Aldraðir fái sömu hækkun og launþegar Björgvin Guðmundsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 1. maí sl. fékk ófaglært verkafólk 27-31 þús. kr. kauphækkun á mánuði samkvæmt nýjum kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Það eru þeir launalægstu á meðal verkafólks sem fengu þessa hækkun. Samkvæmt þessum samningum eiga laun að hækka í 300 þúsund kr. á þremur árum. Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá sömu hækkun á sínum lífeyri frá almannatryggingum.Lífeyrir hækki í 321 þúsund Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá 27-31 þúsund króna hækkun á lífeyri á mánuði frá TR frá 1. maí sl. og síðan á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og hjá verkafólki. Ég tel að vísu eðlilegra að lífeyrir hækki í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar. Það er meðaltalsneysla einhleypinga í dag. Eldri borgarar þurfa sömu upphæð. Hvers vegna tel ég að aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun og verkafólk? Jú, vegna þess að í lögum stendur að taka eigi mið af launabreytingum við ákvörðun lífeyris og lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Áður stóð í lögunum að hækka ætti lífeyri í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Þegar orðalaginu var breytt sagði þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að nýja orðalagið væri hagstæðara öldruðum og öryrkjum. Með hliðsjón af þeirri yfirlýsingu tel ég að lífeyrisþegar eigi rétt á sömu kjarabótum og verkafólk nú.Stjórnvöld þverskallast við Það kemur ekki á óvart að stjórnvöld reyni að þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum þá hækkun lífeyris sem þessum aðilum ber. Eins og fram kom í síðustu grein minni í Fréttablaðinu um kjör aldraðra hafa stjórnvöld ítrekað reynt að koma sér hjá því að greiða lífeyrisþegum lögbundnar hækkanir. Stjórnvöld hafa þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum lögbundnar kjarabætur eða klipið duglega af þeim.Mannréttindabrot að sniðganga lífeyrisþega Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Á Sprengisandi að ríkisstjórnin kæmist ekki upp með það að láta aldraða og öryrkja ekki fá kjarabætur eins og launþega. Og það er mergurinn málsins. Ríkisstjórnin getur þverskallast við í þessu efni og tafið málið eitthvað en hún kemst ekki hjá því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja, þegar nálega allir launþegar landsins eru að fá kauphækkun. Það er hreint mannréttindabrot að neita lífeyrisþegum um hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Fjármálaráðherra hefur verið of fljótur á sér þegar hann lýsti því yfir á Alþingi að aldraðir og öryrkjar fengju ekki hækkun lífeyris í kjölfar nýrra kjarasamninga.Alþingi taki í taumana Ef ríkisstjórnin leiðréttir ekki lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launabreytingar láglaunafólks verður Alþingi að taka í taumana, taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og ákveða að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launahækkanir verkafólks. Alþingi hefur valdið og þar er meirihluti fyrir þessari sjálfsögðu leiðréttingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
1. maí sl. fékk ófaglært verkafólk 27-31 þús. kr. kauphækkun á mánuði samkvæmt nýjum kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Það eru þeir launalægstu á meðal verkafólks sem fengu þessa hækkun. Samkvæmt þessum samningum eiga laun að hækka í 300 þúsund kr. á þremur árum. Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá sömu hækkun á sínum lífeyri frá almannatryggingum.Lífeyrir hækki í 321 þúsund Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá 27-31 þúsund króna hækkun á lífeyri á mánuði frá TR frá 1. maí sl. og síðan á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og hjá verkafólki. Ég tel að vísu eðlilegra að lífeyrir hækki í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar. Það er meðaltalsneysla einhleypinga í dag. Eldri borgarar þurfa sömu upphæð. Hvers vegna tel ég að aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun og verkafólk? Jú, vegna þess að í lögum stendur að taka eigi mið af launabreytingum við ákvörðun lífeyris og lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Áður stóð í lögunum að hækka ætti lífeyri í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Þegar orðalaginu var breytt sagði þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að nýja orðalagið væri hagstæðara öldruðum og öryrkjum. Með hliðsjón af þeirri yfirlýsingu tel ég að lífeyrisþegar eigi rétt á sömu kjarabótum og verkafólk nú.Stjórnvöld þverskallast við Það kemur ekki á óvart að stjórnvöld reyni að þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum þá hækkun lífeyris sem þessum aðilum ber. Eins og fram kom í síðustu grein minni í Fréttablaðinu um kjör aldraðra hafa stjórnvöld ítrekað reynt að koma sér hjá því að greiða lífeyrisþegum lögbundnar hækkanir. Stjórnvöld hafa þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum lögbundnar kjarabætur eða klipið duglega af þeim.Mannréttindabrot að sniðganga lífeyrisþega Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Á Sprengisandi að ríkisstjórnin kæmist ekki upp með það að láta aldraða og öryrkja ekki fá kjarabætur eins og launþega. Og það er mergurinn málsins. Ríkisstjórnin getur þverskallast við í þessu efni og tafið málið eitthvað en hún kemst ekki hjá því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja, þegar nálega allir launþegar landsins eru að fá kauphækkun. Það er hreint mannréttindabrot að neita lífeyrisþegum um hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Fjármálaráðherra hefur verið of fljótur á sér þegar hann lýsti því yfir á Alþingi að aldraðir og öryrkjar fengju ekki hækkun lífeyris í kjölfar nýrra kjarasamninga.Alþingi taki í taumana Ef ríkisstjórnin leiðréttir ekki lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launabreytingar láglaunafólks verður Alþingi að taka í taumana, taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og ákveða að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launahækkanir verkafólks. Alþingi hefur valdið og þar er meirihluti fyrir þessari sjálfsögðu leiðréttingu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar