Eins og stelpa! Hjördís Birna Hjartardóttir skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Þegar ég var ca. 8-9 ára gömul fór ég ásamt vinkonu minni á eina fótboltaæfingu. Á þeim tíma var (að mér vitandi) ekkert stelpulið fyrir þennan aldur í okkar heimabæ og því fórum við á æfingu með strákunum. Þetta var útiæfing á malarvelli og fyrir einhverja rælni tókst mér að skora mark. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema fyrir viðbrögð strákanna á æfingunni. Strákurinn sem var í marki fékk að heyra hvílíkur aumingi hann væri fyrir að verja ekki skot frá stelpu. Það var hlegið og gert grín að honum og þjálfarinn fylgdist passívur með. Ég fattaði það ekki fyrr en löngu seinna að þó að orðum strákanna væri beint að markverðinum, var í raun verið að gera lítið úr mér og vinkonu minni. Við hlutum að vera svo lélegar að það væri beinlínis lítillækkandi að verja ekki skot frá okkur. Frá því að þetta gerðist hef ég margsinnis séð og heyrt stráka kalla hver aðra stelpur og kellingar. Alltaf er það gert til að lítillækka, stríða eða gefa til kynna að einhver hafi staðið sig mjög illa. Í þau fáu skipti sem ég hef nennt að gera athugasemd við þessa orðanotkun hef ég fengið að heyra að ég sé leiðinleg, húmorslaus og beðin um að „róa mig“. Tilsvör eins og „við meinum ekkert með þessu“, „maður segir bara svona“ og „þetta er sagt í gríni“ eru algeng. Svona tala bara strákar og svona hefur þetta alltaf verið. Allar þessar afsakanir eiga það sameiginlegt að vera þær lélegustu í heimi. Þeir sem halda því fram að orðaval okkar skipti ekki máli eru annaðhvort í afneitun eða vitlausir; nema hvort tveggja sé. Máttur orða verður seint ofmetinn. Orð móta veröld okkar meira en nokkuð annað, ekki síst þegar við erum að vaxa úr grasi. Ungur drengur sem heyrir eldri stráka eða karlmenn (t.d. þjálfara sem hann lítur upp til) lýsa lélegri frammistöðu þannig að einhver sé að spila „eins og stelpa“ lærir mjög hratt að það er neikvætt og gildishlaðið – það er ekki „bara grín“. Stelpa sem heyrir sama frasa lærir sömuleiðis mjög hratt að hún er talin óæðri strákunum. Ég fór t.d. aldrei aftur á fótboltaæfingu og þarf kannski engan að undra hvers vegna. Það er til nóg af góðum, íslenskum orðum til að lýsa lélegri spilamennsku, óánægju með frammistöðu eða bara almennum aumingjaskap. Það er fullkominn óþarfi að blanda stelpum inn í þá lýsingu, enda er heldur engin innistæða fyrir því. Stelpur eru grjótharðar og sá sem spilar eins og stelpa er væntanlega að spila eins og fokking sigurvegari. Eins og til dæmis Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem sigraði á heimsleikunum í crossfit í vikunni – eins og stelpa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ca. 8-9 ára gömul fór ég ásamt vinkonu minni á eina fótboltaæfingu. Á þeim tíma var (að mér vitandi) ekkert stelpulið fyrir þennan aldur í okkar heimabæ og því fórum við á æfingu með strákunum. Þetta var útiæfing á malarvelli og fyrir einhverja rælni tókst mér að skora mark. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema fyrir viðbrögð strákanna á æfingunni. Strákurinn sem var í marki fékk að heyra hvílíkur aumingi hann væri fyrir að verja ekki skot frá stelpu. Það var hlegið og gert grín að honum og þjálfarinn fylgdist passívur með. Ég fattaði það ekki fyrr en löngu seinna að þó að orðum strákanna væri beint að markverðinum, var í raun verið að gera lítið úr mér og vinkonu minni. Við hlutum að vera svo lélegar að það væri beinlínis lítillækkandi að verja ekki skot frá okkur. Frá því að þetta gerðist hef ég margsinnis séð og heyrt stráka kalla hver aðra stelpur og kellingar. Alltaf er það gert til að lítillækka, stríða eða gefa til kynna að einhver hafi staðið sig mjög illa. Í þau fáu skipti sem ég hef nennt að gera athugasemd við þessa orðanotkun hef ég fengið að heyra að ég sé leiðinleg, húmorslaus og beðin um að „róa mig“. Tilsvör eins og „við meinum ekkert með þessu“, „maður segir bara svona“ og „þetta er sagt í gríni“ eru algeng. Svona tala bara strákar og svona hefur þetta alltaf verið. Allar þessar afsakanir eiga það sameiginlegt að vera þær lélegustu í heimi. Þeir sem halda því fram að orðaval okkar skipti ekki máli eru annaðhvort í afneitun eða vitlausir; nema hvort tveggja sé. Máttur orða verður seint ofmetinn. Orð móta veröld okkar meira en nokkuð annað, ekki síst þegar við erum að vaxa úr grasi. Ungur drengur sem heyrir eldri stráka eða karlmenn (t.d. þjálfara sem hann lítur upp til) lýsa lélegri frammistöðu þannig að einhver sé að spila „eins og stelpa“ lærir mjög hratt að það er neikvætt og gildishlaðið – það er ekki „bara grín“. Stelpa sem heyrir sama frasa lærir sömuleiðis mjög hratt að hún er talin óæðri strákunum. Ég fór t.d. aldrei aftur á fótboltaæfingu og þarf kannski engan að undra hvers vegna. Það er til nóg af góðum, íslenskum orðum til að lýsa lélegri spilamennsku, óánægju með frammistöðu eða bara almennum aumingjaskap. Það er fullkominn óþarfi að blanda stelpum inn í þá lýsingu, enda er heldur engin innistæða fyrir því. Stelpur eru grjótharðar og sá sem spilar eins og stelpa er væntanlega að spila eins og fokking sigurvegari. Eins og til dæmis Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem sigraði á heimsleikunum í crossfit í vikunni – eins og stelpa!
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun