Eigum við að loka SÁÁ og Hjartavernd? Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 28. júlí 2015 06:30 Frá því að ég man eftir mér hafa íslenskir sósíalistar verið með barnalegar samsæriskenningar um Sjálfstæðisflokkinn. Þær eru vanalega einhvern veginn svona; gamli Sjálfstæðisflokkurinn er dauður, núna eru komnir aðilar sem vilja bara græða og níðast á fátæku fólki. Íslenskir sósíalistar hafa á öllum tímum skrifað og talað svona um Sjálfstæðisflokkinn. Auðvelt er að skoða gömul eintök af Þjóðviljanum eða fletta Þingtíðindum ef menn vilja rifja það upp. Einn helsti hugmyndafræðingur íslenskra vinstrimanna, prófessor Stefán Ólafsson, hefur verið duglegur við að halda þessu á lofti og skrifaði nýlega enn eina greinina á Eyjuna um hvað forystumenn í Sjálfstæðisflokknum eru vont fólk og taldi þá „villutrúar og vilja bara græða“. Hann fullyrti að sjálfstæðismenn vildu grafa undan opinbera samtryggingakerfinu og koma á bandarísku kerfi í heilbrigðismálum og vildu bara einkarekstur. Einhver kynni að segja að slíkur málflutningur væri svo galinn að það skyldi ekki taka hann alvarlega og það er mikið til í því en ekki verður fram hjá því horft að oft er vitnað í manninn í fjölmiðlum eins og um sé að ræða faglegt mat fræðimanns.Einkavæðing VG og SamfylkingarinnarEn að kjarna máls. Eru Stefán og e.t.v. vinstrimenn almennt andsnúnir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu? Af hverju samdi þá hreina vinstristjórnin við einkaaðila? T.d. um sjúkrahótel og tannlækningar? Stefán Ólafsson var innsti koppur í búri hjá þeirri ríkisstjórn og var m.a. í sérverkefnum fyrir hana í heilbrigðismálum. Ef við notum orðalag vinstrimanna þá stóð ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar, ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, að stærstu „einkavæðingu“ í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Og er það virkilega svo að prófessorinn þekki ekki muninn á bandarísku heilbrigðiskerfi og því skandinavíska? Það eitt og sér hlýtur að teljast mjög alvarlegt mál. Eigum við að banna einkarekstur? Er hann á móti einkarekstri í heilbrigðismálum? Á ríkið að taka yfir rekstur einkaaðila? Það myndi þýða að eftirfarandi rekstrareiningum yrði lokað: SÁÁ Reykjalundi Grund Hrafnistu Sóltúni (reyndar nær öllum hjúkrunarheimilum landsins) Tannlæknastofum Sérfræðilæknastofum Heilsugæslu Salahverfis Sjálfstæðum heimilislækningastofum Krabbameinsfélaginu Rauða krossi Íslands Hjartavernd o.s.frv. Með öðrum orðum erum við að tala um að taka upp fyrirkomulag sem hvergi þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Trúir einhver því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi verði betri ef við bönnum einkarekstur? Að veita góða heilbrigðisþjónustu er eilífðarverkefni. Við sjálfstæðismenn höfum forgangsraðað í þágu þeirrar þjónustu, það sama verður ekki sagt um íslenska vinstrimenn. Ef við ætlum að ná betri árangri verður umræðan að vera byggð á staðreyndum og án öfga. Það er mikilvægt að nýta reynslu nágrannaþjóða okkar til að bæta núverandi þjónustu. Norðurlandaþjóðirnar eru með blandað kerfi og eru óhræddar við að nýta kosti einkareksturs, horfum til þeirra og höfnum þessum öfgasjónarmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég man eftir mér hafa íslenskir sósíalistar verið með barnalegar samsæriskenningar um Sjálfstæðisflokkinn. Þær eru vanalega einhvern veginn svona; gamli Sjálfstæðisflokkurinn er dauður, núna eru komnir aðilar sem vilja bara græða og níðast á fátæku fólki. Íslenskir sósíalistar hafa á öllum tímum skrifað og talað svona um Sjálfstæðisflokkinn. Auðvelt er að skoða gömul eintök af Þjóðviljanum eða fletta Þingtíðindum ef menn vilja rifja það upp. Einn helsti hugmyndafræðingur íslenskra vinstrimanna, prófessor Stefán Ólafsson, hefur verið duglegur við að halda þessu á lofti og skrifaði nýlega enn eina greinina á Eyjuna um hvað forystumenn í Sjálfstæðisflokknum eru vont fólk og taldi þá „villutrúar og vilja bara græða“. Hann fullyrti að sjálfstæðismenn vildu grafa undan opinbera samtryggingakerfinu og koma á bandarísku kerfi í heilbrigðismálum og vildu bara einkarekstur. Einhver kynni að segja að slíkur málflutningur væri svo galinn að það skyldi ekki taka hann alvarlega og það er mikið til í því en ekki verður fram hjá því horft að oft er vitnað í manninn í fjölmiðlum eins og um sé að ræða faglegt mat fræðimanns.Einkavæðing VG og SamfylkingarinnarEn að kjarna máls. Eru Stefán og e.t.v. vinstrimenn almennt andsnúnir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu? Af hverju samdi þá hreina vinstristjórnin við einkaaðila? T.d. um sjúkrahótel og tannlækningar? Stefán Ólafsson var innsti koppur í búri hjá þeirri ríkisstjórn og var m.a. í sérverkefnum fyrir hana í heilbrigðismálum. Ef við notum orðalag vinstrimanna þá stóð ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar, ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, að stærstu „einkavæðingu“ í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Og er það virkilega svo að prófessorinn þekki ekki muninn á bandarísku heilbrigðiskerfi og því skandinavíska? Það eitt og sér hlýtur að teljast mjög alvarlegt mál. Eigum við að banna einkarekstur? Er hann á móti einkarekstri í heilbrigðismálum? Á ríkið að taka yfir rekstur einkaaðila? Það myndi þýða að eftirfarandi rekstrareiningum yrði lokað: SÁÁ Reykjalundi Grund Hrafnistu Sóltúni (reyndar nær öllum hjúkrunarheimilum landsins) Tannlæknastofum Sérfræðilæknastofum Heilsugæslu Salahverfis Sjálfstæðum heimilislækningastofum Krabbameinsfélaginu Rauða krossi Íslands Hjartavernd o.s.frv. Með öðrum orðum erum við að tala um að taka upp fyrirkomulag sem hvergi þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Trúir einhver því að heilbrigðisþjónustan á Íslandi verði betri ef við bönnum einkarekstur? Að veita góða heilbrigðisþjónustu er eilífðarverkefni. Við sjálfstæðismenn höfum forgangsraðað í þágu þeirrar þjónustu, það sama verður ekki sagt um íslenska vinstrimenn. Ef við ætlum að ná betri árangri verður umræðan að vera byggð á staðreyndum og án öfga. Það er mikilvægt að nýta reynslu nágrannaþjóða okkar til að bæta núverandi þjónustu. Norðurlandaþjóðirnar eru með blandað kerfi og eru óhræddar við að nýta kosti einkareksturs, horfum til þeirra og höfnum þessum öfgasjónarmiðum.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar