Landsbankinn verði listasafn Bragi Björnsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Þegar Landsbankinn var seldur einkaaðilum á sínum tíma voru þau mistök gerð að listasafn bankans fylgdi með í kaupunum. Listasafn sem réttilega hefði átt að verða eign þjóðarinnar. Nú þegar stjórn bankans hefur ákveðið að reisa nýjar höfuðstöðvar og auglýst hefur verið eftir hugmyndum um nýja notkun á glæsibyggingu bankans í Austurstræti gefst kærkomið tækifæri til að leiðrétta mistökin sem gerð voru á sínum tíma. Mikill sómi væri að því að Landsbankinn af þessu tilefni færði Listasafni Íslands að gjöf listasafn bankans og þær viðbætur er kunna að verða á því um ókomna tíð. Gjöfinni fylgdi sú kvöð að bankanum væri heimilt að sýna hluta safnsins í útibúum og öðru húsnæði bankans, en meginþorri verkanna yrði almenningi til sýnis í gömlu höfuðstöðvunum, sem breytt yrði í listasafn sem bankinn ræki á sinn kostnað. Auk sýninga á listaverkum í eigu bankans yrði listamönnum gefinn kostur á að sýna verk sín endurgjaldslaust í húsinu, því næg eru salarkynnin. Í núverandi afgreiðslusal bankans væri tilvalið að reka veitingahús. Tekjur af þessum rekstri myndu ganga upp í rekstrarkostnað listasafnsins en það sem á vantaði myndi bankinn greiða sem styrk til samfélagsins. Á þennan hátt væri hinu glæsilega húsi bankans fundið verðugt hlutverk og þau mistök sem gerð voru leiðrétt. Þykir einsýnt að safn á þessum stað myndi auðga menningarlíf í miðbænum og draga að íslenska og erlenda listaunnendur. Svo væri það auk þess til bóta ef síðari tíma viðbygging yrði rifin svo hinn upprunalegi glæsileiki hússins fengi að njóta sín á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar Landsbankinn var seldur einkaaðilum á sínum tíma voru þau mistök gerð að listasafn bankans fylgdi með í kaupunum. Listasafn sem réttilega hefði átt að verða eign þjóðarinnar. Nú þegar stjórn bankans hefur ákveðið að reisa nýjar höfuðstöðvar og auglýst hefur verið eftir hugmyndum um nýja notkun á glæsibyggingu bankans í Austurstræti gefst kærkomið tækifæri til að leiðrétta mistökin sem gerð voru á sínum tíma. Mikill sómi væri að því að Landsbankinn af þessu tilefni færði Listasafni Íslands að gjöf listasafn bankans og þær viðbætur er kunna að verða á því um ókomna tíð. Gjöfinni fylgdi sú kvöð að bankanum væri heimilt að sýna hluta safnsins í útibúum og öðru húsnæði bankans, en meginþorri verkanna yrði almenningi til sýnis í gömlu höfuðstöðvunum, sem breytt yrði í listasafn sem bankinn ræki á sinn kostnað. Auk sýninga á listaverkum í eigu bankans yrði listamönnum gefinn kostur á að sýna verk sín endurgjaldslaust í húsinu, því næg eru salarkynnin. Í núverandi afgreiðslusal bankans væri tilvalið að reka veitingahús. Tekjur af þessum rekstri myndu ganga upp í rekstrarkostnað listasafnsins en það sem á vantaði myndi bankinn greiða sem styrk til samfélagsins. Á þennan hátt væri hinu glæsilega húsi bankans fundið verðugt hlutverk og þau mistök sem gerð voru leiðrétt. Þykir einsýnt að safn á þessum stað myndi auðga menningarlíf í miðbænum og draga að íslenska og erlenda listaunnendur. Svo væri það auk þess til bóta ef síðari tíma viðbygging yrði rifin svo hinn upprunalegi glæsileiki hússins fengi að njóta sín á ný.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar