Skammta öldruðum þriðjung af því sem launþegar fá Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Í grein minni „Kjör aldraðra og öryrkja ítrekað skert“ sýndi ég fram á, að stjórnvöld hafa um langt skeið hlunnfarið eldri borgara og öryrkja. Stjórnvöld láta lífeyrisþega aldrei fá hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Það er alltaf klipið af launauppbótum og verðlagsuppbótum til aldraðra og öryrkja. Stjórnvöld telja, að lífeyrisþegar hafi breitt bak! Þessi saga er nú enn einu sinni að endurtaka sig. Fjármálaráðherra boðar, að aldraðir og öryrkjar eigi að fá hækkun á lífeyri næsta ár, ekki sömu hækkun og launþegar, heldur þriðjungshækkun af launahækkun láglaunafólks! Og lífeyrisþegar eiga ekki að fá hækkun frá sama tíma og launþegar, þ.e. 1. maí sl. Nei, þeir eiga að fá hana 8 mánuðum síðar. Það er engu líkara en stjórnvöld telji, að aldraðir og öryrkjar hafi svo góð kjör, að þeim liggi ekkert á.Yfirlýsing Davíðs sem forsætisráðherra gildir Fjármálaráðherra virðist hafa tekið lífeyrismál aldraðra og öryrkja í sínar hendur en lítið heyrist frá tryggingamálaráðherranum, Eygló Harðardóttur. Fjármálaráðherra var áður búinn að segja á Alþingi, að ekki væri unnt að hækka bætur lífeyrisþega vegna nýrra kjarasamninga. Það er vissulega jákvætt að fjármálaráðherra skuli hafa endurskoðað þá neikvæðu afstöðu sína.En betur má ef duga skal. Forveri Bjarna Benediktssonar, í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson þá forsætisráðherra, sagði þegar ákvæðum laga um ákvörðun lífeyris aldraðra var breytt, að nýja ákvæðið, nýja orðalagið, yrði lífeyrisþegum hagstæðara en það eldra. Áður stóð í lögunum „að breyta ætti lífeyri aldraðra í samræmi við breytingar á lámarkslaunum“. Þegar þessu var breytt og ákveðið að segja, að taka ætti mið af launaþróun við breytingu lífeyris, en þó aldrei að hækka minna en neysluverð, gaf Davíð Oddsson framangreinda yfirlýsingu. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins getur ekki ómerkt yfirlýsingu fyrirrennara síns og forsætisráðherra í þessu efni. Yfirlýsing Davíðs hlýtur að gilda og því á lífeyrir að hækka nákvæmlega eins og lægstu laun og frá sama tíma.Lífeyrisþegum dugar ekkert minna. Þetta er lágmark Kjarni málsins er sá, að 255 þúsund króna lífeyrir á mánuði er algert lágmark og í rauninni of lítið til þess að lifa af. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem hafa einungis tekjur frá TR, er í dag 225 þúsund krónur fyrir skatt. ( 192 þúsund eftir skatt). Bjarni Benediktsson vill hækka þessa upphæð um 8,9% frá næstu áramótum. Það er alltof lítið og of seint.Láglaunafólk fékk 30 þúsund króna hækkun 1. maí sl. og fær 27-28% hækkun næstu þrjú ár. Launin hækka í 300 þúsund krónur á mánuði.Ekkert heyrist frá stjórnvöldum um að eldri borgarar og öryrkjar eigi jafnframt að fá slíka hækkun. Lífeyrisþegar virðast eiga að fara bónarveg að stjórnvöldum til þess að fá frekari hækkun bóta. Enda þótt það sé í stjórnarskrá og lögum, að ríkið eigi að aðstoða aldraða og öryrkja svo þeir geti lifað eðlilegu lífi og tekið þátt í þjóðfélaginu telja stjórnarherrarnir, að þeir geti sett sig á háan hest og látið eins og það sé undir miskunn þeirra komið hvort aldraðir fái sómasamlegan lífeyri, sem dugi fyrir framfærslu og eðlilegu lífi. En svo er ekki. Stjórnarherrarnir hafa enga heimild til þess að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og meðhöndla lífeyrisþega á annan hátt en láglaunafólk er meðhöndlað. Það eru sömu rök fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri eins og fyrir þörfinni á að hækka kaup láglaunafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í grein minni „Kjör aldraðra og öryrkja ítrekað skert“ sýndi ég fram á, að stjórnvöld hafa um langt skeið hlunnfarið eldri borgara og öryrkja. Stjórnvöld láta lífeyrisþega aldrei fá hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Það er alltaf klipið af launauppbótum og verðlagsuppbótum til aldraðra og öryrkja. Stjórnvöld telja, að lífeyrisþegar hafi breitt bak! Þessi saga er nú enn einu sinni að endurtaka sig. Fjármálaráðherra boðar, að aldraðir og öryrkjar eigi að fá hækkun á lífeyri næsta ár, ekki sömu hækkun og launþegar, heldur þriðjungshækkun af launahækkun láglaunafólks! Og lífeyrisþegar eiga ekki að fá hækkun frá sama tíma og launþegar, þ.e. 1. maí sl. Nei, þeir eiga að fá hana 8 mánuðum síðar. Það er engu líkara en stjórnvöld telji, að aldraðir og öryrkjar hafi svo góð kjör, að þeim liggi ekkert á.Yfirlýsing Davíðs sem forsætisráðherra gildir Fjármálaráðherra virðist hafa tekið lífeyrismál aldraðra og öryrkja í sínar hendur en lítið heyrist frá tryggingamálaráðherranum, Eygló Harðardóttur. Fjármálaráðherra var áður búinn að segja á Alþingi, að ekki væri unnt að hækka bætur lífeyrisþega vegna nýrra kjarasamninga. Það er vissulega jákvætt að fjármálaráðherra skuli hafa endurskoðað þá neikvæðu afstöðu sína.En betur má ef duga skal. Forveri Bjarna Benediktssonar, í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson þá forsætisráðherra, sagði þegar ákvæðum laga um ákvörðun lífeyris aldraðra var breytt, að nýja ákvæðið, nýja orðalagið, yrði lífeyrisþegum hagstæðara en það eldra. Áður stóð í lögunum „að breyta ætti lífeyri aldraðra í samræmi við breytingar á lámarkslaunum“. Þegar þessu var breytt og ákveðið að segja, að taka ætti mið af launaþróun við breytingu lífeyris, en þó aldrei að hækka minna en neysluverð, gaf Davíð Oddsson framangreinda yfirlýsingu. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins getur ekki ómerkt yfirlýsingu fyrirrennara síns og forsætisráðherra í þessu efni. Yfirlýsing Davíðs hlýtur að gilda og því á lífeyrir að hækka nákvæmlega eins og lægstu laun og frá sama tíma.Lífeyrisþegum dugar ekkert minna. Þetta er lágmark Kjarni málsins er sá, að 255 þúsund króna lífeyrir á mánuði er algert lágmark og í rauninni of lítið til þess að lifa af. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem hafa einungis tekjur frá TR, er í dag 225 þúsund krónur fyrir skatt. ( 192 þúsund eftir skatt). Bjarni Benediktsson vill hækka þessa upphæð um 8,9% frá næstu áramótum. Það er alltof lítið og of seint.Láglaunafólk fékk 30 þúsund króna hækkun 1. maí sl. og fær 27-28% hækkun næstu þrjú ár. Launin hækka í 300 þúsund krónur á mánuði.Ekkert heyrist frá stjórnvöldum um að eldri borgarar og öryrkjar eigi jafnframt að fá slíka hækkun. Lífeyrisþegar virðast eiga að fara bónarveg að stjórnvöldum til þess að fá frekari hækkun bóta. Enda þótt það sé í stjórnarskrá og lögum, að ríkið eigi að aðstoða aldraða og öryrkja svo þeir geti lifað eðlilegu lífi og tekið þátt í þjóðfélaginu telja stjórnarherrarnir, að þeir geti sett sig á háan hest og látið eins og það sé undir miskunn þeirra komið hvort aldraðir fái sómasamlegan lífeyri, sem dugi fyrir framfærslu og eðlilegu lífi. En svo er ekki. Stjórnarherrarnir hafa enga heimild til þess að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og meðhöndla lífeyrisþega á annan hátt en láglaunafólk er meðhöndlað. Það eru sömu rök fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri eins og fyrir þörfinni á að hækka kaup láglaunafólks.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun