Kjör aldraðra og öryrkja skert ítrekað Björgvin Guðmundsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Hvað eftir annað hafa kjör aldraðra og öryrkja verið skert. Stjórnvöld hafa ítrekað hoggið í sama knérunn, látið lífeyrisþega sitja á hakanum í kjaramálum. Það er ef til vill of sterkt að segja, að níðst hafi verið á öldruðum og öryrkjum. En það vantar ekki mikið á, að svo hafi verið.Mikill meirihluti sviptur verðlagsuppbót! Um áramótin 2008/2009 var verðbólgan tæp 20%. Miðað við það átti lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka um tæp 20%. En þá gerðu stjórnvöld sér lítið fyrir og ákváðu, að aðeins 1/4 hluti lífeyrisþega fengi þessa hækkun. Hinir, 3/4 lífeyrisþega, fengju aðeins 9,6% hækkun lífeyris! Þetta var mikil kjaraskerðing. Og það er ekki farið að leiðrétta hana enn í dag.Grunnlífeyrir afnuminn Á árinu 2009 var enn á ný framin mikil skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja. Það var hoggið í sama knérunn. Það var ákveðið að svipta hóp lífeyrisþega grunnlífeyri sínum, ákveðið að skerða frítekjumark vegna atvinnutekna og fjármagnstekna og aldurstengd örorkuuppbót var skert. Aðeins hluti þessara skerðinga hefur verið afturkallaður.Laun hækka um 16% – lífeyrir 0! Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup láglaunafólks um 16%. Á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki um eina krónu! Stjórnvöld settu laun (lífeyri) lífeyrisþega í frost. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2011 hækkaði lífeyrir lægst launuðu eldri borgara um 2,3%! Það var langt undir verðbólgunni. Það var hoggið í sama knérunn.Laun hækka um 10,3% – lífeyrir um 6,5%! Árið 2011 voru gerðir nýir kjarasamningar á almennum markaði: Hækkuðu lægstu laun um 10,3% í júní 2011. En samt voru lægstu bætur aldraðra og öryrkja aðeins hækkaðar um 6,5%! Það var því haldið áfram að höggva í sama knérunn. Um áramótin 2011/2012 hækkuðu lægstu laun um 6% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3,5%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2013 var lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður um 3,9% en miðað við hækkun launa og verðlags átti hann að hækka um 5,4%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2014 var verðbólgan 4,2% og laun höfðu hækkað um 5%. En það var klipið af lífeyri aldraðra og öryrkja. Hann hækkaði aðeins um 3,6%. Það var hoggið í sama knérunn.Lægstu laun hækka um 27% – lífeyrir 0 Árið 2015 sömdu verkalýðsfélög ófaglærðs verkafólks um að lægstu laun skyldu hækka í 300 þús. kr. á mánuði á þremur árum? Það er 27% hækkun á byrjunarlaunum. En fjármálaráðherra hafnaði því á Alþingi, að aldraðir og öryrkjar fengju hækkun á sínum lífeyri. Það var hoggið í sama knérunn og lífeyrisþegum neitað um kjarabætur, þegar allur þorri launþega var að fá kjarabætur. (Iðnaðarmenn og hjúkrunarfræðingar hafa einnig samið). Oft hefur framkoma stjórnvalda við lífeyrisþega verið slæm en sjaldan eins neikvæð og nú, þegar nánast allir í landinu eiga að fá kjarabætur nema aldraðir og öryrkjar! Mig skortir orð til þess að lýsa þessari framkomu. Hún er óásættanleg. Það verður að hnekkja ákvörðun fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað eftir annað hafa kjör aldraðra og öryrkja verið skert. Stjórnvöld hafa ítrekað hoggið í sama knérunn, látið lífeyrisþega sitja á hakanum í kjaramálum. Það er ef til vill of sterkt að segja, að níðst hafi verið á öldruðum og öryrkjum. En það vantar ekki mikið á, að svo hafi verið.Mikill meirihluti sviptur verðlagsuppbót! Um áramótin 2008/2009 var verðbólgan tæp 20%. Miðað við það átti lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka um tæp 20%. En þá gerðu stjórnvöld sér lítið fyrir og ákváðu, að aðeins 1/4 hluti lífeyrisþega fengi þessa hækkun. Hinir, 3/4 lífeyrisþega, fengju aðeins 9,6% hækkun lífeyris! Þetta var mikil kjaraskerðing. Og það er ekki farið að leiðrétta hana enn í dag.Grunnlífeyrir afnuminn Á árinu 2009 var enn á ný framin mikil skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja. Það var hoggið í sama knérunn. Það var ákveðið að svipta hóp lífeyrisþega grunnlífeyri sínum, ákveðið að skerða frítekjumark vegna atvinnutekna og fjármagnstekna og aldurstengd örorkuuppbót var skert. Aðeins hluti þessara skerðinga hefur verið afturkallaður.Laun hækka um 16% – lífeyrir 0! Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup láglaunafólks um 16%. Á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki um eina krónu! Stjórnvöld settu laun (lífeyri) lífeyrisþega í frost. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2011 hækkaði lífeyrir lægst launuðu eldri borgara um 2,3%! Það var langt undir verðbólgunni. Það var hoggið í sama knérunn.Laun hækka um 10,3% – lífeyrir um 6,5%! Árið 2011 voru gerðir nýir kjarasamningar á almennum markaði: Hækkuðu lægstu laun um 10,3% í júní 2011. En samt voru lægstu bætur aldraðra og öryrkja aðeins hækkaðar um 6,5%! Það var því haldið áfram að höggva í sama knérunn. Um áramótin 2011/2012 hækkuðu lægstu laun um 6% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3,5%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2013 var lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður um 3,9% en miðað við hækkun launa og verðlags átti hann að hækka um 5,4%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2014 var verðbólgan 4,2% og laun höfðu hækkað um 5%. En það var klipið af lífeyri aldraðra og öryrkja. Hann hækkaði aðeins um 3,6%. Það var hoggið í sama knérunn.Lægstu laun hækka um 27% – lífeyrir 0 Árið 2015 sömdu verkalýðsfélög ófaglærðs verkafólks um að lægstu laun skyldu hækka í 300 þús. kr. á mánuði á þremur árum? Það er 27% hækkun á byrjunarlaunum. En fjármálaráðherra hafnaði því á Alþingi, að aldraðir og öryrkjar fengju hækkun á sínum lífeyri. Það var hoggið í sama knérunn og lífeyrisþegum neitað um kjarabætur, þegar allur þorri launþega var að fá kjarabætur. (Iðnaðarmenn og hjúkrunarfræðingar hafa einnig samið). Oft hefur framkoma stjórnvalda við lífeyrisþega verið slæm en sjaldan eins neikvæð og nú, þegar nánast allir í landinu eiga að fá kjarabætur nema aldraðir og öryrkjar! Mig skortir orð til þess að lýsa þessari framkomu. Hún er óásættanleg. Það verður að hnekkja ákvörðun fjármálaráðherra.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar