Keikó í bernaise-sósu, svar Íris Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2015 07:00 Í síðustu viku las ég bráðfyndna grein eftir Sif Sigmarsdóttur sem bar yfirskriftina „Keikó í bernaise-sósu“. Þar var á skemmtilegan hátt bent á óhagkvæmni hvalveiða fyrir þjóðarbúið í ljósi þess að skaðinn sem þær valda á ímynd landsins, ferðamannaiðnaðnum og útflutningi lambakjöts, er margfalt meiri en nokkurn tíma hagnaðurinn sem af þeim hlýst. Það er því borðliggjandi að hvalveiðar eru heimskulegar því þær eru óhagkvæmar. Greinarhöfundur tók líka skýrt fram að hún hefur engar taugar til dýra, finnst þau almennt ekki krúttleg, langar í dádýrasteik þegar hún sér Bamba og gæti vel hugsað sér Keikó í bernaise-sósu. Þessi aftenging við dýrin og fullkomni skortur á samkennd með þeim gerir röksemdafærsluna gegn hvalveiðum trúverðugri þar sem hún byggist ekki á tilfinningasemi. Ég gladdist því mjög við að lesa grein Sifjar því ég veit að einungis sjónarmið hagræðingarinnar ná til sumra og hjá þeim er einmitt tilfinningasemi eða samkennd með dýrum álitin löstur, veikleiki, rökleysa. Segjum nú sem svo að í samfélaginu væru hópar sem er illa við Kínverja, hata konur, fyrirlíta heyrnarlausa og gætu vel hugsað sér að gæða sér á mannlegu ungviði. Þótt það hljómi fáránlega, þá á einhverjum stað, á einhverjum tíma, í sögu mannkyns hefðu þessi sjónarmið verið viðurkennd. Í dag eiga þau erfitt uppdráttar, þökk sé auknum þroska samfélaganna. Og í þeirri þróun spilar einmitt samkenndin og tilfinningasemin lykilhlutverk. Í nútíma menningarsamfélagi er hagkvæmni þessara hópa málinu óviðkomandi. Að sama skapi á það ekki að skipta neinu máli hvort veiðar á yfirburðagreindri skepnu í útrýmingarhættu séu hagkvæmar eða ekki. Það kemur málinu hreinlega ekki við. Í þróuðu menningarsamfélagi á að gera samkennd hærra undir höfði því eftir allt saman er það hún sem hefur komið okkur áfram, hún er mikilvægari en rök efnishyggjunnar eins og mannréttindabaráttan hefur leitt í ljós. Já, það væri hagkvæmast ef þjóðfélagið losaði sig við þá sem ekki geta framfleytt sér, en sem betur fer erum við komin miklu miklu lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Keikó í bearnaise-sósu Röðin fyrir utan sædýrasafnið í London var löng, sólin heit og annað hvert barn var vælandi – þar á meðal mitt. Ég var löðursveitt og að fá hausverk. Allt var sem sé eins og það átti að vera. Því það að vera foreldri er píslarganga. 26. júní 2015 07:00 Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku las ég bráðfyndna grein eftir Sif Sigmarsdóttur sem bar yfirskriftina „Keikó í bernaise-sósu“. Þar var á skemmtilegan hátt bent á óhagkvæmni hvalveiða fyrir þjóðarbúið í ljósi þess að skaðinn sem þær valda á ímynd landsins, ferðamannaiðnaðnum og útflutningi lambakjöts, er margfalt meiri en nokkurn tíma hagnaðurinn sem af þeim hlýst. Það er því borðliggjandi að hvalveiðar eru heimskulegar því þær eru óhagkvæmar. Greinarhöfundur tók líka skýrt fram að hún hefur engar taugar til dýra, finnst þau almennt ekki krúttleg, langar í dádýrasteik þegar hún sér Bamba og gæti vel hugsað sér Keikó í bernaise-sósu. Þessi aftenging við dýrin og fullkomni skortur á samkennd með þeim gerir röksemdafærsluna gegn hvalveiðum trúverðugri þar sem hún byggist ekki á tilfinningasemi. Ég gladdist því mjög við að lesa grein Sifjar því ég veit að einungis sjónarmið hagræðingarinnar ná til sumra og hjá þeim er einmitt tilfinningasemi eða samkennd með dýrum álitin löstur, veikleiki, rökleysa. Segjum nú sem svo að í samfélaginu væru hópar sem er illa við Kínverja, hata konur, fyrirlíta heyrnarlausa og gætu vel hugsað sér að gæða sér á mannlegu ungviði. Þótt það hljómi fáránlega, þá á einhverjum stað, á einhverjum tíma, í sögu mannkyns hefðu þessi sjónarmið verið viðurkennd. Í dag eiga þau erfitt uppdráttar, þökk sé auknum þroska samfélaganna. Og í þeirri þróun spilar einmitt samkenndin og tilfinningasemin lykilhlutverk. Í nútíma menningarsamfélagi er hagkvæmni þessara hópa málinu óviðkomandi. Að sama skapi á það ekki að skipta neinu máli hvort veiðar á yfirburðagreindri skepnu í útrýmingarhættu séu hagkvæmar eða ekki. Það kemur málinu hreinlega ekki við. Í þróuðu menningarsamfélagi á að gera samkennd hærra undir höfði því eftir allt saman er það hún sem hefur komið okkur áfram, hún er mikilvægari en rök efnishyggjunnar eins og mannréttindabaráttan hefur leitt í ljós. Já, það væri hagkvæmast ef þjóðfélagið losaði sig við þá sem ekki geta framfleytt sér, en sem betur fer erum við komin miklu miklu lengra.
Keikó í bearnaise-sósu Röðin fyrir utan sædýrasafnið í London var löng, sólin heit og annað hvert barn var vælandi – þar á meðal mitt. Ég var löðursveitt og að fá hausverk. Allt var sem sé eins og það átti að vera. Því það að vera foreldri er píslarganga. 26. júní 2015 07:00
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun