Íþróttahreyfingin andleg veikindi og vanlíðan Eymundur L.Eymundsson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Einstaklingar hafa stigið fram og miðlað af sinni reynslu af andlegum veikindum og vanlíðan til að opna umræðuna og hjálpa öðrum að leita sér aðstoðar. En hvað svo? Einn íþróttamaðurinn sagði að hann hefði mætt skilningsleysi þar sem honum var sagt að hætta þessu væli og rífa sig upp og hann er örugglega ekki sá fyrsti sem fær þessi skilaboð. Það er nokkuð ljóst að menn væru ekki að tala um sín andlegu veikindi og vanlíðan ef það væri svo auðvelt að rífa sig bara upp. Hvað ætli séu mörg ungmenni og fullorðnir sem glíma við andleg veikindi eða vanlíðan innan íþróttahreyfingarinnar? Því miður veit maður af dæmum þar sem menn hætta vegna þess að þeir óttast viðbrögð liðsins og félagsins. Þekki þetta sjálfur af eigin raun síðan ég var krakki að fela mín andlegu veikindi og vanlíðan sem hefði getað leitt til sjálfsvígs. En þá vissi maður ekki hvað þetta var og ég reikna með að ég hefði fengið þau viðbrögð að hætta þessu væli og rífa mig bara upp. Nú er árið 2015 og þekking meiri, en hvar stendur íþróttahreyfingin með þessi mál? Hvernig er unnið með andleg veikindi og vanlíðan innan íþróttafélaga? Ef menn meiðast þá er fengin hjálp en ef um andlega veikindi og vanlíðan er að ræða hvað þá? Að nota grímu og fela sína vanlíðan til að falla í hópinn er engum til góðs og getur haft alvarlegar afleiðingar. Íþróttahreyfingin er flott og gerir góða hluti en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að gera enn betur. Tölum saman og tökum þessa umræðu lengra um andleg veikindi og vanlíðan ungmenna og fullorðna. Væri gott að fá fræðslu þar sem einstaklingar sem hafa glímt við andleg veikindi og vanlíðan miðla af sinni reynslu í samvinnu með sálfræðingum og íþróttafélögum. Skora á ÍSÍ að halda ráðstefnu um þessi mál sem snertir okkur öll. Ef andlegi hlutinn er ekki í lagi er ekkert í lagi og þú getur ekki notið þín eins vel í íþróttum og í lífinu yfirhöfuð. Stór hreyfing sem getur sýnt þar með fordæmi sem hreyfing án fordóma. Gott væri þá að félagið og liðsmenn séu fyrsta hjálpin en til þess að svo verði þurfum við að taka höndum saman sem ein heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Einstaklingar hafa stigið fram og miðlað af sinni reynslu af andlegum veikindum og vanlíðan til að opna umræðuna og hjálpa öðrum að leita sér aðstoðar. En hvað svo? Einn íþróttamaðurinn sagði að hann hefði mætt skilningsleysi þar sem honum var sagt að hætta þessu væli og rífa sig upp og hann er örugglega ekki sá fyrsti sem fær þessi skilaboð. Það er nokkuð ljóst að menn væru ekki að tala um sín andlegu veikindi og vanlíðan ef það væri svo auðvelt að rífa sig bara upp. Hvað ætli séu mörg ungmenni og fullorðnir sem glíma við andleg veikindi eða vanlíðan innan íþróttahreyfingarinnar? Því miður veit maður af dæmum þar sem menn hætta vegna þess að þeir óttast viðbrögð liðsins og félagsins. Þekki þetta sjálfur af eigin raun síðan ég var krakki að fela mín andlegu veikindi og vanlíðan sem hefði getað leitt til sjálfsvígs. En þá vissi maður ekki hvað þetta var og ég reikna með að ég hefði fengið þau viðbrögð að hætta þessu væli og rífa mig bara upp. Nú er árið 2015 og þekking meiri, en hvar stendur íþróttahreyfingin með þessi mál? Hvernig er unnið með andleg veikindi og vanlíðan innan íþróttafélaga? Ef menn meiðast þá er fengin hjálp en ef um andlega veikindi og vanlíðan er að ræða hvað þá? Að nota grímu og fela sína vanlíðan til að falla í hópinn er engum til góðs og getur haft alvarlegar afleiðingar. Íþróttahreyfingin er flott og gerir góða hluti en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að gera enn betur. Tölum saman og tökum þessa umræðu lengra um andleg veikindi og vanlíðan ungmenna og fullorðna. Væri gott að fá fræðslu þar sem einstaklingar sem hafa glímt við andleg veikindi og vanlíðan miðla af sinni reynslu í samvinnu með sálfræðingum og íþróttafélögum. Skora á ÍSÍ að halda ráðstefnu um þessi mál sem snertir okkur öll. Ef andlegi hlutinn er ekki í lagi er ekkert í lagi og þú getur ekki notið þín eins vel í íþróttum og í lífinu yfirhöfuð. Stór hreyfing sem getur sýnt þar með fordæmi sem hreyfing án fordóma. Gott væri þá að félagið og liðsmenn séu fyrsta hjálpin en til þess að svo verði þurfum við að taka höndum saman sem ein heild.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar