Rammaáætlun út af sporinu Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Tilefni þessarar greinar eru nýlegar fréttir um að Orkuveita Suðurnesja hafi í hyggju að ráðast í rannsóknaboranir til undirbúnings jarðhitavirkjunar til raforkuframleiðslu í Eldvörpum á Reykjanesi. Milli jarðvarmavirkjana að Svartsengi og á Reykjanesi eru aðeins 14 km og þar á milli liggja Eldvörp. Milli þessara svæða liggur brotabelti Mið-Atlantshafshryggjarins og því eru mikil tengsl milli þessara jarðhitasvæða. Þau eru ekki sjálfstæðar einingar. Sem heild er svæðið þegar ofnýtt með virkjununum að Reykjanesi og Svartsengi. Vinnslan er ekki sjálfbær og frekari vinnsla á miðju svæðinu að Eldvörpum yrði til þess að bæta gráu ofan á svart. Annað jarðhitasvæði á Reykjanesskaga sem þegar er ofnýtt er Hengilssvæðið með Nesjavallavirkjun og þó einkum Hellisheiðarvirkjun. Eftir aðeins örfárra ára nýtingu fellur raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar nú um 2% árlega sem er í andstöðu við þau skilyrði sem sett eru í rammaáætlun um sjálfbæra vinnslu jarðvarma, en þau eru eftirfarandi: „Fyrir sérhvert jarðhitasvæði, og sérhverja vinnsluaðferð, er til ákveðið hámarksvinnslustig, E0, sem er þannig háttað að með lægra vinnslustigi en E0 er unnt að viðhalda óbreyttri orkuvinnslu frá kerfinu yfir mjög langt tímabil (100-300 ár). Sé vinnsluálag meira en E0, er ekki unnt að viðhalda óbreyttri orkuvinnslu svo lengi. Jarðvarmavinnsla minni en eða jöfn E0 er skilgreind sem sjálfbær vinnsla en vinnsla umfram E0 er ekki sjálfbær.“ Ekki er þetta þröng skilgreining á sjálfbærni því kolabirgðir heimsins eru nýttar þannig að þær munu nýtast í 300 til 500 ár en eru þó ekki taldar sjálfbærar. Hellisheiðarvirkjun féll á þessu prófi á fyrstu starfsárum sínum. Orkuvinnsla Hellisheiðarvirkjunar er ekki sjálfbær. Hún er námuvinnsla.Vinnslusvæði of mörg Rammaáætlun um jarðvarma fór út af sporinu þegar hún skipti litlum landsvæðum, eins og Reykjanesi/Svartsengi annars vegar og Hengli hins vegar, upp í marga virkjunarkosti en hvort þeirra er í eðli sínu aðeins einn virkjunarkostur. Þegar kemur að stórfelldri nýtingu jarðvarma, eins og raforkuvinnsla óhjákvæmilega er, með borholum sem geta teygt sig allt að þrjá kílómetra niður í jörðina og mörg hundruð eða þúsundir metra til hliðar frá borsvæðunum þarf hver virkjun helgunarsvæði sem nær 10 km út frá virkjuninni og sambærilega virkjun mætti ekki setja nær en í 20 km fjarlægð. Í rammaáætlun eru fjögur svæði sem öll eru vel innan hrings með 10 km radíus frá Eldvörpum skilgreind þannig: Í nýtingu eru Svartsengi og Reykjanes, í nýtingarflokk falla Stóra-Sandvík og Eldvörp. Á Hengilssvæðinu eru skilgreind tíu vinnslusvæði sem eru í innan við 10 km fjarlægð frá Henglinum: Þegar nýtt eru: Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun, í nýtingarflokki eru: Hverahlíð, Gráuhnúkar og Meitillinn, í biðflokk fara: Innstidalur, Þverárdalur og Ölfusdalur, í verndarflokk fara: Bitra og Grændalur. Þessi skilgreining virkjanakosta er markleysa því kostirnir eru þegar nýttir meira og minna með þeim virkjunum sem fyrir eru, samanber Hverahlíð, Innstadal, Gráuhnúka og Eldvörp, og það sem meira er, svæðin sem heild eru ofnýtt.Framleiðsla raforku úr jarðvarma án nýtingar laghitans er orkusóun Við Krýsuvík eru skilgreindir tveir virkjunarkostir í nýtingarflokki: Sandfell og Sveifluháls og í biðflokki aðrir tveir: Trölladyngja og Austurengjar. Þetta er sama markleysan og á fyrrgreindum tveim svæðum. Á Krýsuvíkursvæðinu er aðeins rúm fyrir eina sjálfbæra jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu. Hæg og vel skipulögð uppbygging myndi leiða í ljós hve stór hún má vera. Í tengslum við fyrirhugaðar vatnsaflsvirkjanir í Neðri-Þjórsá hefur verið staðhæft að samkvæmt rammaáætlun séu hundruð MW jarðvarma í nýtingarflokki á Reykjanesi. Hér að framan hafa verið færð rök fyrir því að það sé rangt, aðeins sé rúm fyrir eina nýja u.þ.b. 50-100 MW jarðvarmarafstöð á Krýsuvíkursvæðinu. Hins vegar má til lengri tíma litið nýta hundruð MW af varma til húshitunar ef orkunni hefur ekki verið sóað til raforkuframleiðslu án nýtingar lághitans. Það er góð orkustefna að framleiða rafmagn með jarðhita sem aukaafurð með lághitanýtingu í hitaveitum en það er orkusóun að láta raforkuframleiðsluna hafa forgang og stýra álaginu á jarðhitasvæðin. Þetta á einkum við á svæðum Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja þar sem orkuþörf til hitunar vex um tugi MW árlega á sama tíma og gengið er á jarðhitann með því að senda árlega meiri varmaorku út í loftið um kæliturna en sem nemur framleiddri raf- og varmaorku og menga andrúmsloftið óhóflega í leiðinni. Rammaáætlunin fór út af sporinu í kjölfar byggingar Kárahnjúkavirkjunar og afar neikvæðrar umræðu þar um. Áherslan var þá lögð á jarðvarmavirkjanir sem nú senda frá sér meiri brennistein út í andrúmslofið en öll hin Norðurlöndin samanlögð og sóa jarðvarma með því að framleiða rafmagn með 10 til 15% nýtingu á jarðvarmanum í stað þess að geyma hann til þess að mæta ört vaxandi orkuþörf komandi kynslóða til húshitunar á þéttbýlasta svæði landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar eru nýlegar fréttir um að Orkuveita Suðurnesja hafi í hyggju að ráðast í rannsóknaboranir til undirbúnings jarðhitavirkjunar til raforkuframleiðslu í Eldvörpum á Reykjanesi. Milli jarðvarmavirkjana að Svartsengi og á Reykjanesi eru aðeins 14 km og þar á milli liggja Eldvörp. Milli þessara svæða liggur brotabelti Mið-Atlantshafshryggjarins og því eru mikil tengsl milli þessara jarðhitasvæða. Þau eru ekki sjálfstæðar einingar. Sem heild er svæðið þegar ofnýtt með virkjununum að Reykjanesi og Svartsengi. Vinnslan er ekki sjálfbær og frekari vinnsla á miðju svæðinu að Eldvörpum yrði til þess að bæta gráu ofan á svart. Annað jarðhitasvæði á Reykjanesskaga sem þegar er ofnýtt er Hengilssvæðið með Nesjavallavirkjun og þó einkum Hellisheiðarvirkjun. Eftir aðeins örfárra ára nýtingu fellur raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar nú um 2% árlega sem er í andstöðu við þau skilyrði sem sett eru í rammaáætlun um sjálfbæra vinnslu jarðvarma, en þau eru eftirfarandi: „Fyrir sérhvert jarðhitasvæði, og sérhverja vinnsluaðferð, er til ákveðið hámarksvinnslustig, E0, sem er þannig háttað að með lægra vinnslustigi en E0 er unnt að viðhalda óbreyttri orkuvinnslu frá kerfinu yfir mjög langt tímabil (100-300 ár). Sé vinnsluálag meira en E0, er ekki unnt að viðhalda óbreyttri orkuvinnslu svo lengi. Jarðvarmavinnsla minni en eða jöfn E0 er skilgreind sem sjálfbær vinnsla en vinnsla umfram E0 er ekki sjálfbær.“ Ekki er þetta þröng skilgreining á sjálfbærni því kolabirgðir heimsins eru nýttar þannig að þær munu nýtast í 300 til 500 ár en eru þó ekki taldar sjálfbærar. Hellisheiðarvirkjun féll á þessu prófi á fyrstu starfsárum sínum. Orkuvinnsla Hellisheiðarvirkjunar er ekki sjálfbær. Hún er námuvinnsla.Vinnslusvæði of mörg Rammaáætlun um jarðvarma fór út af sporinu þegar hún skipti litlum landsvæðum, eins og Reykjanesi/Svartsengi annars vegar og Hengli hins vegar, upp í marga virkjunarkosti en hvort þeirra er í eðli sínu aðeins einn virkjunarkostur. Þegar kemur að stórfelldri nýtingu jarðvarma, eins og raforkuvinnsla óhjákvæmilega er, með borholum sem geta teygt sig allt að þrjá kílómetra niður í jörðina og mörg hundruð eða þúsundir metra til hliðar frá borsvæðunum þarf hver virkjun helgunarsvæði sem nær 10 km út frá virkjuninni og sambærilega virkjun mætti ekki setja nær en í 20 km fjarlægð. Í rammaáætlun eru fjögur svæði sem öll eru vel innan hrings með 10 km radíus frá Eldvörpum skilgreind þannig: Í nýtingu eru Svartsengi og Reykjanes, í nýtingarflokk falla Stóra-Sandvík og Eldvörp. Á Hengilssvæðinu eru skilgreind tíu vinnslusvæði sem eru í innan við 10 km fjarlægð frá Henglinum: Þegar nýtt eru: Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun, í nýtingarflokki eru: Hverahlíð, Gráuhnúkar og Meitillinn, í biðflokk fara: Innstidalur, Þverárdalur og Ölfusdalur, í verndarflokk fara: Bitra og Grændalur. Þessi skilgreining virkjanakosta er markleysa því kostirnir eru þegar nýttir meira og minna með þeim virkjunum sem fyrir eru, samanber Hverahlíð, Innstadal, Gráuhnúka og Eldvörp, og það sem meira er, svæðin sem heild eru ofnýtt.Framleiðsla raforku úr jarðvarma án nýtingar laghitans er orkusóun Við Krýsuvík eru skilgreindir tveir virkjunarkostir í nýtingarflokki: Sandfell og Sveifluháls og í biðflokki aðrir tveir: Trölladyngja og Austurengjar. Þetta er sama markleysan og á fyrrgreindum tveim svæðum. Á Krýsuvíkursvæðinu er aðeins rúm fyrir eina sjálfbæra jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu. Hæg og vel skipulögð uppbygging myndi leiða í ljós hve stór hún má vera. Í tengslum við fyrirhugaðar vatnsaflsvirkjanir í Neðri-Þjórsá hefur verið staðhæft að samkvæmt rammaáætlun séu hundruð MW jarðvarma í nýtingarflokki á Reykjanesi. Hér að framan hafa verið færð rök fyrir því að það sé rangt, aðeins sé rúm fyrir eina nýja u.þ.b. 50-100 MW jarðvarmarafstöð á Krýsuvíkursvæðinu. Hins vegar má til lengri tíma litið nýta hundruð MW af varma til húshitunar ef orkunni hefur ekki verið sóað til raforkuframleiðslu án nýtingar lághitans. Það er góð orkustefna að framleiða rafmagn með jarðhita sem aukaafurð með lághitanýtingu í hitaveitum en það er orkusóun að láta raforkuframleiðsluna hafa forgang og stýra álaginu á jarðhitasvæðin. Þetta á einkum við á svæðum Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja þar sem orkuþörf til hitunar vex um tugi MW árlega á sama tíma og gengið er á jarðhitann með því að senda árlega meiri varmaorku út í loftið um kæliturna en sem nemur framleiddri raf- og varmaorku og menga andrúmsloftið óhóflega í leiðinni. Rammaáætlunin fór út af sporinu í kjölfar byggingar Kárahnjúkavirkjunar og afar neikvæðrar umræðu þar um. Áherslan var þá lögð á jarðvarmavirkjanir sem nú senda frá sér meiri brennistein út í andrúmslofið en öll hin Norðurlöndin samanlögð og sóa jarðvarma með því að framleiða rafmagn með 10 til 15% nýtingu á jarðvarmanum í stað þess að geyma hann til þess að mæta ört vaxandi orkuþörf komandi kynslóða til húshitunar á þéttbýlasta svæði landsins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar