Skammta öldruðum þriðjung af því sem launþegar fá Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Í grein minni „Kjör aldraðra og öryrkja ítrekað skert“ sýndi ég fram á, að stjórnvöld hafa um langt skeið hlunnfarið eldri borgara og öryrkja. Stjórnvöld láta lífeyrisþega aldrei fá hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Það er alltaf klipið af launauppbótum og verðlagsuppbótum til aldraðra og öryrkja. Stjórnvöld telja, að lífeyrisþegar hafi breitt bak! Þessi saga er nú enn einu sinni að endurtaka sig. Fjármálaráðherra boðar, að aldraðir og öryrkjar eigi að fá hækkun á lífeyri næsta ár, ekki sömu hækkun og launþegar, heldur þriðjungshækkun af launahækkun láglaunafólks! Og lífeyrisþegar eiga ekki að fá hækkun frá sama tíma og launþegar, þ.e. 1. maí sl. Nei, þeir eiga að fá hana 8 mánuðum síðar. Það er engu líkara en stjórnvöld telji, að aldraðir og öryrkjar hafi svo góð kjör, að þeim liggi ekkert á.Yfirlýsing Davíðs sem forsætisráðherra gildir Fjármálaráðherra virðist hafa tekið lífeyrismál aldraðra og öryrkja í sínar hendur en lítið heyrist frá tryggingamálaráðherranum, Eygló Harðardóttur. Fjármálaráðherra var áður búinn að segja á Alþingi, að ekki væri unnt að hækka bætur lífeyrisþega vegna nýrra kjarasamninga. Það er vissulega jákvætt að fjármálaráðherra skuli hafa endurskoðað þá neikvæðu afstöðu sína.En betur má ef duga skal. Forveri Bjarna Benediktssonar, í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson þá forsætisráðherra, sagði þegar ákvæðum laga um ákvörðun lífeyris aldraðra var breytt, að nýja ákvæðið, nýja orðalagið, yrði lífeyrisþegum hagstæðara en það eldra. Áður stóð í lögunum „að breyta ætti lífeyri aldraðra í samræmi við breytingar á lámarkslaunum“. Þegar þessu var breytt og ákveðið að segja, að taka ætti mið af launaþróun við breytingu lífeyris, en þó aldrei að hækka minna en neysluverð, gaf Davíð Oddsson framangreinda yfirlýsingu. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins getur ekki ómerkt yfirlýsingu fyrirrennara síns og forsætisráðherra í þessu efni. Yfirlýsing Davíðs hlýtur að gilda og því á lífeyrir að hækka nákvæmlega eins og lægstu laun og frá sama tíma.Lífeyrisþegum dugar ekkert minna. Þetta er lágmark Kjarni málsins er sá, að 255 þúsund króna lífeyrir á mánuði er algert lágmark og í rauninni of lítið til þess að lifa af. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem hafa einungis tekjur frá TR, er í dag 225 þúsund krónur fyrir skatt. ( 192 þúsund eftir skatt). Bjarni Benediktsson vill hækka þessa upphæð um 8,9% frá næstu áramótum. Það er alltof lítið og of seint.Láglaunafólk fékk 30 þúsund króna hækkun 1. maí sl. og fær 27-28% hækkun næstu þrjú ár. Launin hækka í 300 þúsund krónur á mánuði.Ekkert heyrist frá stjórnvöldum um að eldri borgarar og öryrkjar eigi jafnframt að fá slíka hækkun. Lífeyrisþegar virðast eiga að fara bónarveg að stjórnvöldum til þess að fá frekari hækkun bóta. Enda þótt það sé í stjórnarskrá og lögum, að ríkið eigi að aðstoða aldraða og öryrkja svo þeir geti lifað eðlilegu lífi og tekið þátt í þjóðfélaginu telja stjórnarherrarnir, að þeir geti sett sig á háan hest og látið eins og það sé undir miskunn þeirra komið hvort aldraðir fái sómasamlegan lífeyri, sem dugi fyrir framfærslu og eðlilegu lífi. En svo er ekki. Stjórnarherrarnir hafa enga heimild til þess að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og meðhöndla lífeyrisþega á annan hátt en láglaunafólk er meðhöndlað. Það eru sömu rök fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri eins og fyrir þörfinni á að hækka kaup láglaunafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í grein minni „Kjör aldraðra og öryrkja ítrekað skert“ sýndi ég fram á, að stjórnvöld hafa um langt skeið hlunnfarið eldri borgara og öryrkja. Stjórnvöld láta lífeyrisþega aldrei fá hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Það er alltaf klipið af launauppbótum og verðlagsuppbótum til aldraðra og öryrkja. Stjórnvöld telja, að lífeyrisþegar hafi breitt bak! Þessi saga er nú enn einu sinni að endurtaka sig. Fjármálaráðherra boðar, að aldraðir og öryrkjar eigi að fá hækkun á lífeyri næsta ár, ekki sömu hækkun og launþegar, heldur þriðjungshækkun af launahækkun láglaunafólks! Og lífeyrisþegar eiga ekki að fá hækkun frá sama tíma og launþegar, þ.e. 1. maí sl. Nei, þeir eiga að fá hana 8 mánuðum síðar. Það er engu líkara en stjórnvöld telji, að aldraðir og öryrkjar hafi svo góð kjör, að þeim liggi ekkert á.Yfirlýsing Davíðs sem forsætisráðherra gildir Fjármálaráðherra virðist hafa tekið lífeyrismál aldraðra og öryrkja í sínar hendur en lítið heyrist frá tryggingamálaráðherranum, Eygló Harðardóttur. Fjármálaráðherra var áður búinn að segja á Alþingi, að ekki væri unnt að hækka bætur lífeyrisþega vegna nýrra kjarasamninga. Það er vissulega jákvætt að fjármálaráðherra skuli hafa endurskoðað þá neikvæðu afstöðu sína.En betur má ef duga skal. Forveri Bjarna Benediktssonar, í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson þá forsætisráðherra, sagði þegar ákvæðum laga um ákvörðun lífeyris aldraðra var breytt, að nýja ákvæðið, nýja orðalagið, yrði lífeyrisþegum hagstæðara en það eldra. Áður stóð í lögunum „að breyta ætti lífeyri aldraðra í samræmi við breytingar á lámarkslaunum“. Þegar þessu var breytt og ákveðið að segja, að taka ætti mið af launaþróun við breytingu lífeyris, en þó aldrei að hækka minna en neysluverð, gaf Davíð Oddsson framangreinda yfirlýsingu. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins getur ekki ómerkt yfirlýsingu fyrirrennara síns og forsætisráðherra í þessu efni. Yfirlýsing Davíðs hlýtur að gilda og því á lífeyrir að hækka nákvæmlega eins og lægstu laun og frá sama tíma.Lífeyrisþegum dugar ekkert minna. Þetta er lágmark Kjarni málsins er sá, að 255 þúsund króna lífeyrir á mánuði er algert lágmark og í rauninni of lítið til þess að lifa af. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem hafa einungis tekjur frá TR, er í dag 225 þúsund krónur fyrir skatt. ( 192 þúsund eftir skatt). Bjarni Benediktsson vill hækka þessa upphæð um 8,9% frá næstu áramótum. Það er alltof lítið og of seint.Láglaunafólk fékk 30 þúsund króna hækkun 1. maí sl. og fær 27-28% hækkun næstu þrjú ár. Launin hækka í 300 þúsund krónur á mánuði.Ekkert heyrist frá stjórnvöldum um að eldri borgarar og öryrkjar eigi jafnframt að fá slíka hækkun. Lífeyrisþegar virðast eiga að fara bónarveg að stjórnvöldum til þess að fá frekari hækkun bóta. Enda þótt það sé í stjórnarskrá og lögum, að ríkið eigi að aðstoða aldraða og öryrkja svo þeir geti lifað eðlilegu lífi og tekið þátt í þjóðfélaginu telja stjórnarherrarnir, að þeir geti sett sig á háan hest og látið eins og það sé undir miskunn þeirra komið hvort aldraðir fái sómasamlegan lífeyri, sem dugi fyrir framfærslu og eðlilegu lífi. En svo er ekki. Stjórnarherrarnir hafa enga heimild til þess að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og meðhöndla lífeyrisþega á annan hátt en láglaunafólk er meðhöndlað. Það eru sömu rök fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri eins og fyrir þörfinni á að hækka kaup láglaunafólks.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun