Sælgætiskaka með karamellu Rice Krispies Rikka skrifar 11. ágúst 2015 14:00 Matarmyndir Berglind Guðmundsdóttir heldur úti hinu vinsæla matarbloggi Gulur, rauður, grænn og salt. Þessi kaka er einstaklega góð og falleg í kaffiboðiðBotn100 g suðusúkkulaði80 g smjör3 msk. síróp150 g rjómakúlur200 g Rice Krispies Bræðið smjör, súkkulaði og síróp í potti við vægan hita þar til allt hefur blandast saman og bráðnað. Bætið því næst Rice Krispies saman við og blandið vel saman. Setjið í form og kælið í um klukkustund.Fylling250 ml rjómi1 poki karamellu Nóa Kropp Setjið Nóa Kroppið í poka og berjið í hann þannig að það myljist gróflega. Bætið saman við þeyttan rjómann.Marengs100 g sykur100 g púðursykur3 eggjahvítur1 Risa Hraun, saxað smátt Hrærið sykur, púðursykur og egg saman í dágóðan tíma (5-10 mínútur) þar til marengsinn er orðinn stífþeyttur. Blandið grófsöxuðu Hrauni saman við með sleif. Setjið marengs á smjörpappír og bakið í 150°C heitum ofni í um 30-40 mínútur.Súkkulaðikaramellusósa1 poki Dumle-karamellur, með dökku súkkulaði2-3 msk. rjómi Setjið karamellur og rjóma saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Setjið kökuna saman með því að setja fyrst Rice Krispies-botninn, því næst rjómafyllinguna, svo marengs. Setjið því næst ávexti að eigin vali yfir marengsinn ásamt súkkulaðikaramellusósu. Eftirréttir Kökur og tertur Marens Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið
Berglind Guðmundsdóttir heldur úti hinu vinsæla matarbloggi Gulur, rauður, grænn og salt. Þessi kaka er einstaklega góð og falleg í kaffiboðiðBotn100 g suðusúkkulaði80 g smjör3 msk. síróp150 g rjómakúlur200 g Rice Krispies Bræðið smjör, súkkulaði og síróp í potti við vægan hita þar til allt hefur blandast saman og bráðnað. Bætið því næst Rice Krispies saman við og blandið vel saman. Setjið í form og kælið í um klukkustund.Fylling250 ml rjómi1 poki karamellu Nóa Kropp Setjið Nóa Kroppið í poka og berjið í hann þannig að það myljist gróflega. Bætið saman við þeyttan rjómann.Marengs100 g sykur100 g púðursykur3 eggjahvítur1 Risa Hraun, saxað smátt Hrærið sykur, púðursykur og egg saman í dágóðan tíma (5-10 mínútur) þar til marengsinn er orðinn stífþeyttur. Blandið grófsöxuðu Hrauni saman við með sleif. Setjið marengs á smjörpappír og bakið í 150°C heitum ofni í um 30-40 mínútur.Súkkulaðikaramellusósa1 poki Dumle-karamellur, með dökku súkkulaði2-3 msk. rjómi Setjið karamellur og rjóma saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Setjið kökuna saman með því að setja fyrst Rice Krispies-botninn, því næst rjómafyllinguna, svo marengs. Setjið því næst ávexti að eigin vali yfir marengsinn ásamt súkkulaðikaramellusósu.
Eftirréttir Kökur og tertur Marens Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið