Leitum sameiginlegra lausna Kolbeinn Árnason skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Óskir Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa snúið að því að stjórnvöld taki tillit til íslenskra viðskiptahagsmuna en fela ekki í sér kröfu um breytingar á utanríkisstefnu Íslands. Við teljum að það sé sjálfsögð krafa að stjórnvöld efni til umræðu um aðgerðir sem snerta jafn mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar og íslenskur sjávarútvegur gerir. Við gerum okkur grein fyrir því að málið er ekki einfalt og snertir víða hagsmuni. Hins vegar er það svo að áhrifin hitta okkur Íslendinga sérlega harkalega fyrir vegna þess hve samofnir hagsmunir Íslendinga og sjávarútvegsins eru. Þær viðskiptaþvinganir sem Rússar eru beittir af hálfu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snerta fá svið. Þær ganga út á það að Rússum verði ekki seld hergögn, að eignir ákveðinna einstaklinga séu frystar og að komið sé í veg fyrir fjármögnun sumra fjármálastofnana í Rússlandi. Ekkert þessara atriða snerta Ísland. Viðbrögð Rússa við þessum aðgerðum eru að loka á innflutning á matvælum og það hittir Íslendinga hins vegar mjög illa fyrir. Mér er það til efs að nokkurt annað land verði fyrir jafn alvarlegum efnahagslegum afleiðingum þessara viðskiptaþvingana sem önnur lönd hönnuðu á grundvelli sinna hagsmuna. Þannig sáum við nýlega fréttir af því að þýska fyrirtækið Siemens var að gera 40 ára þjónustusamning við rússnesk járnbrautafyrirtæki, áfram selja Rússar gas til Evrópu og svo mætti áfram telja. Hagsmunir Íslendinga í þessu máli tengjast ekki einungis hagsmunum nokkurra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þeir varða þjóðarhag. Í húfi er fjöldi starfa, gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, afkoma sveitarfélaga víða um land, afkoma fyrirtækja sem skila samfélaginu stórum hluta tekna sinna sem við byggjum velferð okkar á. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki horfa ekki bara til næsta ársreiknings, þau hafa á undanförnum árum lagt í gríðarlega fjárfestingar á skipum og vinnslum til að geta eflst og stækkað. Til hliðar við þær fjárfestingar hafa tæknigreinar eflst og ýmiss konar vöruþróun til að nýta hráefni sem best og skapa þannig aukin verðmæti sem svo nýtast samfélaginu. Þessi sjónarmið hafa fyrirtækin að leiðarljósi í starfi sínu og óska eftir því að það geri stjórnvöld líka. Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi höfum ekki áhuga á að því að leggjast í skotgrafahernað við einstaka menn eða ráðuneyti, við gerum okkur vel grein fyrir því hve flókin staða þetta er. Við óskum hins vegar eftir því að unnið sé í friðsemd að því að gera sem best úr stöðunni og hægt er úr því sem komið er með hagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Óskir Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa snúið að því að stjórnvöld taki tillit til íslenskra viðskiptahagsmuna en fela ekki í sér kröfu um breytingar á utanríkisstefnu Íslands. Við teljum að það sé sjálfsögð krafa að stjórnvöld efni til umræðu um aðgerðir sem snerta jafn mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar og íslenskur sjávarútvegur gerir. Við gerum okkur grein fyrir því að málið er ekki einfalt og snertir víða hagsmuni. Hins vegar er það svo að áhrifin hitta okkur Íslendinga sérlega harkalega fyrir vegna þess hve samofnir hagsmunir Íslendinga og sjávarútvegsins eru. Þær viðskiptaþvinganir sem Rússar eru beittir af hálfu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snerta fá svið. Þær ganga út á það að Rússum verði ekki seld hergögn, að eignir ákveðinna einstaklinga séu frystar og að komið sé í veg fyrir fjármögnun sumra fjármálastofnana í Rússlandi. Ekkert þessara atriða snerta Ísland. Viðbrögð Rússa við þessum aðgerðum eru að loka á innflutning á matvælum og það hittir Íslendinga hins vegar mjög illa fyrir. Mér er það til efs að nokkurt annað land verði fyrir jafn alvarlegum efnahagslegum afleiðingum þessara viðskiptaþvingana sem önnur lönd hönnuðu á grundvelli sinna hagsmuna. Þannig sáum við nýlega fréttir af því að þýska fyrirtækið Siemens var að gera 40 ára þjónustusamning við rússnesk járnbrautafyrirtæki, áfram selja Rússar gas til Evrópu og svo mætti áfram telja. Hagsmunir Íslendinga í þessu máli tengjast ekki einungis hagsmunum nokkurra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þeir varða þjóðarhag. Í húfi er fjöldi starfa, gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, afkoma sveitarfélaga víða um land, afkoma fyrirtækja sem skila samfélaginu stórum hluta tekna sinna sem við byggjum velferð okkar á. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki horfa ekki bara til næsta ársreiknings, þau hafa á undanförnum árum lagt í gríðarlega fjárfestingar á skipum og vinnslum til að geta eflst og stækkað. Til hliðar við þær fjárfestingar hafa tæknigreinar eflst og ýmiss konar vöruþróun til að nýta hráefni sem best og skapa þannig aukin verðmæti sem svo nýtast samfélaginu. Þessi sjónarmið hafa fyrirtækin að leiðarljósi í starfi sínu og óska eftir því að það geri stjórnvöld líka. Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi höfum ekki áhuga á að því að leggjast í skotgrafahernað við einstaka menn eða ráðuneyti, við gerum okkur vel grein fyrir því hve flókin staða þetta er. Við óskum hins vegar eftir því að unnið sé í friðsemd að því að gera sem best úr stöðunni og hægt er úr því sem komið er með hagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun