Keikó í bernaise-sósu, svar Íris Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2015 07:00 Í síðustu viku las ég bráðfyndna grein eftir Sif Sigmarsdóttur sem bar yfirskriftina „Keikó í bernaise-sósu“. Þar var á skemmtilegan hátt bent á óhagkvæmni hvalveiða fyrir þjóðarbúið í ljósi þess að skaðinn sem þær valda á ímynd landsins, ferðamannaiðnaðnum og útflutningi lambakjöts, er margfalt meiri en nokkurn tíma hagnaðurinn sem af þeim hlýst. Það er því borðliggjandi að hvalveiðar eru heimskulegar því þær eru óhagkvæmar. Greinarhöfundur tók líka skýrt fram að hún hefur engar taugar til dýra, finnst þau almennt ekki krúttleg, langar í dádýrasteik þegar hún sér Bamba og gæti vel hugsað sér Keikó í bernaise-sósu. Þessi aftenging við dýrin og fullkomni skortur á samkennd með þeim gerir röksemdafærsluna gegn hvalveiðum trúverðugri þar sem hún byggist ekki á tilfinningasemi. Ég gladdist því mjög við að lesa grein Sifjar því ég veit að einungis sjónarmið hagræðingarinnar ná til sumra og hjá þeim er einmitt tilfinningasemi eða samkennd með dýrum álitin löstur, veikleiki, rökleysa. Segjum nú sem svo að í samfélaginu væru hópar sem er illa við Kínverja, hata konur, fyrirlíta heyrnarlausa og gætu vel hugsað sér að gæða sér á mannlegu ungviði. Þótt það hljómi fáránlega, þá á einhverjum stað, á einhverjum tíma, í sögu mannkyns hefðu þessi sjónarmið verið viðurkennd. Í dag eiga þau erfitt uppdráttar, þökk sé auknum þroska samfélaganna. Og í þeirri þróun spilar einmitt samkenndin og tilfinningasemin lykilhlutverk. Í nútíma menningarsamfélagi er hagkvæmni þessara hópa málinu óviðkomandi. Að sama skapi á það ekki að skipta neinu máli hvort veiðar á yfirburðagreindri skepnu í útrýmingarhættu séu hagkvæmar eða ekki. Það kemur málinu hreinlega ekki við. Í þróuðu menningarsamfélagi á að gera samkennd hærra undir höfði því eftir allt saman er það hún sem hefur komið okkur áfram, hún er mikilvægari en rök efnishyggjunnar eins og mannréttindabaráttan hefur leitt í ljós. Já, það væri hagkvæmast ef þjóðfélagið losaði sig við þá sem ekki geta framfleytt sér, en sem betur fer erum við komin miklu miklu lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Keikó í bearnaise-sósu Röðin fyrir utan sædýrasafnið í London var löng, sólin heit og annað hvert barn var vælandi – þar á meðal mitt. Ég var löðursveitt og að fá hausverk. Allt var sem sé eins og það átti að vera. Því það að vera foreldri er píslarganga. 26. júní 2015 07:00 Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í síðustu viku las ég bráðfyndna grein eftir Sif Sigmarsdóttur sem bar yfirskriftina „Keikó í bernaise-sósu“. Þar var á skemmtilegan hátt bent á óhagkvæmni hvalveiða fyrir þjóðarbúið í ljósi þess að skaðinn sem þær valda á ímynd landsins, ferðamannaiðnaðnum og útflutningi lambakjöts, er margfalt meiri en nokkurn tíma hagnaðurinn sem af þeim hlýst. Það er því borðliggjandi að hvalveiðar eru heimskulegar því þær eru óhagkvæmar. Greinarhöfundur tók líka skýrt fram að hún hefur engar taugar til dýra, finnst þau almennt ekki krúttleg, langar í dádýrasteik þegar hún sér Bamba og gæti vel hugsað sér Keikó í bernaise-sósu. Þessi aftenging við dýrin og fullkomni skortur á samkennd með þeim gerir röksemdafærsluna gegn hvalveiðum trúverðugri þar sem hún byggist ekki á tilfinningasemi. Ég gladdist því mjög við að lesa grein Sifjar því ég veit að einungis sjónarmið hagræðingarinnar ná til sumra og hjá þeim er einmitt tilfinningasemi eða samkennd með dýrum álitin löstur, veikleiki, rökleysa. Segjum nú sem svo að í samfélaginu væru hópar sem er illa við Kínverja, hata konur, fyrirlíta heyrnarlausa og gætu vel hugsað sér að gæða sér á mannlegu ungviði. Þótt það hljómi fáránlega, þá á einhverjum stað, á einhverjum tíma, í sögu mannkyns hefðu þessi sjónarmið verið viðurkennd. Í dag eiga þau erfitt uppdráttar, þökk sé auknum þroska samfélaganna. Og í þeirri þróun spilar einmitt samkenndin og tilfinningasemin lykilhlutverk. Í nútíma menningarsamfélagi er hagkvæmni þessara hópa málinu óviðkomandi. Að sama skapi á það ekki að skipta neinu máli hvort veiðar á yfirburðagreindri skepnu í útrýmingarhættu séu hagkvæmar eða ekki. Það kemur málinu hreinlega ekki við. Í þróuðu menningarsamfélagi á að gera samkennd hærra undir höfði því eftir allt saman er það hún sem hefur komið okkur áfram, hún er mikilvægari en rök efnishyggjunnar eins og mannréttindabaráttan hefur leitt í ljós. Já, það væri hagkvæmast ef þjóðfélagið losaði sig við þá sem ekki geta framfleytt sér, en sem betur fer erum við komin miklu miklu lengra.
Keikó í bearnaise-sósu Röðin fyrir utan sædýrasafnið í London var löng, sólin heit og annað hvert barn var vælandi – þar á meðal mitt. Ég var löðursveitt og að fá hausverk. Allt var sem sé eins og það átti að vera. Því það að vera foreldri er píslarganga. 26. júní 2015 07:00
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun