Frestun Dýrafjarðarganga? Nei, takk! Ásthildur Sturludóttir skrifar 28. júlí 2015 07:00 Barátta okkar Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum er orðin áratugalöng. Ávallt virðast lausnir í sjónmáli en því miður hafa vestfirskar samgöngubætur liðið fyrir síendurtekna „frestun á framkvæmdum“ um langt skeið. Ýmist hefur þurft að kæla hagkerfið eða draga saman vegna peningaleysis og þá er framkvæmdum á Vestfjörðum iðulega frestað. Vestfirðingar eru skynsamt fólk, seinþreytt til vandræða og hafa í gegnum tíðina sýnt þessum ákvörðunum skilning og tekið þeim af yfirvegun. Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði, vegur um Gufudalssveit og vegur norður í Árneshrepp eru allt framkvæmdir sem áttu að vera tilbúnar fyrir nær 10 árum. Því miður hafa þessar samgöngubætur enn ekki orðið að veruleika. Þessir vegir eru forsenda samvinnu og samstarfs á Vestfjörðum og eflingar byggðanna. Þeir eru forsenda samreksturs heilbrigðisstofnana og samnýtingar starfsfólks. Þær eru forsenda reksturs á sameiginlegum embættum sýslumanns, lögreglustjóra, skattstjóra, starfi minjavarðar, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Án vegabóta verður aldrei hægt að ná þeim slagkrafti sem nauðsynlegur er starfsemi þessari. Nú eða til að ná fram þeim sparnaði og fagmennsku sem sameining heilbrigðisstofnana og sýslumannsembætta áttu að skila svæðinu. Án Dýrafjarðarganga verður sameining stofnana á svæðinu ekkert annað en sameiginleg kennitala. Nýlega kom formaður samgöngunefndar og þingmaður Norðvesturkjördæmis fram og sagði að göng undir Fjarðarheiði ættu að færast fremst í röð jarðgangaframkvæmda og hægt yrði að bjóða þau út á næsta ári, enda væri pólitískur vilji fyrir framkvæmdinni. Ég hef mikinn skilning á því að bæta þurfi samgöngur til Seyðisfjarðar, hins vegar finnst Vestfirðingum athyglisvert að flýta þurfi framkvæmdum við fjórðu göngin í NA-kjördæmi – enn og aftur á kostnað Dýrafjarðarganga. Rannsóknir og hönnun Fjarðarheiðarganga eru varla hafnar, en Dýrafjarðargöng hafa verið tilbúin til útboðs í næstum 10 ár! Þjóðin hefur ekki efni á því að gera önnur dýr mistök vegna fljótfærni við gangagerð, sbr. Vaðlaheiðargöng, þar sem mikill afsláttur var gefinn af rannsóknum. Framkvæmdin við Fjarðarheiðargöng verður stærsta jarðgangaframkvæmd allra tíma á Íslandi og mun soga til sín allt jarðgangafé svo árum skiptir. Á meðan verður varla borað í gegnum mörg önnur fjöll! Í hugum okkar Vestfirðinga væri frekari frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði afar óskynsamleg og í hróplegu ósamræmi við samgönguáætlun og þann sparnað sem hið opinbera ætlar sér að ná fram með sameiningu stofnana á svæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Barátta okkar Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum er orðin áratugalöng. Ávallt virðast lausnir í sjónmáli en því miður hafa vestfirskar samgöngubætur liðið fyrir síendurtekna „frestun á framkvæmdum“ um langt skeið. Ýmist hefur þurft að kæla hagkerfið eða draga saman vegna peningaleysis og þá er framkvæmdum á Vestfjörðum iðulega frestað. Vestfirðingar eru skynsamt fólk, seinþreytt til vandræða og hafa í gegnum tíðina sýnt þessum ákvörðunum skilning og tekið þeim af yfirvegun. Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði, vegur um Gufudalssveit og vegur norður í Árneshrepp eru allt framkvæmdir sem áttu að vera tilbúnar fyrir nær 10 árum. Því miður hafa þessar samgöngubætur enn ekki orðið að veruleika. Þessir vegir eru forsenda samvinnu og samstarfs á Vestfjörðum og eflingar byggðanna. Þeir eru forsenda samreksturs heilbrigðisstofnana og samnýtingar starfsfólks. Þær eru forsenda reksturs á sameiginlegum embættum sýslumanns, lögreglustjóra, skattstjóra, starfi minjavarðar, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Án vegabóta verður aldrei hægt að ná þeim slagkrafti sem nauðsynlegur er starfsemi þessari. Nú eða til að ná fram þeim sparnaði og fagmennsku sem sameining heilbrigðisstofnana og sýslumannsembætta áttu að skila svæðinu. Án Dýrafjarðarganga verður sameining stofnana á svæðinu ekkert annað en sameiginleg kennitala. Nýlega kom formaður samgöngunefndar og þingmaður Norðvesturkjördæmis fram og sagði að göng undir Fjarðarheiði ættu að færast fremst í röð jarðgangaframkvæmda og hægt yrði að bjóða þau út á næsta ári, enda væri pólitískur vilji fyrir framkvæmdinni. Ég hef mikinn skilning á því að bæta þurfi samgöngur til Seyðisfjarðar, hins vegar finnst Vestfirðingum athyglisvert að flýta þurfi framkvæmdum við fjórðu göngin í NA-kjördæmi – enn og aftur á kostnað Dýrafjarðarganga. Rannsóknir og hönnun Fjarðarheiðarganga eru varla hafnar, en Dýrafjarðargöng hafa verið tilbúin til útboðs í næstum 10 ár! Þjóðin hefur ekki efni á því að gera önnur dýr mistök vegna fljótfærni við gangagerð, sbr. Vaðlaheiðargöng, þar sem mikill afsláttur var gefinn af rannsóknum. Framkvæmdin við Fjarðarheiðargöng verður stærsta jarðgangaframkvæmd allra tíma á Íslandi og mun soga til sín allt jarðgangafé svo árum skiptir. Á meðan verður varla borað í gegnum mörg önnur fjöll! Í hugum okkar Vestfirðinga væri frekari frestun framkvæmda við Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði afar óskynsamleg og í hróplegu ósamræmi við samgönguáætlun og þann sparnað sem hið opinbera ætlar sér að ná fram með sameiningu stofnana á svæðinu.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun