðum. Að ógleymdri flugeldasýningu sem er kannski í boði stórfyrirtækis. Það er dálítil synd hvað okkur gengur illa að halda í fegurðina og gleðina sem býr í hinu smáa og sjálfsprottna. Í þessu smáa og sjálfsprottna felast nefnilega verðmæti sem vert er að hlúa að. Tónleikar í bakgarði og myndlistasýning á miðri götu eru nefnilega frábær vettvangur fyrir fjölskylduna til þess að njóta samveru og eiga góðar stundir. Vettvangur sem hefur heilmargt fram yfir fyrirferðarmikla tónleika á Arnarhóli þar sem allt er keyrt í botn, foreldrar ríghalda í börnin í mannþrönginni og unglingarnir eru fyrir löngu farnir fyrir framan sviðið að reyna að ná soga í sig síðustu útihátíðartóna sumarsins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun