Unga fólkið hringir viðvörunarbjöllum Gunnar Axel Axelsson skrifar 20. júlí 2015 09:00 Eitt af því sem einkenndi síðustu sveitarstjórnarkosningar var dræm kosningaþátttaka, sérstaklega á meðal ungs fólks. Reyndar hefur kosningaþátttaka aldrei verið minni hér á landi. Í stærstu sveitarfélögunum var hún einungis um 60% en á landsvísu var hún 66,5%, samanborið við 83,2% árið 2002. Í aldurshópnum 25-29 ára var kjörsóknin einungis 45,4%. Af tölunum að dæma virðist þróunin vera eins í öllum aldurshópum. Unga fólkið dregur vagninn í þeirri þróun. Sú þróun sem við sjáum þeirra á meðal er augljós fyrirboði um þá átt sem samfélagið er að þokast í.Ekki séríslenskt Það er auðvelt að draga þá ályktun að hér sé um að ræða séríslenskt viðfangsefni og að ungt fólk á Íslandi hafi einfaldlega ekki áhuga á stjórnmálum eða þjóðmálum almennt. Það væri þó mikil einföldun. Þvert á móti bendir þróunin í Evrópu og víðast í hinum vestræna heimi til þess að kosningaþátttaka fólks á öllum aldri fari hratt dvínandi og efasemdir um gildi stjórnmálaflokka hafi aukist á sama tíma og traust til stjórnvalda og lykilstofnana samfélagsins fari minnkandi. Þessi þróun er mest áberandi á meðal ungs fólks. Rannsóknir, meðal annars á Íslandi, benda til þess að ungu fólki finnist þátttaka sín í stjórnmálum ekki skipta máli, að ungt fólk upplifi ekki lýðræðiskerfið á jákvæðan hátt og finni ekki að atkvæði þess sé einhvers virði. Þjóðir sem við venjulega berum okkur saman við hafa flestar upplifað sömu þróun og eru að spyrja sig sömu spurninga og við. Hvað getum við gert? Ef við ætlum að finna leiðir til þess að vernda lýðræðið og stuðla að jákvæðri þróun þess verðum við að byrja á því að viðurkenna að vandamálið liggur ekki hjá ungu fólki eða kjósendum almennt. Þrátt fyrir dræma kjörsókn virðist áhugi ungs fólks á þátttöku í mótun samfélagsins nefnilega ekkert hafa dvínað og jafnvel þvert á móti. Samhliða minnkandi kjörsókn má sjá aukna þátttöku ungs fólks á sviðum sem við erum ekki endilega vön að skilgreina sem hluta af hinu formlega stjórnmálasviði. Til dæmis í grasrótarstarfi sem ekki tengist hefðbundnum stjórnmálaflokkum og um allan heim hefur ungt fólk verið í framlínu mótmæla og beinna aðgerða síðustu ár. Virknin og viljinn til þátttöku er því til staðar og jafnvel enn meiri en áður. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er því ekki endilega hvernig við getum virkjað ungt fólk, heldur kannski frekar hvað það er í okkar lýðræðiskerfi og þróun samfélagsins sem fólk er ósátt við og hvernig við getum bætt það.Lýðræðið er undir Ein af þeim skýringum sem hafa verið nefndar er aukinn ójöfnuður og vaxandi valdaójafnvægi sem honum fylgir. Bent hefur verið á að auknum ójöfnuði fylgi ekki aðeins neikvæð þjóðhagsleg áhrif, ójöfnuður dragi úr hagvexti og samkeppnishæfni þjóða, heldur séu vestræn ríki komin að þeim mörkum í misskiptingu auðs og tekna að það beinlínis flæði undan lýðræðislegu skipulagi þeirra. Sífellt meiri auður safnist á færri hendur sem um leið hafa sífellt meiri ítök á hinu pólitíska sviði. Með auknum ójöfnuði myndast þannig ójafnvægi í samfélaginu, áhrif sterkra sérhagsmunaafla aukast og áhrif hins almenna kjósanda dvínar sem og áhugi hans á að taka þátt.Unga fólkið hringir viðvörunarbjöllum Kjarni málsins er sá að þegar nýir kjósendur sjá ekki raunverulegan tilgang með því að mæta á kjörstað og kjósa ættu allar viðvörunarbjöllur samfélagsins að hringja. Spurningarnar sem við þurfum að spyrja snúa ekki aðeins að ungu fólki heldur lýðræðiskerfi okkar almennt. Í afstöðu ungs fólks og upplifun á núverandi kerfi liggja hins vegar augljóslega svörin. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd þess heyrist og ungt fólk fái tækifæri til þátttöku, til þess að hafa áhrif á samfélagið og þróun þess. Það er ekki nóg að tala um það, það þarf að láta verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
Eitt af því sem einkenndi síðustu sveitarstjórnarkosningar var dræm kosningaþátttaka, sérstaklega á meðal ungs fólks. Reyndar hefur kosningaþátttaka aldrei verið minni hér á landi. Í stærstu sveitarfélögunum var hún einungis um 60% en á landsvísu var hún 66,5%, samanborið við 83,2% árið 2002. Í aldurshópnum 25-29 ára var kjörsóknin einungis 45,4%. Af tölunum að dæma virðist þróunin vera eins í öllum aldurshópum. Unga fólkið dregur vagninn í þeirri þróun. Sú þróun sem við sjáum þeirra á meðal er augljós fyrirboði um þá átt sem samfélagið er að þokast í.Ekki séríslenskt Það er auðvelt að draga þá ályktun að hér sé um að ræða séríslenskt viðfangsefni og að ungt fólk á Íslandi hafi einfaldlega ekki áhuga á stjórnmálum eða þjóðmálum almennt. Það væri þó mikil einföldun. Þvert á móti bendir þróunin í Evrópu og víðast í hinum vestræna heimi til þess að kosningaþátttaka fólks á öllum aldri fari hratt dvínandi og efasemdir um gildi stjórnmálaflokka hafi aukist á sama tíma og traust til stjórnvalda og lykilstofnana samfélagsins fari minnkandi. Þessi þróun er mest áberandi á meðal ungs fólks. Rannsóknir, meðal annars á Íslandi, benda til þess að ungu fólki finnist þátttaka sín í stjórnmálum ekki skipta máli, að ungt fólk upplifi ekki lýðræðiskerfið á jákvæðan hátt og finni ekki að atkvæði þess sé einhvers virði. Þjóðir sem við venjulega berum okkur saman við hafa flestar upplifað sömu þróun og eru að spyrja sig sömu spurninga og við. Hvað getum við gert? Ef við ætlum að finna leiðir til þess að vernda lýðræðið og stuðla að jákvæðri þróun þess verðum við að byrja á því að viðurkenna að vandamálið liggur ekki hjá ungu fólki eða kjósendum almennt. Þrátt fyrir dræma kjörsókn virðist áhugi ungs fólks á þátttöku í mótun samfélagsins nefnilega ekkert hafa dvínað og jafnvel þvert á móti. Samhliða minnkandi kjörsókn má sjá aukna þátttöku ungs fólks á sviðum sem við erum ekki endilega vön að skilgreina sem hluta af hinu formlega stjórnmálasviði. Til dæmis í grasrótarstarfi sem ekki tengist hefðbundnum stjórnmálaflokkum og um allan heim hefur ungt fólk verið í framlínu mótmæla og beinna aðgerða síðustu ár. Virknin og viljinn til þátttöku er því til staðar og jafnvel enn meiri en áður. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er því ekki endilega hvernig við getum virkjað ungt fólk, heldur kannski frekar hvað það er í okkar lýðræðiskerfi og þróun samfélagsins sem fólk er ósátt við og hvernig við getum bætt það.Lýðræðið er undir Ein af þeim skýringum sem hafa verið nefndar er aukinn ójöfnuður og vaxandi valdaójafnvægi sem honum fylgir. Bent hefur verið á að auknum ójöfnuði fylgi ekki aðeins neikvæð þjóðhagsleg áhrif, ójöfnuður dragi úr hagvexti og samkeppnishæfni þjóða, heldur séu vestræn ríki komin að þeim mörkum í misskiptingu auðs og tekna að það beinlínis flæði undan lýðræðislegu skipulagi þeirra. Sífellt meiri auður safnist á færri hendur sem um leið hafa sífellt meiri ítök á hinu pólitíska sviði. Með auknum ójöfnuði myndast þannig ójafnvægi í samfélaginu, áhrif sterkra sérhagsmunaafla aukast og áhrif hins almenna kjósanda dvínar sem og áhugi hans á að taka þátt.Unga fólkið hringir viðvörunarbjöllum Kjarni málsins er sá að þegar nýir kjósendur sjá ekki raunverulegan tilgang með því að mæta á kjörstað og kjósa ættu allar viðvörunarbjöllur samfélagsins að hringja. Spurningarnar sem við þurfum að spyrja snúa ekki aðeins að ungu fólki heldur lýðræðiskerfi okkar almennt. Í afstöðu ungs fólks og upplifun á núverandi kerfi liggja hins vegar augljóslega svörin. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd þess heyrist og ungt fólk fái tækifæri til þátttöku, til þess að hafa áhrif á samfélagið og þróun þess. Það er ekki nóg að tala um það, það þarf að láta verkin tala.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun