Íþróttahreyfingin andleg veikindi og vanlíðan Eymundur L.Eymundsson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Einstaklingar hafa stigið fram og miðlað af sinni reynslu af andlegum veikindum og vanlíðan til að opna umræðuna og hjálpa öðrum að leita sér aðstoðar. En hvað svo? Einn íþróttamaðurinn sagði að hann hefði mætt skilningsleysi þar sem honum var sagt að hætta þessu væli og rífa sig upp og hann er örugglega ekki sá fyrsti sem fær þessi skilaboð. Það er nokkuð ljóst að menn væru ekki að tala um sín andlegu veikindi og vanlíðan ef það væri svo auðvelt að rífa sig bara upp. Hvað ætli séu mörg ungmenni og fullorðnir sem glíma við andleg veikindi eða vanlíðan innan íþróttahreyfingarinnar? Því miður veit maður af dæmum þar sem menn hætta vegna þess að þeir óttast viðbrögð liðsins og félagsins. Þekki þetta sjálfur af eigin raun síðan ég var krakki að fela mín andlegu veikindi og vanlíðan sem hefði getað leitt til sjálfsvígs. En þá vissi maður ekki hvað þetta var og ég reikna með að ég hefði fengið þau viðbrögð að hætta þessu væli og rífa mig bara upp. Nú er árið 2015 og þekking meiri, en hvar stendur íþróttahreyfingin með þessi mál? Hvernig er unnið með andleg veikindi og vanlíðan innan íþróttafélaga? Ef menn meiðast þá er fengin hjálp en ef um andlega veikindi og vanlíðan er að ræða hvað þá? Að nota grímu og fela sína vanlíðan til að falla í hópinn er engum til góðs og getur haft alvarlegar afleiðingar. Íþróttahreyfingin er flott og gerir góða hluti en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að gera enn betur. Tölum saman og tökum þessa umræðu lengra um andleg veikindi og vanlíðan ungmenna og fullorðna. Væri gott að fá fræðslu þar sem einstaklingar sem hafa glímt við andleg veikindi og vanlíðan miðla af sinni reynslu í samvinnu með sálfræðingum og íþróttafélögum. Skora á ÍSÍ að halda ráðstefnu um þessi mál sem snertir okkur öll. Ef andlegi hlutinn er ekki í lagi er ekkert í lagi og þú getur ekki notið þín eins vel í íþróttum og í lífinu yfirhöfuð. Stór hreyfing sem getur sýnt þar með fordæmi sem hreyfing án fordóma. Gott væri þá að félagið og liðsmenn séu fyrsta hjálpin en til þess að svo verði þurfum við að taka höndum saman sem ein heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Einstaklingar hafa stigið fram og miðlað af sinni reynslu af andlegum veikindum og vanlíðan til að opna umræðuna og hjálpa öðrum að leita sér aðstoðar. En hvað svo? Einn íþróttamaðurinn sagði að hann hefði mætt skilningsleysi þar sem honum var sagt að hætta þessu væli og rífa sig upp og hann er örugglega ekki sá fyrsti sem fær þessi skilaboð. Það er nokkuð ljóst að menn væru ekki að tala um sín andlegu veikindi og vanlíðan ef það væri svo auðvelt að rífa sig bara upp. Hvað ætli séu mörg ungmenni og fullorðnir sem glíma við andleg veikindi eða vanlíðan innan íþróttahreyfingarinnar? Því miður veit maður af dæmum þar sem menn hætta vegna þess að þeir óttast viðbrögð liðsins og félagsins. Þekki þetta sjálfur af eigin raun síðan ég var krakki að fela mín andlegu veikindi og vanlíðan sem hefði getað leitt til sjálfsvígs. En þá vissi maður ekki hvað þetta var og ég reikna með að ég hefði fengið þau viðbrögð að hætta þessu væli og rífa mig bara upp. Nú er árið 2015 og þekking meiri, en hvar stendur íþróttahreyfingin með þessi mál? Hvernig er unnið með andleg veikindi og vanlíðan innan íþróttafélaga? Ef menn meiðast þá er fengin hjálp en ef um andlega veikindi og vanlíðan er að ræða hvað þá? Að nota grímu og fela sína vanlíðan til að falla í hópinn er engum til góðs og getur haft alvarlegar afleiðingar. Íþróttahreyfingin er flott og gerir góða hluti en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að gera enn betur. Tölum saman og tökum þessa umræðu lengra um andleg veikindi og vanlíðan ungmenna og fullorðna. Væri gott að fá fræðslu þar sem einstaklingar sem hafa glímt við andleg veikindi og vanlíðan miðla af sinni reynslu í samvinnu með sálfræðingum og íþróttafélögum. Skora á ÍSÍ að halda ráðstefnu um þessi mál sem snertir okkur öll. Ef andlegi hlutinn er ekki í lagi er ekkert í lagi og þú getur ekki notið þín eins vel í íþróttum og í lífinu yfirhöfuð. Stór hreyfing sem getur sýnt þar með fordæmi sem hreyfing án fordóma. Gott væri þá að félagið og liðsmenn séu fyrsta hjálpin en til þess að svo verði þurfum við að taka höndum saman sem ein heild.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun