Loftslagsbreytingar eru ekki bara í langt-í-burtu-istan Árni Snævarr skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Hornfirðingurinn Sigurpáll Ingibergsson hefur það fyrir sið að taka mynd í hvert sinn sem hann á leið fram hjá Hólárjökli. Sigurpáll sendi loftslags-átakinu #MittFramlag þessa samsettu mynd og eru myndirnar teknar með tíu ára millibili. Engum leynist breytingin sem hefur orðið á einum áratug. „Það sést glöggt að jökultungan hefur styst og jökullinn þynnst,“ segir Sigurpáll og bætir við: „Ég spái því að jökultungan verði horfin innan fjögurra ára. Hlutirnir gerast svo hratt.“ Hólárjökull er skriðjökull úr Vatnajökli, stærsta jökli Íslands og Evrópu. Hann mun láta mikið á sjá vegna hlýnunar jarðar á næstu tveimur öldum og munu skriðjöklarnir sunnan í jöklinum (Breiðamerkurjökull og Skeiðarárjökull) eyðast fyrst. Langjökull, næststærsti jökull Íslands, mun einfaldlega hverfa innan hálfrar annarrar aldar og við lok þessarar aldar verða 80% jökulsins á bak og burt.Síðasta kynslóð sem getur gert eitthvað Þeir sem fylgjast með erlendum fréttum hafa vafalaust orðið þess varir að Bandaríkjastjórn hefur gripið til róttækra aðgerða til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. „Við erum fyrsta kynslóðin sem finnur fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og sú síðasta sem getur gert eitthvað í málinu,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, þegar hann fylgdi aðgerðunum úr hlaði á dögunum. Hins vegar er löngu kominn tími til að loftslagsbreytingar séu fluttar úr flokknum „erlendar fréttir“ yfir í „innlendar fréttir“ jafnt á Íslandi sem annars staðar og kannski ættu þessar kvíslar að renna saman í farveginn „mannlegar fréttir“. Fyrir þá sem telja loftslagsbreytingar enn vera „erlendar fréttir“ sem komi okkar álíka mikið við og lagabreytingar um flóðhestaveiðar í Langt-í-burtu-istan, skal bent á að málsmetandi útlendingar sækja til Íslands til að sjá breytingarnar með eigin augum. Fyrir tveimur árum heimsótti Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ísland og sagði á blaðamannafundi að eitt markmið heimsóknarinnar væri „að hann vildi sjá afleiðingar loftslagsbreytinga af eigin raun og nota vitnisburðinn til að efla pólitískan vilja og sannfæra fólk um hversu brýnn vandi loftslagsbreytingar væru“.Tusku-makríll í stað lundans? Við þurfum samt ekki að hafa orð útlendinga fyrir því að loftslagsbreytingar séu að gerast, hér og nú. Vestmannaeyingar horfa forviða á tómt bjargið í einni stærstu varpstöð lunda í heiminum. Sjór hefur hlýnað við Ísland og makríllinn sækir norður á bóginn og á Íslandsmið landsmönnum til mikillar ánægju. En böggull fylgir skammrifi því makríllinn leitar í sama æti og lundinn, með þeim afleiðingum að hann kemur ekki upp afkvæmum sínum, pysjunum. Sérfræðingar eru á einu máli um að íslenskt efnahagslíf hafi náð sér nokkuð vel eftir Hrunið meðal annars þökk sé tveimur hvalrekum í líki aukins ferðamannastraums og tekna af nýkominni fisktegund: makrílnum. Það er rífandi gangur í sölu tuskulunda á Laugavegi og Skólavörðustíg í Reykjavík, en ef bjargið tæmist endanlega í Eyjum verður lundinn álíka söluvænlegur og geirfuglinn sálugi og fitja verður upp á einhverju nýju. Ekki veit ég hvort tuskumakríll seldist eins og heitar lummur, en það væri auk þess skammgóður vermir því þegar loftslagið er annars vegar virðist allt breytingum undirorpið og ekkert vera endanlegt. Makríllinn gæti horfið eins og hendi sé veifað ef sjórinn kólnar á ný, þegar bráðnunar Grænlandsjökuls fer að gæta í auknum mæli í hafinu.#MittFramlag Sameinuðu þjóðirnar efna til enn einnar loftslagsráðstefnu, þeirrar tuttugustu og fyrstu í röðinni, í París í desember og nú er talið að tímamótasamkomulag kunni að vera innan seilingar. Ljósmyndir Sigurpáls af jöklinum hörfandi, voru hans framlag til átaksins og keppninnar #mittframlag sem íslensk félagasamtök og stofnanir með fulltingi Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, hafa efnt til í aðdraganda Parísarfundarins. Nú líður á seinni hlutann í keppninni þar sem sigurvegari fær Parísarferð að launum, en þar er einfaldlega spurt : Hvert er þitt framlag í dag til bættrar umgengni við náttúruna og gegn loftslagsbreytingum? Og verkefnið er að taka mynd af hverju því sem þér kann að detta í hug og senda gegnum Twitter eða Instagram með #mittframlag eða deila á vefsíðu verkefnisins www.mittframlag.is.Sigurpáll spáir því að Hólárjökull hverfi innan tíu ára Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hornfirðingurinn Sigurpáll Ingibergsson hefur það fyrir sið að taka mynd í hvert sinn sem hann á leið fram hjá Hólárjökli. Sigurpáll sendi loftslags-átakinu #MittFramlag þessa samsettu mynd og eru myndirnar teknar með tíu ára millibili. Engum leynist breytingin sem hefur orðið á einum áratug. „Það sést glöggt að jökultungan hefur styst og jökullinn þynnst,“ segir Sigurpáll og bætir við: „Ég spái því að jökultungan verði horfin innan fjögurra ára. Hlutirnir gerast svo hratt.“ Hólárjökull er skriðjökull úr Vatnajökli, stærsta jökli Íslands og Evrópu. Hann mun láta mikið á sjá vegna hlýnunar jarðar á næstu tveimur öldum og munu skriðjöklarnir sunnan í jöklinum (Breiðamerkurjökull og Skeiðarárjökull) eyðast fyrst. Langjökull, næststærsti jökull Íslands, mun einfaldlega hverfa innan hálfrar annarrar aldar og við lok þessarar aldar verða 80% jökulsins á bak og burt.Síðasta kynslóð sem getur gert eitthvað Þeir sem fylgjast með erlendum fréttum hafa vafalaust orðið þess varir að Bandaríkjastjórn hefur gripið til róttækra aðgerða til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. „Við erum fyrsta kynslóðin sem finnur fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og sú síðasta sem getur gert eitthvað í málinu,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, þegar hann fylgdi aðgerðunum úr hlaði á dögunum. Hins vegar er löngu kominn tími til að loftslagsbreytingar séu fluttar úr flokknum „erlendar fréttir“ yfir í „innlendar fréttir“ jafnt á Íslandi sem annars staðar og kannski ættu þessar kvíslar að renna saman í farveginn „mannlegar fréttir“. Fyrir þá sem telja loftslagsbreytingar enn vera „erlendar fréttir“ sem komi okkar álíka mikið við og lagabreytingar um flóðhestaveiðar í Langt-í-burtu-istan, skal bent á að málsmetandi útlendingar sækja til Íslands til að sjá breytingarnar með eigin augum. Fyrir tveimur árum heimsótti Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ísland og sagði á blaðamannafundi að eitt markmið heimsóknarinnar væri „að hann vildi sjá afleiðingar loftslagsbreytinga af eigin raun og nota vitnisburðinn til að efla pólitískan vilja og sannfæra fólk um hversu brýnn vandi loftslagsbreytingar væru“.Tusku-makríll í stað lundans? Við þurfum samt ekki að hafa orð útlendinga fyrir því að loftslagsbreytingar séu að gerast, hér og nú. Vestmannaeyingar horfa forviða á tómt bjargið í einni stærstu varpstöð lunda í heiminum. Sjór hefur hlýnað við Ísland og makríllinn sækir norður á bóginn og á Íslandsmið landsmönnum til mikillar ánægju. En böggull fylgir skammrifi því makríllinn leitar í sama æti og lundinn, með þeim afleiðingum að hann kemur ekki upp afkvæmum sínum, pysjunum. Sérfræðingar eru á einu máli um að íslenskt efnahagslíf hafi náð sér nokkuð vel eftir Hrunið meðal annars þökk sé tveimur hvalrekum í líki aukins ferðamannastraums og tekna af nýkominni fisktegund: makrílnum. Það er rífandi gangur í sölu tuskulunda á Laugavegi og Skólavörðustíg í Reykjavík, en ef bjargið tæmist endanlega í Eyjum verður lundinn álíka söluvænlegur og geirfuglinn sálugi og fitja verður upp á einhverju nýju. Ekki veit ég hvort tuskumakríll seldist eins og heitar lummur, en það væri auk þess skammgóður vermir því þegar loftslagið er annars vegar virðist allt breytingum undirorpið og ekkert vera endanlegt. Makríllinn gæti horfið eins og hendi sé veifað ef sjórinn kólnar á ný, þegar bráðnunar Grænlandsjökuls fer að gæta í auknum mæli í hafinu.#MittFramlag Sameinuðu þjóðirnar efna til enn einnar loftslagsráðstefnu, þeirrar tuttugustu og fyrstu í röðinni, í París í desember og nú er talið að tímamótasamkomulag kunni að vera innan seilingar. Ljósmyndir Sigurpáls af jöklinum hörfandi, voru hans framlag til átaksins og keppninnar #mittframlag sem íslensk félagasamtök og stofnanir með fulltingi Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, hafa efnt til í aðdraganda Parísarfundarins. Nú líður á seinni hlutann í keppninni þar sem sigurvegari fær Parísarferð að launum, en þar er einfaldlega spurt : Hvert er þitt framlag í dag til bættrar umgengni við náttúruna og gegn loftslagsbreytingum? Og verkefnið er að taka mynd af hverju því sem þér kann að detta í hug og senda gegnum Twitter eða Instagram með #mittframlag eða deila á vefsíðu verkefnisins www.mittframlag.is.Sigurpáll spáir því að Hólárjökull hverfi innan tíu ára
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar