Raunverulegt mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar eins og núgildandi lög kveða á um hefur aldrei farið fram. Árið 2003 voru teknar saman upplýsingar sem hefðu getað nýst í sameiginlegt umhverfismat á þremur virkjunarframkvæmdum í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þær upplýsingar gilda ekki sem umhverfismat vegna allt annarrar framkvæmdar árið 2015.
Tal margra sveitarstjórnarmanna um að meta þurfi hvort þessar gömlu og ófullnægjandi upplýsingar nægðu til að komast hjá umhverfismati vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar ber vott um vanþekkingu.
Í umræðum á Alþingi um að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk, kom ítrekað fram að hægt væri að víkja sér undan lagaákvæðum um að taka tillit til umhverfisáhrifa við gerð Rammaáætlunar með þeim rökum að sérstakt umhverfismat á Hvammsvirkjun þyrfti auðvitað að fara fram á seinni stigum. Fulltrúar stjórnarflokkanna í atvinnumálanefnd tóku þetta margsinnis fram á fundum með hagsmunaaðilum sl. vor og vetur.
Allt önnur starfsáætlun er notuð til að meta umhverfisáhrif af einni virkjun á tilteknu svæði en þremur virkjunum á miklu stærra svæði. Fjöldi vísindamanna hefur ítrekað bent á að í svokallað mat frá 2003 hafi vantað fjölmargar grunnupplýsingar um lífríkið svo hægt væri að greina afmarkaða þætti í vistkerfi Þjórsár. Það mun taka a.m.k. tvö til þrjú ár að rannsaka og greina slíka þætti ef lögformlega er staðið að verkinu. Slíkt verk verður aðeins unnið með samþykki viðkomandi landeigenda sem eiga stjórnarskrárvarinn eignarrétt á landi sínu og hlunnindum.

Umhverfismat á Hvammsvirkjun hefur aldrei farið fram
Skoðun

Menntun í heimabyggð
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

Sjálfsagðir hlutir
Arnar Sveinn Geirsson skrifar

Það sem ég vissi ekki að ég vissi
Sigurður Páll Jónsson skrifar

Rauður dregill er ekki það sem Strætó þarf
Jónas Elíasson skrifar

Ólöglegt eftirlit á Akranesi
Karl Hrannar Sigurðsson skrifar

Fáránleg, hlægileg, glæpsamleg
Eva Hauksdóttir skrifar

Samfylkingin endurskrifar söguna
Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Eins og…
Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Hvernig sköpum við sjálfbær samfélög?
Una Hildardóttir skrifar

Tveir fasteignasalar um hverja sölu?
Einar G. Harðarson,Steinunn Ýr Einarsdóttir skrifar

Að loka landi
Andrea Sigurðardóttir skrifar

Læknir gerist lagaspekingur
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Um alþýðlega drottningu og stærilátan prins
Bryndís Schram skrifar

Takmarkanir á frelsi borgaranna í þágu lýðheilsu - nýr dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu
Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar

Ráðherrar á rangri braut
Ólafur Ísleifsson skrifar