Öfundsverð staða Kristján Sigurður Kristjánsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Fjármálaeftirlitið hefur birt ársskýrslur lífeyrissjóðanna 2014. Skýrslan nær samt ekki yfir hina góðu stöðu kerfisins nema að litlu leyti. Heildartekjur sjóðanna voru kr. 373,5 milljarðar, þar af fengu sjóðirnir kr. 100,3 milljarða framlag úr ríkissjóði. Framlagið úr ríkissjóði dugði til að greiða allan lífeyri sjóðanna og fjóra milljarða sem dekkaði allan rekstrarkostnað. Það er rúmgóð staða, þetta er betri staða en að selja yngingarolíu úr tölvunni í foreldrahúsum á fríu fæði og húsnæði. Lífeyrissjóðirnir eru eina sameiningartákn þjóðarinnar og njóta friðhelgi stjórnmálamanna, fjölmiðla og netsins með sama hætti og biskup og forseti Íslands nutu forðum. „Útlendingar horfa öfundaraugum til“ þessarar stöðu. Þó einstaka neðanþindarfólk agnúist út í stjórnarkostnað horfir það fram hjá samlegðaráhrifum því meirihluti stjórnarmanna og nær allir formenn eru líka stjórnar- og framámenn í verkalýðshreyfingunni. Hagræðið kemur sérstaklega vel í ljós við kjarasamningagerð þar sem fulltrúar sjóðanna sitja báðum megin borðs og lífeyrissjóðirnir hafa lánað notaðan lífeyrissjóðsformann í embætti ríkissáttasemjara í frekara hagræðingarskyni. Þannig eru sjóðirnir yfir, undir og allt um kring við samningaborðið. Enn ein samlegðaráhrifin eru að lífeyrissjóðirnir reka nær alla láglaunastarfsemi ásamt dagvöru- og heildsöluverslun í landinu undir ströngu „verðlagseftirliti“ ASÍ. Þessi góða staða sannast með birtingu Neytendasamtakanna á verðkönnun ASÍ, þar koma verslanir sjóðanna mjög vel út, oftast best. Það verður að kalla öfundsverða stöðu að fiskverkakonan hjá Granda versli í Hagkaupi og búi í íbúð með 109% veði, sé að safna fyrir Kaupmannahafnarferð með Icelandair, fari til og frá flugvelli með Kynnisferðum og geti frestað brjóstabrottnámsaðgerðinni á Hótel Íslandi sem foreldrar hennar ætla að greiða. Allt innan þess hrings sem umlykur samningaborðið. Þetta var t.d. ekki hægt með Aeroflot því Sovétborgarar höfðu öngva lífeyrissjóði og þar með alls engar brjóstabrottnámsaðgerðastofur í hinum gersku Ármúlum Sovétsins. Fiskverkakonan fékk meira að segja vaxtabætur og leiðréttingu úr ríkissjóði sem gengu inn á lífeyrissjóðslánið þannig að veðhlutfallið hrapaði í 104%. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 500 ma. í hruninu. Forsætisráðherrann vildi afnema verðtrygginguna 2008 a.m.k. tímabundið og skipaði nefnd sem hún sótti til lífeyrissjóðanna til að útfæra afnámið. Nefndin sagði nei og ástæðan var trúnaðarmál í nokkur ár er formaðurinn upplýsti loks í DV: „[A]ð inngrip í forsendur þegar tekinna lána myndi leiða til þess að ríkissjóður yrði að greiða bætur sem talið var að væru um 240 miljarðar króna.“ Þessi björgun sparaði ekki bara ríkissjóði 240 milljarða í skaðabætur heldur rétti 500 milljarða tap lífeyrissjóðanna af á einu kjörtímabili. Sem dæmi náðu sjóðirnir ekki bara að halda hlut sínum gagnvart gamla fólkinu sem keypti íbúðir hjá EIR með aðstoð sjóðanna heldur fengu líka eignarhlut þess með „inngripi í forsendur þegar tekinna lána“. Þetta er svo góð staða að „útlendingar horfa til íslenska lífeyriskerfisins öfundaraugum“. Svo góð staða nægði til að slá alla gagnrýni á kerfið út af borðinu væri hún fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur birt ársskýrslur lífeyrissjóðanna 2014. Skýrslan nær samt ekki yfir hina góðu stöðu kerfisins nema að litlu leyti. Heildartekjur sjóðanna voru kr. 373,5 milljarðar, þar af fengu sjóðirnir kr. 100,3 milljarða framlag úr ríkissjóði. Framlagið úr ríkissjóði dugði til að greiða allan lífeyri sjóðanna og fjóra milljarða sem dekkaði allan rekstrarkostnað. Það er rúmgóð staða, þetta er betri staða en að selja yngingarolíu úr tölvunni í foreldrahúsum á fríu fæði og húsnæði. Lífeyrissjóðirnir eru eina sameiningartákn þjóðarinnar og njóta friðhelgi stjórnmálamanna, fjölmiðla og netsins með sama hætti og biskup og forseti Íslands nutu forðum. „Útlendingar horfa öfundaraugum til“ þessarar stöðu. Þó einstaka neðanþindarfólk agnúist út í stjórnarkostnað horfir það fram hjá samlegðaráhrifum því meirihluti stjórnarmanna og nær allir formenn eru líka stjórnar- og framámenn í verkalýðshreyfingunni. Hagræðið kemur sérstaklega vel í ljós við kjarasamningagerð þar sem fulltrúar sjóðanna sitja báðum megin borðs og lífeyrissjóðirnir hafa lánað notaðan lífeyrissjóðsformann í embætti ríkissáttasemjara í frekara hagræðingarskyni. Þannig eru sjóðirnir yfir, undir og allt um kring við samningaborðið. Enn ein samlegðaráhrifin eru að lífeyrissjóðirnir reka nær alla láglaunastarfsemi ásamt dagvöru- og heildsöluverslun í landinu undir ströngu „verðlagseftirliti“ ASÍ. Þessi góða staða sannast með birtingu Neytendasamtakanna á verðkönnun ASÍ, þar koma verslanir sjóðanna mjög vel út, oftast best. Það verður að kalla öfundsverða stöðu að fiskverkakonan hjá Granda versli í Hagkaupi og búi í íbúð með 109% veði, sé að safna fyrir Kaupmannahafnarferð með Icelandair, fari til og frá flugvelli með Kynnisferðum og geti frestað brjóstabrottnámsaðgerðinni á Hótel Íslandi sem foreldrar hennar ætla að greiða. Allt innan þess hrings sem umlykur samningaborðið. Þetta var t.d. ekki hægt með Aeroflot því Sovétborgarar höfðu öngva lífeyrissjóði og þar með alls engar brjóstabrottnámsaðgerðastofur í hinum gersku Ármúlum Sovétsins. Fiskverkakonan fékk meira að segja vaxtabætur og leiðréttingu úr ríkissjóði sem gengu inn á lífeyrissjóðslánið þannig að veðhlutfallið hrapaði í 104%. Lífeyrissjóðirnir töpuðu 500 ma. í hruninu. Forsætisráðherrann vildi afnema verðtrygginguna 2008 a.m.k. tímabundið og skipaði nefnd sem hún sótti til lífeyrissjóðanna til að útfæra afnámið. Nefndin sagði nei og ástæðan var trúnaðarmál í nokkur ár er formaðurinn upplýsti loks í DV: „[A]ð inngrip í forsendur þegar tekinna lána myndi leiða til þess að ríkissjóður yrði að greiða bætur sem talið var að væru um 240 miljarðar króna.“ Þessi björgun sparaði ekki bara ríkissjóði 240 milljarða í skaðabætur heldur rétti 500 milljarða tap lífeyrissjóðanna af á einu kjörtímabili. Sem dæmi náðu sjóðirnir ekki bara að halda hlut sínum gagnvart gamla fólkinu sem keypti íbúðir hjá EIR með aðstoð sjóðanna heldur fengu líka eignarhlut þess með „inngripi í forsendur þegar tekinna lána“. Þetta er svo góð staða að „útlendingar horfa til íslenska lífeyriskerfisins öfundaraugum“. Svo góð staða nægði til að slá alla gagnrýni á kerfið út af borðinu væri hún fyrir hendi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar