Innlent

Verktakamál sett í salt að sinni

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fundað var hjá ríkissáttasemjara í gær í kjaradeilu starfsmanna ISAL við Rio Tinto Alcan.
Fundað var hjá ríkissáttasemjara í gær í kjaradeilu starfsmanna ISAL við Rio Tinto Alcan. vísir/gva
„Við erum að skoða launaliði núna,“ sagði Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna ISAL, í fundarhléi um viðræður við samninganefnd Rio Tinto Alcan hjá Ríkissáttasemjara í gær.

Fundur hófst klukkan ellefu fyrir hádegi. Hlé var gert í hádeginu og viðræður hófust að nýju hálftvö. Gylfi taldi ólíklegra að næðist saman á fundinum í gær.

Umræðu um kröfu fyrirtækisins að nota verktaka í auknum mæli í Straumsvík segir Gylfi að hafi verið frestað. „Hún er salti.“

Starfsmenn hættu í vikunni við verkfall sem hefjast átti núna um mánaðamótin hjá ISAL vegna fullyrðinga Rio Tinto Alcan um að slíkar aðgerðir myndu leiða til lokunar fyrirtækisins.

Í tilkynningu sem samninganefnin sendi frá sér um miðja vikuna kom fram að markmiðið væri að ná bættum kjörum fyrir starfsmenn, ekki að ná fram lokun fyrirtækisins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×