Fyrst Þingvellir svo allir hinir! Ögmundur Jónasson skrifar 14. júlí 2015 07:00 Gestkomandi vinkona okkar dvaldi hjá okkur um einnar viku skeið um síðustu mánaðamót. Við fórum víða um, skoðuðum söfn í Reykjavík, Bláa Lónið, Krísuvík og Víkingasafnið í Reykjanesbæ. Fórum á Þingvöll, Gullfoss og Geysi, komum við í Hveragerði, skoðuðum Kerið í Grímsnesi (án þess að borga), ókum til Víkur og á Kirkjubæjarklaustur þar sem við borðuðum silung þeirra staðarmanna, áður höfðum við horft á kvikmyndasýningu á Þorvaldseyri. Ókum síðan í Skaftafell og Jökulsárlón. Á ferðum okkar höfðum við stundum með okkur nesti, en oftar snæddum við á veitingastöðum. Við skoðuðum verslanir í Reykjavík. Í bókabúð keypti gesturinn íslenskar barnabækur í enskri þýðingu, auk mynda- og fróðleiksbóka um Ísland og hjá Koggu voru keyptir listmunir.Alls staðar opin veski Alls staðar sem við fórum var mikill fjöldi ferðamanna. Sjá mátti að veitingastaðir í Reykjavík voru margir yfirfullir, öll hótel bókuð og úti á landsbyggðinni var okkur sagt að sums staðar væri enga gistingu að fá. Allt bókað. Alls staðar gat að líta fólk með seðla og greiðslukort á lofti. Það gefur auga leið að miklir peningar streyma inn í þjóðarbúið því þeir sem selja varning og þjónustu fá eitthvað fyrir sinn snúð og þarna myndast einnig myndarlegir skattstofnar fyrir ríki og sveitarfélög. En mikið vill meira. Fjölmiðlar greina okkur nú frá því að til standi að rukka okkur fyrir að leggja bíl í þjóðgarðinum á Þingvöllum og þá væntanlega með tilheyrandi vörðum og rukkunarvélum. Er þetta virkilega eftirsóknarvert? Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar. En það er ekki nóg með það. Yfirbragð staðanna breytist. Allt breytist í verslunarvöru. Opna frjálsa Ísland verður að Íslandi gjaldtökunnar, stimpilvélanna, varðanna ….Koggu vegni vel Ég vona að Koggu gangi vel og Víkingasafninu og fjölskyldunni á Þorvaldseyri og Síldarminjasafninu á Siglufirði og öllum hinum söfnunum og fólkinu sem er að skapa og selja. Við hin hjálpum þessu fólki með því að sjá fyrir gjaldfrírri grunnþjónustu svo skapandi atvinnustarfsemi í ferðaiðnaðinum fái þrifist. Ég er ekki andvígur því að borga skatta til samfélagsins og er ég því mjög hliðhollur að hluti þessa skattfjár fari til náttúruverndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum.Bara byrjunin! Fjölskylda sem fer um landið og þyrfti að borga við helstu náttúruperlur aðgangseyri eða gjald fyrir að leggja bíl gæti orðið fyrir þónokkrum útgjöldum. Það þarf enginn að ímynda sér að látið yrði staðar numið við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis lýsti því yfir í vor að hann vildi heimila einkaaðilum að rukka – og sekta - fyrir bílastæði. Og í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar tekur þjóðgarðsvörður á Þingvöllum undir þetta sama sjónarmið. Haft er eftir honum að rukkun á Þingvöllum sé aðeins byrjunin. Aðrir ferðamannastaðir muni fylgja í kjölfarið og einkaaðilar geti þá einnig rukkað. Þjóðgarðsmenn væru með öðrum orðum einfaldlega að ríða á vaðið. Það sem vekur ugg er óendanleg græðgi í mörgum sem vilja gera ferðamenn að gróðalind og ásetningur stjórnvalda að koma á gjaldtöku óháð eignaraðild. Þetta gerir gjaldtöku á Þingvöllum að stórvarasömu fordæmi og fyrirmynd auk þess að skemma yfirbragð Þingvalla.Dýrt yrði að sýna börnunum okkar Ísland Það verður dýrt að skoða Ísland framtíðarinnar ef þessi gjaldtaka verður ekki stöðvuð. Nú ríður á að fram fari kröftug umræða um þetta mál. Það er stærra en svo að það verði afgreitt í kyrrþey. Óskandi væri að hugmyndin um gjaldtöku á Þingvöllum verði endurskoðuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ferðamennska á Íslandi Ögmundur Jónasson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Gestkomandi vinkona okkar dvaldi hjá okkur um einnar viku skeið um síðustu mánaðamót. Við fórum víða um, skoðuðum söfn í Reykjavík, Bláa Lónið, Krísuvík og Víkingasafnið í Reykjanesbæ. Fórum á Þingvöll, Gullfoss og Geysi, komum við í Hveragerði, skoðuðum Kerið í Grímsnesi (án þess að borga), ókum til Víkur og á Kirkjubæjarklaustur þar sem við borðuðum silung þeirra staðarmanna, áður höfðum við horft á kvikmyndasýningu á Þorvaldseyri. Ókum síðan í Skaftafell og Jökulsárlón. Á ferðum okkar höfðum við stundum með okkur nesti, en oftar snæddum við á veitingastöðum. Við skoðuðum verslanir í Reykjavík. Í bókabúð keypti gesturinn íslenskar barnabækur í enskri þýðingu, auk mynda- og fróðleiksbóka um Ísland og hjá Koggu voru keyptir listmunir.Alls staðar opin veski Alls staðar sem við fórum var mikill fjöldi ferðamanna. Sjá mátti að veitingastaðir í Reykjavík voru margir yfirfullir, öll hótel bókuð og úti á landsbyggðinni var okkur sagt að sums staðar væri enga gistingu að fá. Allt bókað. Alls staðar gat að líta fólk með seðla og greiðslukort á lofti. Það gefur auga leið að miklir peningar streyma inn í þjóðarbúið því þeir sem selja varning og þjónustu fá eitthvað fyrir sinn snúð og þarna myndast einnig myndarlegir skattstofnar fyrir ríki og sveitarfélög. En mikið vill meira. Fjölmiðlar greina okkur nú frá því að til standi að rukka okkur fyrir að leggja bíl í þjóðgarðinum á Þingvöllum og þá væntanlega með tilheyrandi vörðum og rukkunarvélum. Er þetta virkilega eftirsóknarvert? Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notendagjöld ranglátir skattar. En það er ekki nóg með það. Yfirbragð staðanna breytist. Allt breytist í verslunarvöru. Opna frjálsa Ísland verður að Íslandi gjaldtökunnar, stimpilvélanna, varðanna ….Koggu vegni vel Ég vona að Koggu gangi vel og Víkingasafninu og fjölskyldunni á Þorvaldseyri og Síldarminjasafninu á Siglufirði og öllum hinum söfnunum og fólkinu sem er að skapa og selja. Við hin hjálpum þessu fólki með því að sjá fyrir gjaldfrírri grunnþjónustu svo skapandi atvinnustarfsemi í ferðaiðnaðinum fái þrifist. Ég er ekki andvígur því að borga skatta til samfélagsins og er ég því mjög hliðhollur að hluti þessa skattfjár fari til náttúruverndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum.Bara byrjunin! Fjölskylda sem fer um landið og þyrfti að borga við helstu náttúruperlur aðgangseyri eða gjald fyrir að leggja bíl gæti orðið fyrir þónokkrum útgjöldum. Það þarf enginn að ímynda sér að látið yrði staðar numið við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis lýsti því yfir í vor að hann vildi heimila einkaaðilum að rukka – og sekta - fyrir bílastæði. Og í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar tekur þjóðgarðsvörður á Þingvöllum undir þetta sama sjónarmið. Haft er eftir honum að rukkun á Þingvöllum sé aðeins byrjunin. Aðrir ferðamannastaðir muni fylgja í kjölfarið og einkaaðilar geti þá einnig rukkað. Þjóðgarðsmenn væru með öðrum orðum einfaldlega að ríða á vaðið. Það sem vekur ugg er óendanleg græðgi í mörgum sem vilja gera ferðamenn að gróðalind og ásetningur stjórnvalda að koma á gjaldtöku óháð eignaraðild. Þetta gerir gjaldtöku á Þingvöllum að stórvarasömu fordæmi og fyrirmynd auk þess að skemma yfirbragð Þingvalla.Dýrt yrði að sýna börnunum okkar Ísland Það verður dýrt að skoða Ísland framtíðarinnar ef þessi gjaldtaka verður ekki stöðvuð. Nú ríður á að fram fari kröftug umræða um þetta mál. Það er stærra en svo að það verði afgreitt í kyrrþey. Óskandi væri að hugmyndin um gjaldtöku á Þingvöllum verði endurskoðuð.
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar